Skima fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi til ársloka 2020 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2019 15:21 Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Fréttablaðið/Ernir Krabbameinsfélagið hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðuneytisins um að halda skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi áfram á Leitarstöð félagsins til ársloka 2020. Skrifað var skrifað undir samning við Sjúkratryggingar um framlenginguna á föstudag að því er segir í tilkynningu frá KÍ. Óvissa hefur ríkt um skipulag og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum eftir að heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í mars síðastliðnum að hún hygðist gera breytingar á skimuninni og fella hana undir opinbera þjónustu, til dæmis heilsugæsluna. „Árangursrík skimun fyrir krabbameinum byggir fyrst og fremst á sérhæfðri þekkingu fagfólks. Við lögðum til að samið yrði til lengri tíma, ekki síst til að auka starfsöryggi starfsfólksins sem hefur búið við mikið óöryggi í langan tíma vegna skammtímasamninga um þjónustuna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.Halda fagþekkingu í málaflokknum Krabbameinsfélagið leggur áherslu á að tryggja þurfi almenningi aðgengi að skimuninni þann tíma sem tekur heilbrigðisyfirvöld að útfæra og innleiða fyrirhugaðar breytingar. Tryggja þurfi að hvorki verði rof á þjónustu né að árangur dali. „Þar skiptir auðvitað höfuðmáli að halda fagþekkingu í málaflokknum, eins og bæði skimunarráð og landlæknir hafa talað um. Stjórnvöld höfnuðu boði okkar um lengri samning og vildu einungis semja til ársloka 2020. Þrátt fyrir það óöryggi sem það skapar, bæði í rekstri og fyrir starfsfólk, var ákveðið að fallast á enn einn skammtímasamninginn, þann áttunda frá árinu 2013, til að tryggja áframhaldandi aðgengi almennings að skimunni,“ segir Halla. Skimun sé viðkvæm þjónusta og ígrunda þurfi afar vel allar breytingar sem á henni verði. Vanda þurfi til eins og frekast er kostur ef vel eigi að takast. „Við treystum því að stjórnvöld tryggi áframhaldandi fagþekkingu í málaflokknum með því að tryggja áframhaldandi starfsöryggi þessa sérhæfða starfsfólks.“Ókeypis skimun – tvöföldun á þátttöku Krabbameinsfélagið hefur síðustu misseri staðið fyrir átaki til að hvetja konur til að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum. Hluti af átakinu er tilraunaverkefni og könnun sem félagið stendur fyrir árið 2019 þar sem það býður gjaldfrjálsa skimun fyrir konur sem eru boðaðar í krabbameinsleit fyrsta sinn. Fjöldi kvenna 23ja ára og 40 ára sem mættu í skimun á fyrstu fimm mánuðum ársins rúmlega tvöfaldaðist, miðað við sama tímabil í fyrra að því er segir í tilkynningunni. Stærstur hluti kvennanna, 95% 23ja ára kvenna og 70% 40 ára kvenna, segir að gjaldfrjáls skimun hafi hvatt þær til að taka þátt. Auk þess sögðu 23% yngri hópsins og 7% þess eldri að þær hefðu ekki mætt hefðu þær þurft að borga. Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Krabbameinsfélagið hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðuneytisins um að halda skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi áfram á Leitarstöð félagsins til ársloka 2020. Skrifað var skrifað undir samning við Sjúkratryggingar um framlenginguna á föstudag að því er segir í tilkynningu frá KÍ. Óvissa hefur ríkt um skipulag og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum eftir að heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í mars síðastliðnum að hún hygðist gera breytingar á skimuninni og fella hana undir opinbera þjónustu, til dæmis heilsugæsluna. „Árangursrík skimun fyrir krabbameinum byggir fyrst og fremst á sérhæfðri þekkingu fagfólks. Við lögðum til að samið yrði til lengri tíma, ekki síst til að auka starfsöryggi starfsfólksins sem hefur búið við mikið óöryggi í langan tíma vegna skammtímasamninga um þjónustuna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.Halda fagþekkingu í málaflokknum Krabbameinsfélagið leggur áherslu á að tryggja þurfi almenningi aðgengi að skimuninni þann tíma sem tekur heilbrigðisyfirvöld að útfæra og innleiða fyrirhugaðar breytingar. Tryggja þurfi að hvorki verði rof á þjónustu né að árangur dali. „Þar skiptir auðvitað höfuðmáli að halda fagþekkingu í málaflokknum, eins og bæði skimunarráð og landlæknir hafa talað um. Stjórnvöld höfnuðu boði okkar um lengri samning og vildu einungis semja til ársloka 2020. Þrátt fyrir það óöryggi sem það skapar, bæði í rekstri og fyrir starfsfólk, var ákveðið að fallast á enn einn skammtímasamninginn, þann áttunda frá árinu 2013, til að tryggja áframhaldandi aðgengi almennings að skimunni,“ segir Halla. Skimun sé viðkvæm þjónusta og ígrunda þurfi afar vel allar breytingar sem á henni verði. Vanda þurfi til eins og frekast er kostur ef vel eigi að takast. „Við treystum því að stjórnvöld tryggi áframhaldandi fagþekkingu í málaflokknum með því að tryggja áframhaldandi starfsöryggi þessa sérhæfða starfsfólks.“Ókeypis skimun – tvöföldun á þátttöku Krabbameinsfélagið hefur síðustu misseri staðið fyrir átaki til að hvetja konur til að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum. Hluti af átakinu er tilraunaverkefni og könnun sem félagið stendur fyrir árið 2019 þar sem það býður gjaldfrjálsa skimun fyrir konur sem eru boðaðar í krabbameinsleit fyrsta sinn. Fjöldi kvenna 23ja ára og 40 ára sem mættu í skimun á fyrstu fimm mánuðum ársins rúmlega tvöfaldaðist, miðað við sama tímabil í fyrra að því er segir í tilkynningunni. Stærstur hluti kvennanna, 95% 23ja ára kvenna og 70% 40 ára kvenna, segir að gjaldfrjáls skimun hafi hvatt þær til að taka þátt. Auk þess sögðu 23% yngri hópsins og 7% þess eldri að þær hefðu ekki mætt hefðu þær þurft að borga.
Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira