Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2019 14:11 Mynd af konunni á sjúkrahúsi í gærkvöldi sem birt var á Facebook-síðu Rétts barna á flótta. Réttur barna á flótta „Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis um mál þungaðrar albanskrar konu sem flutt var úr landi í nótt ásamt fjölskyldu sinni. Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albönsku konnunar í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Konan er gengin tæpar 36 vikur á leið en í umræddu vottorði kemur fram að hún „ætti erfitt með langt flug“. Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær.Fit-to-fly vottorð Konunni var vísað úr landi snemma í morgun ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni og tveggja ára syni. Stjórnarmeðlimur félagasamtakanna Réttur barna á flótta, sem fylgdi konunni á Landspítalann í gærkvöldi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að byrjað hafi að blæða úr nefi konunnar í gærkvöldi og í kjölfarið var farið með hana á kvennadeild. Þar hefði heilbrigðisstarfsfólk skrifað upp á vottorð um að konan væri ekki tilbúin til að fljúga. Lögregla hafi hins vegar stuðst við svokallað „fit to fly“-vottorð frá geðlækni, sem konan hafi ekki kannast við að hafa nokkurn tímann hitt.Landlæknisembættið er að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur. Alma Möller er landlæknir.Konan, eiginmaður hennar og tveggja ára barn voru flutt úr landi með flugi Icelandair til Berlínar í Þýskalandi að því er Stundin greinir frá. „Við vitum eftir okkar upplýsingaöflun, meðal annars eftir að hafa rætt við starfsólk Landspítalans sem þekkir málið, að það blasir við að þarna er á ferðinni kona sem er í áhættuhópi. Hún býr við mikið félagslegt og líkamlegt álag verandi gengin næstum níu mánuði,“ segir Kjartan Hreinn.Koma í veg fyrir að svona gerist aftur Hann vísar til ráðlegginga sérfræðinga á þann veg að hún eigi ekki að fara um borð í flugvél. „En það verður raunin,“ segir Kjartan Hreinn. „Út af fyrir sig getur maður ekki annað en litið alvarlegum augum þegar ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna er ekki gefinn gaumur og ekki fylgt.“ Landlæknisembættið sé að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur. Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
„Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis um mál þungaðrar albanskrar konu sem flutt var úr landi í nótt ásamt fjölskyldu sinni. Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albönsku konnunar í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Konan er gengin tæpar 36 vikur á leið en í umræddu vottorði kemur fram að hún „ætti erfitt með langt flug“. Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær.Fit-to-fly vottorð Konunni var vísað úr landi snemma í morgun ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni og tveggja ára syni. Stjórnarmeðlimur félagasamtakanna Réttur barna á flótta, sem fylgdi konunni á Landspítalann í gærkvöldi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að byrjað hafi að blæða úr nefi konunnar í gærkvöldi og í kjölfarið var farið með hana á kvennadeild. Þar hefði heilbrigðisstarfsfólk skrifað upp á vottorð um að konan væri ekki tilbúin til að fljúga. Lögregla hafi hins vegar stuðst við svokallað „fit to fly“-vottorð frá geðlækni, sem konan hafi ekki kannast við að hafa nokkurn tímann hitt.Landlæknisembættið er að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur. Alma Möller er landlæknir.Konan, eiginmaður hennar og tveggja ára barn voru flutt úr landi með flugi Icelandair til Berlínar í Þýskalandi að því er Stundin greinir frá. „Við vitum eftir okkar upplýsingaöflun, meðal annars eftir að hafa rætt við starfsólk Landspítalans sem þekkir málið, að það blasir við að þarna er á ferðinni kona sem er í áhættuhópi. Hún býr við mikið félagslegt og líkamlegt álag verandi gengin næstum níu mánuði,“ segir Kjartan Hreinn.Koma í veg fyrir að svona gerist aftur Hann vísar til ráðlegginga sérfræðinga á þann veg að hún eigi ekki að fara um borð í flugvél. „En það verður raunin,“ segir Kjartan Hreinn. „Út af fyrir sig getur maður ekki annað en litið alvarlegum augum þegar ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna er ekki gefinn gaumur og ekki fylgt.“ Landlæknisembættið sé að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur.
Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03
Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15