Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2019 12:30 Hvalirnir voru fluttir á milli landa í sérútbúnum gámum. VÍSIR/VILHELM Mjaldrasysturnar eru komnar heim til Vestmannaeyja. Samskiptaleysi varð við annan hvalinn á leiðinni og erfiðlega gekk að koma honum um borð í Herjólf. Allt gekk þó vel að lokum og líður þeim nú vel í sérútbúinni landlaug og gæða sér þar á síld og loðnu. Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít komu heim til Vestmannaeyja á ellefta tímanum í gærkvöldi. Ferðalagið frá Kína tók um nítján klukkustundir og gekk vel heilt yfir, þrátt fyrir mikið stress. Frá Keflavík voru hvalirnir keyrðir Suðurstrandarveginn austur í Landeyjahöfn. „Þegar við vorum að nálgast Selfoss þá kom upp samskiptaleysi við annan hvalinn þannig ákveðið var að stoppa í smá stund og skoða og allt leit vel út,“ sagði Sigurjón Ingi Sigurðsson, verkefnastjóri hjá sérverkefnadeild TVG-Zimsen.Stoppað var til að kanna ástandið á hvölunum.Vísir/Magnús HlynurÞá var ákveðið að keyra til Landeyjahafnar í einum rykk. „Þegar við vorum að keyra inn í ferjuna þá leggst önnur þeirra á hliðina. Þannig að það var smá stress í mönnum fyrir ferðinni yfir, en þjálfararnir og fleiri fóru ofan í til hennar og héldu við hana alla leiðina til eyja,“ sagði Sigurjón Ingi. Langan tíma tók að koma hvalnum ofan í landlaugina en um leið og það tókst fór hún fljótt að borða og líður nú vel. Systurnar tvær eru á tiltölulega einföldu fæði að sögn Sigurjóns. Þær fá blöndu af síld og loðnu en dýrin borða um 30 kíló á dag. „Það er skemmtilegt frá því að segja að þar sem það var nú loðnubrestur á Íslandi þá var nú ekki auðvelt að nálgast loðnu, en ég held að ég hafi náð að finna fyrir þær tæpt tonn af loðnu eftir margar hringingar. Ég held að það sé það eina sem hafi verið til af loðnu hér á Íslandi,“ sagði Sigurjón Ingi. Litla-Grá og Litla-Hvít.Mynd/Sea life trust Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45 Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50 Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grár komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. 19. júní 2019 23:31 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Mjaldrasysturnar eru komnar heim til Vestmannaeyja. Samskiptaleysi varð við annan hvalinn á leiðinni og erfiðlega gekk að koma honum um borð í Herjólf. Allt gekk þó vel að lokum og líður þeim nú vel í sérútbúinni landlaug og gæða sér þar á síld og loðnu. Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít komu heim til Vestmannaeyja á ellefta tímanum í gærkvöldi. Ferðalagið frá Kína tók um nítján klukkustundir og gekk vel heilt yfir, þrátt fyrir mikið stress. Frá Keflavík voru hvalirnir keyrðir Suðurstrandarveginn austur í Landeyjahöfn. „Þegar við vorum að nálgast Selfoss þá kom upp samskiptaleysi við annan hvalinn þannig ákveðið var að stoppa í smá stund og skoða og allt leit vel út,“ sagði Sigurjón Ingi Sigurðsson, verkefnastjóri hjá sérverkefnadeild TVG-Zimsen.Stoppað var til að kanna ástandið á hvölunum.Vísir/Magnús HlynurÞá var ákveðið að keyra til Landeyjahafnar í einum rykk. „Þegar við vorum að keyra inn í ferjuna þá leggst önnur þeirra á hliðina. Þannig að það var smá stress í mönnum fyrir ferðinni yfir, en þjálfararnir og fleiri fóru ofan í til hennar og héldu við hana alla leiðina til eyja,“ sagði Sigurjón Ingi. Langan tíma tók að koma hvalnum ofan í landlaugina en um leið og það tókst fór hún fljótt að borða og líður nú vel. Systurnar tvær eru á tiltölulega einföldu fæði að sögn Sigurjóns. Þær fá blöndu af síld og loðnu en dýrin borða um 30 kíló á dag. „Það er skemmtilegt frá því að segja að þar sem það var nú loðnubrestur á Íslandi þá var nú ekki auðvelt að nálgast loðnu, en ég held að ég hafi náð að finna fyrir þær tæpt tonn af loðnu eftir margar hringingar. Ég held að það sé það eina sem hafi verið til af loðnu hér á Íslandi,“ sagði Sigurjón Ingi. Litla-Grá og Litla-Hvít.Mynd/Sea life trust
Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45 Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50 Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grár komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. 19. júní 2019 23:31 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15
Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45
Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50
Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grár komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. 19. júní 2019 23:31
Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35