Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2019 14:11 Mynd af konunni á sjúkrahúsi í gærkvöldi sem birt var á Facebook-síðu Rétts barna á flótta. Réttur barna á flótta „Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis um mál þungaðrar albanskrar konu sem flutt var úr landi í nótt ásamt fjölskyldu sinni. Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albönsku konnunar í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Konan er gengin tæpar 36 vikur á leið en í umræddu vottorði kemur fram að hún „ætti erfitt með langt flug“. Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær.Fit-to-fly vottorð Konunni var vísað úr landi snemma í morgun ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni og tveggja ára syni. Stjórnarmeðlimur félagasamtakanna Réttur barna á flótta, sem fylgdi konunni á Landspítalann í gærkvöldi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að byrjað hafi að blæða úr nefi konunnar í gærkvöldi og í kjölfarið var farið með hana á kvennadeild. Þar hefði heilbrigðisstarfsfólk skrifað upp á vottorð um að konan væri ekki tilbúin til að fljúga. Lögregla hafi hins vegar stuðst við svokallað „fit to fly“-vottorð frá geðlækni, sem konan hafi ekki kannast við að hafa nokkurn tímann hitt.Landlæknisembættið er að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur. Alma Möller er landlæknir.Konan, eiginmaður hennar og tveggja ára barn voru flutt úr landi með flugi Icelandair til Berlínar í Þýskalandi að því er Stundin greinir frá. „Við vitum eftir okkar upplýsingaöflun, meðal annars eftir að hafa rætt við starfsólk Landspítalans sem þekkir málið, að það blasir við að þarna er á ferðinni kona sem er í áhættuhópi. Hún býr við mikið félagslegt og líkamlegt álag verandi gengin næstum níu mánuði,“ segir Kjartan Hreinn.Koma í veg fyrir að svona gerist aftur Hann vísar til ráðlegginga sérfræðinga á þann veg að hún eigi ekki að fara um borð í flugvél. „En það verður raunin,“ segir Kjartan Hreinn. „Út af fyrir sig getur maður ekki annað en litið alvarlegum augum þegar ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna er ekki gefinn gaumur og ekki fylgt.“ Landlæknisembættið sé að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur. Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
„Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis um mál þungaðrar albanskrar konu sem flutt var úr landi í nótt ásamt fjölskyldu sinni. Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albönsku konnunar í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Konan er gengin tæpar 36 vikur á leið en í umræddu vottorði kemur fram að hún „ætti erfitt með langt flug“. Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær.Fit-to-fly vottorð Konunni var vísað úr landi snemma í morgun ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni og tveggja ára syni. Stjórnarmeðlimur félagasamtakanna Réttur barna á flótta, sem fylgdi konunni á Landspítalann í gærkvöldi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að byrjað hafi að blæða úr nefi konunnar í gærkvöldi og í kjölfarið var farið með hana á kvennadeild. Þar hefði heilbrigðisstarfsfólk skrifað upp á vottorð um að konan væri ekki tilbúin til að fljúga. Lögregla hafi hins vegar stuðst við svokallað „fit to fly“-vottorð frá geðlækni, sem konan hafi ekki kannast við að hafa nokkurn tímann hitt.Landlæknisembættið er að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur. Alma Möller er landlæknir.Konan, eiginmaður hennar og tveggja ára barn voru flutt úr landi með flugi Icelandair til Berlínar í Þýskalandi að því er Stundin greinir frá. „Við vitum eftir okkar upplýsingaöflun, meðal annars eftir að hafa rætt við starfsólk Landspítalans sem þekkir málið, að það blasir við að þarna er á ferðinni kona sem er í áhættuhópi. Hún býr við mikið félagslegt og líkamlegt álag verandi gengin næstum níu mánuði,“ segir Kjartan Hreinn.Koma í veg fyrir að svona gerist aftur Hann vísar til ráðlegginga sérfræðinga á þann veg að hún eigi ekki að fara um borð í flugvél. „En það verður raunin,“ segir Kjartan Hreinn. „Út af fyrir sig getur maður ekki annað en litið alvarlegum augum þegar ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna er ekki gefinn gaumur og ekki fylgt.“ Landlæknisembættið sé að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur.
Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03
Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15