Steingrímur harðorður áður en þingi var formlega frestað Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2019 20:30 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, gagnrýndi þróun þingstarfa undanfarnar vikur rétt áður en þingi var frestað nú á níunda tímanum. Vísir/vilhelm Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Þá var þingi frestað þangað til í lok ágúst þegar umræða um orkupakkann verður tekin aftur upp, samkvæmt samkomulagi við Miðflokkinn. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis gagnrýndi jafnframt lengd þingsins og álag á starfsfólki í aðdraganda þingloka áður en þingi var frestað nú í kvöld. Fjármálaáætlunin var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 16 en 10 þingmenn greiddu ekki atkvæði. Allar breytingartillögur minnihlutans voru felldar en báðar þingsályktunartillögur ríkisstjórnarinnar, þ.e. fjármálaáætlunin og fjármálastefnan, hafa verið umdeildar. Í dag kom til dæmis til snarpra orðaskipta á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Stjórnarliðar sökuðu Ágúst um að hafa í frammi villandi málflutning um endurskoðun á fjármálaáætlun og Ágúst sakaði stjórnarliða um að vilja drepa umræðunni á dreif.Helgi Bernódusson fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis tekur í hönd Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis þegar sá fyrrnefndi var kvaddur á lokadegi þingsins í kvöld.Skjáskot/AlþingiÞegar atkvæðagreiðslum um fjármálin lauk tók Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis til máls og þakkaði Helga Bernódussyni skrifstofustjóra Alþingis fyrir vel unnin störf en Helgi hættir sem skrifstofustjóri við lok þessa þings. Helgi var kallaður fram á gólf í þingsal og hann leystur út með blómvendi og lófaklappi úr þingsal.Ekki saklaus af „strákapörum hér á Alþingi“ Þá notaði Steingrímur tækifærið áður en þingi var frestað og gagnrýndi lengd þinghalds hér á landi, sem hann sagði langtum lengra en gengur og gerist í nágrannalöndum. „Þess vegna er réttmætt að varpa fram þeirri spurningu hvort hlutirnir þurfi áfram að vera svona,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist þó fullmeðvitaður um að hann væri ekki saklaus af „strákapörum hér á Alþingi,“ enda hafi hann oft verið í stjórnarandstöðu. Í framhaldinu sagði hann raunar engan í salnum vera með „hreint sakavottorð“ í þessum efnum. „Við getum ekki látið slíkt stöðva eðlilega og æskilega þróun þingstarfa alla 21. öldina. Við þurfum öll að standa saman um virðingu og sóma Alþingis en hvorutveggja getur aðeins verið áunnið,“ sagði Steingrímur. Þá sagði hann nauðsynlegt að fjölga starfsfólki á Alþingi miðað við hvernig álagið hafi verið undanfarna daga. „Það álag sem hefur verið á starfsfólki að undanförnu er mér áhyggjuefni,“ sagði Steingrímur. Þar má ætla að hann vísi að einhverju leyti í hinn langa aðdraganda sem var að þinglokum, m.a. vegna málþófs Miðflokksmanna um 3. orkupakkann en nokkrir þingmenn hafa sakað þá um að halda þinginu í gíslingu nú í vor. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom svo í ræðustól klukkan 20 mínútur yfir átta og frestaði þingi formlega til 28. ágúst næstkomandi með umboði frá forseta Íslands. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir „Áttu þetta að vera einhverjar leynitillögur?“ Til snarpra orðaskipta kom á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun á lokadegi þingsins í dag 20. júní 2019 16:04 Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00 Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Þá var þingi frestað þangað til í lok ágúst þegar umræða um orkupakkann verður tekin aftur upp, samkvæmt samkomulagi við Miðflokkinn. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis gagnrýndi jafnframt lengd þingsins og álag á starfsfólki í aðdraganda þingloka áður en þingi var frestað nú í kvöld. Fjármálaáætlunin var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 16 en 10 þingmenn greiddu ekki atkvæði. Allar breytingartillögur minnihlutans voru felldar en báðar þingsályktunartillögur ríkisstjórnarinnar, þ.e. fjármálaáætlunin og fjármálastefnan, hafa verið umdeildar. Í dag kom til dæmis til snarpra orðaskipta á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Stjórnarliðar sökuðu Ágúst um að hafa í frammi villandi málflutning um endurskoðun á fjármálaáætlun og Ágúst sakaði stjórnarliða um að vilja drepa umræðunni á dreif.Helgi Bernódusson fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis tekur í hönd Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis þegar sá fyrrnefndi var kvaddur á lokadegi þingsins í kvöld.Skjáskot/AlþingiÞegar atkvæðagreiðslum um fjármálin lauk tók Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis til máls og þakkaði Helga Bernódussyni skrifstofustjóra Alþingis fyrir vel unnin störf en Helgi hættir sem skrifstofustjóri við lok þessa þings. Helgi var kallaður fram á gólf í þingsal og hann leystur út með blómvendi og lófaklappi úr þingsal.Ekki saklaus af „strákapörum hér á Alþingi“ Þá notaði Steingrímur tækifærið áður en þingi var frestað og gagnrýndi lengd þinghalds hér á landi, sem hann sagði langtum lengra en gengur og gerist í nágrannalöndum. „Þess vegna er réttmætt að varpa fram þeirri spurningu hvort hlutirnir þurfi áfram að vera svona,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist þó fullmeðvitaður um að hann væri ekki saklaus af „strákapörum hér á Alþingi,“ enda hafi hann oft verið í stjórnarandstöðu. Í framhaldinu sagði hann raunar engan í salnum vera með „hreint sakavottorð“ í þessum efnum. „Við getum ekki látið slíkt stöðva eðlilega og æskilega þróun þingstarfa alla 21. öldina. Við þurfum öll að standa saman um virðingu og sóma Alþingis en hvorutveggja getur aðeins verið áunnið,“ sagði Steingrímur. Þá sagði hann nauðsynlegt að fjölga starfsfólki á Alþingi miðað við hvernig álagið hafi verið undanfarna daga. „Það álag sem hefur verið á starfsfólki að undanförnu er mér áhyggjuefni,“ sagði Steingrímur. Þar má ætla að hann vísi að einhverju leyti í hinn langa aðdraganda sem var að þinglokum, m.a. vegna málþófs Miðflokksmanna um 3. orkupakkann en nokkrir þingmenn hafa sakað þá um að halda þinginu í gíslingu nú í vor. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom svo í ræðustól klukkan 20 mínútur yfir átta og frestaði þingi formlega til 28. ágúst næstkomandi með umboði frá forseta Íslands.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir „Áttu þetta að vera einhverjar leynitillögur?“ Til snarpra orðaskipta kom á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun á lokadegi þingsins í dag 20. júní 2019 16:04 Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00 Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
„Áttu þetta að vera einhverjar leynitillögur?“ Til snarpra orðaskipta kom á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun á lokadegi þingsins í dag 20. júní 2019 16:04
Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00
Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59