Segir einkennilegt að gera þurfi mál að barnaverndarmáli svo að þjónusta sé veitt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. september 2019 20:00 Dósent í félagsráðgjöf segir einkennilegt að gera þurfi mál að barnaverndarmáli svo að þjónusta sé veitt. Í vikunni tilkynnti móðir sig til barnaverndar en hún hafði beðið í fimm ár eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar. Í Fréttablaðinu í vikunni var greint frá móður sem hafði beðið í fimm ár eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð vegna ADHD og fylgiraskana. Fram kemur að mál stúlkunnar hafi verið á borði Reykjavíkurborgar og síðan Hafnarfjarðarbæ. Þau hafi sífellt verið send á milli staða og ekki fengið viðunandi þjónustu. Það hafi því verið örþrifaráð að tilkynna sig sjálfa til barnaverndar. Dósent í félagsráðgjöf segir einkennilegt að fólk þurfi að fara þessa leið til að fá viðunandi þjónustu. „Það er mjög eðlilegt að sveitarfélögin séu öflug í því að veita þá þjónustu sem nauðsynleg er,“ sagði Freydís Jóna Freysteinsdóttir, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Freydís hannaði fyrir nokkrum árum flokkunarkerfi fyrir Barnavernd. Tilgangur kerfisins er að flokka mál sem taka eigi til meðferðar. „Maður heyrði af því og maður varð var við það þegar maður var sjálfur að vinna við barnavernd að það var verið að setja mál þarna inn til þess að gera þau að barnaverndarmáli til þess að fá þjónustu,“ sagði Freydís. Í flokkunarkerfinu eru fjórir yfirflokkar og eru þeir meðal annars ofbeldi og vanræksla. Ef mál barns fellur ekki í flokk kerfisins er hreinlega ekki um barnaverndarmál að ræða. „Ef það passar ekki inn í, ef það er ekki um vanrækslu að ræða af einhverju tagi eða ofbeldi eða áhættuhegðun barns, að þá ætti ekki að flokka það sem barnaverndarmál. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk hafi aðgang að þeirri þjónustu sem það þarf þannig að það þurfi ekki að vera að fara þessa leið,“ sagði Freydís. Barnavernd Börn og uppeldi Hafnarfjörður Reykjavík Tengdar fréttir Móðir tilkynnti sig til barnaverndar Móðir ellefu ára stúlku í Hafnarfirði tilkynnti sjálfa sig til barnaverndar, í samráði við skólann sem stúlkan gengur í, eftir að hafa í fimm ár beðið eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð og eftirfylg 28. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Sjá meira
Dósent í félagsráðgjöf segir einkennilegt að gera þurfi mál að barnaverndarmáli svo að þjónusta sé veitt. Í vikunni tilkynnti móðir sig til barnaverndar en hún hafði beðið í fimm ár eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar. Í Fréttablaðinu í vikunni var greint frá móður sem hafði beðið í fimm ár eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð vegna ADHD og fylgiraskana. Fram kemur að mál stúlkunnar hafi verið á borði Reykjavíkurborgar og síðan Hafnarfjarðarbæ. Þau hafi sífellt verið send á milli staða og ekki fengið viðunandi þjónustu. Það hafi því verið örþrifaráð að tilkynna sig sjálfa til barnaverndar. Dósent í félagsráðgjöf segir einkennilegt að fólk þurfi að fara þessa leið til að fá viðunandi þjónustu. „Það er mjög eðlilegt að sveitarfélögin séu öflug í því að veita þá þjónustu sem nauðsynleg er,“ sagði Freydís Jóna Freysteinsdóttir, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Freydís hannaði fyrir nokkrum árum flokkunarkerfi fyrir Barnavernd. Tilgangur kerfisins er að flokka mál sem taka eigi til meðferðar. „Maður heyrði af því og maður varð var við það þegar maður var sjálfur að vinna við barnavernd að það var verið að setja mál þarna inn til þess að gera þau að barnaverndarmáli til þess að fá þjónustu,“ sagði Freydís. Í flokkunarkerfinu eru fjórir yfirflokkar og eru þeir meðal annars ofbeldi og vanræksla. Ef mál barns fellur ekki í flokk kerfisins er hreinlega ekki um barnaverndarmál að ræða. „Ef það passar ekki inn í, ef það er ekki um vanrækslu að ræða af einhverju tagi eða ofbeldi eða áhættuhegðun barns, að þá ætti ekki að flokka það sem barnaverndarmál. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk hafi aðgang að þeirri þjónustu sem það þarf þannig að það þurfi ekki að vera að fara þessa leið,“ sagði Freydís.
Barnavernd Börn og uppeldi Hafnarfjörður Reykjavík Tengdar fréttir Móðir tilkynnti sig til barnaverndar Móðir ellefu ára stúlku í Hafnarfirði tilkynnti sjálfa sig til barnaverndar, í samráði við skólann sem stúlkan gengur í, eftir að hafa í fimm ár beðið eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð og eftirfylg 28. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Sjá meira
Móðir tilkynnti sig til barnaverndar Móðir ellefu ára stúlku í Hafnarfirði tilkynnti sjálfa sig til barnaverndar, í samráði við skólann sem stúlkan gengur í, eftir að hafa í fimm ár beðið eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð og eftirfylg 28. ágúst 2019 06:00