Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2019 09:00 Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Baldur Hrafnkell Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. Sem kunnugt er slitu fjögur verkalýðsfélag viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær og horfa til verkfallsaðgerða. Þeirra fyrstu með vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum sem næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna þann 8. mars. Ásgeir segir að Í fyrsta lagi sé farið fram á miklar kauphækkanir þegar samdráttur blasi við í helstu útflutningsgrein landsins, ferðaþjónustu. „Slíkt þekktist ekki áður – ef illa áraði í sjávarútvegi. Yfirleitt hafa íslensk verkalýðsfélög sýnt hörku í uppsveiflu en hófsemi í niðursveiflu. Þessu hefur nú verið snúið á hvolf - þegar efnahagslífið er nú á leið niður eftir 7 ára hagvöxt.“ Í annan stað nefnir Ásgeir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar séu lagðar fram án kostnaðarmats eða áhrifagreiningar. „Það er alls ekki sjálfgefið að niðurstaða nafnlaunahækkana sé ávallt í samræmi við yfirlýstan tilgang. Þess eru mörg dæmi – innanlands og utan – að miklar hækkanir á grunntöxtum hafi leitt til verri kjara hjá hinum verst settu – svo sem vegna verðbólgu, hærri vaxta og aukins atvinnuleysis.“Bitnar verst á þeim sem síst skyldi Í þriðja lagi taki kröfurnar ekki tillit til nútíma hagstjórnar sem miðist við verðbólgumarkmið og ríkisfjármálareglur. „Allar vestrænar þjóðir búa við slíkan ramma – og yfirleitt þykir hann sjálfsagður. Kostnaðurinn við að brjóta ramman kemur fram með gengisfalli, verðbólgu og vaxtahækkunum – sem bitnar verst á þeim sem síst skyldi.“ Að lokum nefnir Ásgeir að svo virðist sem kröfugerðarfólk forðist hina raunverulegu efnahagsumræðu, um áhrif þeirra krafna sem lagðar hafi verið fram. „Í þessu efni er takmarkað gagn að úrdráttum úr Das Kapital eða reynslusögum af ónafngreindum einstaklingum. Þetta er óvenjulegt á síðari tímum.“ Ásgeir nefnir að sú staða sem upp sé komin hafi mögulega verið skrifuð í skýin við úrskurð Kjaradóms haustið 2016 um hækkun launa þingmanna og embættismanna. Úrskurðurinn veitti þingmönnum svo dæmi sé tekið 45 prósenta hækkun á þingfarakaupi sem ruku upp úr 762 þúsund krónum í 1,1 milljón króna. Ásgeiri líst alls ekki á stöðuna í kjaradeilunni nú og er efins um taktík verkalýðsforystunnar. „Þetta er hins vegar vegferð sem vandséð er að nokkur muni græða á.“ Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. Sem kunnugt er slitu fjögur verkalýðsfélag viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær og horfa til verkfallsaðgerða. Þeirra fyrstu með vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum sem næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna þann 8. mars. Ásgeir segir að Í fyrsta lagi sé farið fram á miklar kauphækkanir þegar samdráttur blasi við í helstu útflutningsgrein landsins, ferðaþjónustu. „Slíkt þekktist ekki áður – ef illa áraði í sjávarútvegi. Yfirleitt hafa íslensk verkalýðsfélög sýnt hörku í uppsveiflu en hófsemi í niðursveiflu. Þessu hefur nú verið snúið á hvolf - þegar efnahagslífið er nú á leið niður eftir 7 ára hagvöxt.“ Í annan stað nefnir Ásgeir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar séu lagðar fram án kostnaðarmats eða áhrifagreiningar. „Það er alls ekki sjálfgefið að niðurstaða nafnlaunahækkana sé ávallt í samræmi við yfirlýstan tilgang. Þess eru mörg dæmi – innanlands og utan – að miklar hækkanir á grunntöxtum hafi leitt til verri kjara hjá hinum verst settu – svo sem vegna verðbólgu, hærri vaxta og aukins atvinnuleysis.“Bitnar verst á þeim sem síst skyldi Í þriðja lagi taki kröfurnar ekki tillit til nútíma hagstjórnar sem miðist við verðbólgumarkmið og ríkisfjármálareglur. „Allar vestrænar þjóðir búa við slíkan ramma – og yfirleitt þykir hann sjálfsagður. Kostnaðurinn við að brjóta ramman kemur fram með gengisfalli, verðbólgu og vaxtahækkunum – sem bitnar verst á þeim sem síst skyldi.“ Að lokum nefnir Ásgeir að svo virðist sem kröfugerðarfólk forðist hina raunverulegu efnahagsumræðu, um áhrif þeirra krafna sem lagðar hafi verið fram. „Í þessu efni er takmarkað gagn að úrdráttum úr Das Kapital eða reynslusögum af ónafngreindum einstaklingum. Þetta er óvenjulegt á síðari tímum.“ Ásgeir nefnir að sú staða sem upp sé komin hafi mögulega verið skrifuð í skýin við úrskurð Kjaradóms haustið 2016 um hækkun launa þingmanna og embættismanna. Úrskurðurinn veitti þingmönnum svo dæmi sé tekið 45 prósenta hækkun á þingfarakaupi sem ruku upp úr 762 þúsund krónum í 1,1 milljón króna. Ásgeiri líst alls ekki á stöðuna í kjaradeilunni nú og er efins um taktík verkalýðsforystunnar. „Þetta er hins vegar vegferð sem vandséð er að nokkur muni græða á.“
Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59
Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56
Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15