Segir afrétti ónýta og vill banna lausagöngu búfjár Sveinn Arnarsson skrifar 4. apríl 2019 06:30 Árni nefndi dæmi um að Bárðdælaafréttur og Biskupstungnaafréttur væru í raun óbeitarhæfir. Landgræðslustjóri segir land hér ónýtt og rofið og að lausagöngu búfjár ætti að taka af með öllu. Íslenskur jarðvegur losaði frá sér kolefni sem væri óásættanlegt í baráttu okkar gegn hlýnun jarðar af völdum gróðurhúsalofttegunda. „Ég er svo sem ekkert að segja neinar nýjar fréttir en það hefur legið fyrir lengi að við eigum mikið af ónýtu og rofnu landi sem grasbítar eiga ekki heima á og beit á þannig landi er ósjálfbær,“ segir Árni. „Stór svæði hér á landi eru ekki hæf til beitar og við ættum að sjá sóma okkar í að banna beit á slíku landi.“Árni Bragason, fyrrverandi forstjóri Náttúruverndar ríkisins.Þetta kom fram í máli hans á fagráðstefnu um skógrækt. Árni nefndi dæmi um að Bárðdælaafréttur og Biskupstungnaafréttur væru í raun óbeitarhæfir. Hann vill banna beit á slíkum svæðum. „Það er alveg rétt að land er á mörgum stöðum í framför,“ segir Árni. „Hins vegar er það svo að við ættum að banna lausagöngu búfjár hér á landi því eigandi búfjár verður að bera ábyrgð á því fé sem hann á.“ Á tímum loftslagsbreytinga væri mikilvægt að átta sig á því að það jarðrask sem hefur átt sér stað í aldanna rás er ekki eðlilegt og að landið væri svona vegna beitar. Mætti sjá gríðarlega framför á stórum svæðum lands þar sem kindum hafi fækkað mikið síðustu ár. „Það sem verra er að rofið land er að skila frá sér kolefni. því skiptir það miklu máli að við hættum að reka fé á óbeitarhæft land,“ segir Árni ennfremur og bætir við: „Það sem skiptir líka svo miklu máli að landið eins og það er núna er ekki náttúrulegt. Það að sjá ekki stingandi strá á stórum svæðum er vegna beitar í langan tíma. Sá gróður og sá jarðvegur sem var áður er fokinn í burtu.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Sjá meira
Landgræðslustjóri segir land hér ónýtt og rofið og að lausagöngu búfjár ætti að taka af með öllu. Íslenskur jarðvegur losaði frá sér kolefni sem væri óásættanlegt í baráttu okkar gegn hlýnun jarðar af völdum gróðurhúsalofttegunda. „Ég er svo sem ekkert að segja neinar nýjar fréttir en það hefur legið fyrir lengi að við eigum mikið af ónýtu og rofnu landi sem grasbítar eiga ekki heima á og beit á þannig landi er ósjálfbær,“ segir Árni. „Stór svæði hér á landi eru ekki hæf til beitar og við ættum að sjá sóma okkar í að banna beit á slíku landi.“Árni Bragason, fyrrverandi forstjóri Náttúruverndar ríkisins.Þetta kom fram í máli hans á fagráðstefnu um skógrækt. Árni nefndi dæmi um að Bárðdælaafréttur og Biskupstungnaafréttur væru í raun óbeitarhæfir. Hann vill banna beit á slíkum svæðum. „Það er alveg rétt að land er á mörgum stöðum í framför,“ segir Árni. „Hins vegar er það svo að við ættum að banna lausagöngu búfjár hér á landi því eigandi búfjár verður að bera ábyrgð á því fé sem hann á.“ Á tímum loftslagsbreytinga væri mikilvægt að átta sig á því að það jarðrask sem hefur átt sér stað í aldanna rás er ekki eðlilegt og að landið væri svona vegna beitar. Mætti sjá gríðarlega framför á stórum svæðum lands þar sem kindum hafi fækkað mikið síðustu ár. „Það sem verra er að rofið land er að skila frá sér kolefni. því skiptir það miklu máli að við hættum að reka fé á óbeitarhæft land,“ segir Árni ennfremur og bætir við: „Það sem skiptir líka svo miklu máli að landið eins og það er núna er ekki náttúrulegt. Það að sjá ekki stingandi strá á stórum svæðum er vegna beitar í langan tíma. Sá gróður og sá jarðvegur sem var áður er fokinn í burtu.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Sjá meira