Síðari umferð þristaveislu hafin á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2019 21:37 "Betsy's Biscuit Bomber“ ekið inn á flugstæðið í kvöld. Fyrir aftan sést í Pál Sveinsson. Vísir/KMU. Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. Laust upp úr klukkan átta í kvöld lenti C-47 þristurinn „Betsy's Biscuit Bomber“ og var honum lagt norðan við Loftleiðahótelið, skammt frá íslenska þristinum Páli Sveinssyni. Þetta er fimmti þristurinn sem millilendir í Reykjavík á bakaleiðinni frá Evrópu til Ameríku en sá fyrsti kom á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Í morgun mátti sjá tvo þrista ásamt Páli Sveinssyni á flugvellinum en þeir bandarísku héldu áfram för vestur um haf í hádeginu.Þessi flugvél er 75 ára gömul, var smíðuð árið 1944.Vísir/KMU.Alls er von á fimmtán þristum í gegnum Reykjavík þannig að enn eru tíu ókomnir. Engar staðfestar tímasetningar eru um komu þeirra. Norðlendingar fá líka sína flugveislu um helgina því áformað er að Páli Sveinssyni verði flogið norður til Akureyrar á morgun, föstudag, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Þar mun hann taka þátt í hinum árlega flugdegi Flugsafns Íslands á Akureyrarflugvelli á laugardag.Frá Akureyrarflugvelli. Árlegur flugdagur verður þar á laugardag.vísir/pjeturÁ sýningunni verður boðið upp á hópflug, listflug, flugbardaga, þyrluflug og flug Boeingþotu frá Icelandair. Landhelgisgæslan verður með öfluga sýningu og ýmsar minni flugvélar og einnig elsta flughæfa flugvél landsins munu fljúga, að því er segir í tilkynningu Flugsafnsins. Dagskráin hefst klukkan 13. Í upphafi munu flugmódelsmiðir fljúga fjarstýrðum flugvélum. Þær verða síðan til sýnis í Flugsafninu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr fyrri umferð þristaveislunnar í Reykjavík í síðasta mánuði: Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. 28. maí 2019 20:45 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. Laust upp úr klukkan átta í kvöld lenti C-47 þristurinn „Betsy's Biscuit Bomber“ og var honum lagt norðan við Loftleiðahótelið, skammt frá íslenska þristinum Páli Sveinssyni. Þetta er fimmti þristurinn sem millilendir í Reykjavík á bakaleiðinni frá Evrópu til Ameríku en sá fyrsti kom á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Í morgun mátti sjá tvo þrista ásamt Páli Sveinssyni á flugvellinum en þeir bandarísku héldu áfram för vestur um haf í hádeginu.Þessi flugvél er 75 ára gömul, var smíðuð árið 1944.Vísir/KMU.Alls er von á fimmtán þristum í gegnum Reykjavík þannig að enn eru tíu ókomnir. Engar staðfestar tímasetningar eru um komu þeirra. Norðlendingar fá líka sína flugveislu um helgina því áformað er að Páli Sveinssyni verði flogið norður til Akureyrar á morgun, föstudag, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Þar mun hann taka þátt í hinum árlega flugdegi Flugsafns Íslands á Akureyrarflugvelli á laugardag.Frá Akureyrarflugvelli. Árlegur flugdagur verður þar á laugardag.vísir/pjeturÁ sýningunni verður boðið upp á hópflug, listflug, flugbardaga, þyrluflug og flug Boeingþotu frá Icelandair. Landhelgisgæslan verður með öfluga sýningu og ýmsar minni flugvélar og einnig elsta flughæfa flugvél landsins munu fljúga, að því er segir í tilkynningu Flugsafnsins. Dagskráin hefst klukkan 13. Í upphafi munu flugmódelsmiðir fljúga fjarstýrðum flugvélum. Þær verða síðan til sýnis í Flugsafninu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr fyrri umferð þristaveislunnar í Reykjavík í síðasta mánuði:
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. 28. maí 2019 20:45 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15
Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. 28. maí 2019 20:45