Samfélagslega mikilvægt að styrkja fjölmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2019 19:02 Lilja segir það skipta máli fyrir íslenskt mál, menningu og lýðræðislega umræðu að styrkja fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það samfélagslega mikilvæga aðgerð að styðja starfsemi fjölmiðla. Í frumvarpi sem ráðuneyti hennar hefur undirbúið er lagt til að ríkið styrki einkarekna fjölmiðla fjárhagslega. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagðist Lilja búast við því að kynna frumvarpsdrögin í ríkisstjórn í næstu viku. Í því sé meðal annars kveðið á um að einkareknir fjölmiðlar geti fengið stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar, allt að 25%, sem fellur til við öflun eða miðlun frétta, fréttatengds efnis eða umfjöllunar um samfélagsleg málefni, að uppfylltum skilyrðum. „Það skiptir svo miklu máli að það sé jafnvægi á fjölmiðlamarkaði upp á lýðræðislega umræðu og að fólk geti tekið þátt í henni,“ sagði ráðherrann um mikilvægi þess að styðja fjölmiðla. Frumvarpið sé að norrænni fyrirmynd og taki að miklu leyti mið af norskri og danskri löggjöf. Þáttastjórnendur spurðu Lilju ítrekað út í stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og samkeppni við einkarekna miðla. Ráðherrann sagði frumvarpið nú aðeins beinast að einkareknum fjölmiðlum. Það væri fyrsta stóra aðgerðin í röð aðgerða sem eiga að efla íslenskan fjölmiðlamarkað. Svaraði hún því ekki beint hvort að til greina kæmi að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Skýrslur sem hún hefur fengið í hendur hafi fært rök í ólíkar áttir. Sums staðar hafi reynslan verið sú að innlendi auglýsingamarkaðurinn skreppi saman þegar ríkisreknir fjölmiðlar eru teknir þaðan. Auglýsingatekjurnar renni þá til stórfyrirtækja eins og Facebook eða Google. „Við erum líka að skoða fleiri aðgerðir. Er eitthvað annað sem getur komið til aðstoðar á markaðslegum forsendum vegna þess að við viljum heldur ekki að hið opinbera sé bara komið með þetta allt í fangið,“ sagði Lilja. Fjölmiðlar Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það samfélagslega mikilvæga aðgerð að styðja starfsemi fjölmiðla. Í frumvarpi sem ráðuneyti hennar hefur undirbúið er lagt til að ríkið styrki einkarekna fjölmiðla fjárhagslega. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagðist Lilja búast við því að kynna frumvarpsdrögin í ríkisstjórn í næstu viku. Í því sé meðal annars kveðið á um að einkareknir fjölmiðlar geti fengið stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar, allt að 25%, sem fellur til við öflun eða miðlun frétta, fréttatengds efnis eða umfjöllunar um samfélagsleg málefni, að uppfylltum skilyrðum. „Það skiptir svo miklu máli að það sé jafnvægi á fjölmiðlamarkaði upp á lýðræðislega umræðu og að fólk geti tekið þátt í henni,“ sagði ráðherrann um mikilvægi þess að styðja fjölmiðla. Frumvarpið sé að norrænni fyrirmynd og taki að miklu leyti mið af norskri og danskri löggjöf. Þáttastjórnendur spurðu Lilju ítrekað út í stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og samkeppni við einkarekna miðla. Ráðherrann sagði frumvarpið nú aðeins beinast að einkareknum fjölmiðlum. Það væri fyrsta stóra aðgerðin í röð aðgerða sem eiga að efla íslenskan fjölmiðlamarkað. Svaraði hún því ekki beint hvort að til greina kæmi að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Skýrslur sem hún hefur fengið í hendur hafi fært rök í ólíkar áttir. Sums staðar hafi reynslan verið sú að innlendi auglýsingamarkaðurinn skreppi saman þegar ríkisreknir fjölmiðlar eru teknir þaðan. Auglýsingatekjurnar renni þá til stórfyrirtækja eins og Facebook eða Google. „Við erum líka að skoða fleiri aðgerðir. Er eitthvað annað sem getur komið til aðstoðar á markaðslegum forsendum vegna þess að við viljum heldur ekki að hið opinbera sé bara komið með þetta allt í fangið,“ sagði Lilja.
Fjölmiðlar Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira