Sagði mótleikaranum að hætta að væla yfir því að hafa þurft að vinna á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. apríl 2019 15:06 Kit Harrington og Emilia Clarke leika lykilhlutverk í þáttunum Vísir/HBO Emilia Clarke, sem leikur Daenerys Targaryen í Game of Throns þáttunum sívinsælu sagði Kit Harrington, mótleikara hennar sem leikur Jon Snow, að hætta að væla yfir því að hafa þurft að taka upp atriði fyrir þættina í kuldanum á Íslandi. Aðrir leikarar hafi ekki haft það mikið betra en hann. Harrington mætti í þáttinn hjá Stephen Colbert í síðasta mánuði þar sem hann kvartaði yfir því að hafa þurft að vera í rigningu og kulda við tökur þáttanna á meðan aðrir leikarar hafi meðal annars fengið að vera í Króatíu við tökur, í töluvert mildara loftslagi. Sem kunnugt er hafa fjölmörg atriði þáttanna verið tekin upp hér á landi og hefur Harrington verið fastagestur hér á landi, enda gerist margt af því sem hann er að bauka í þáttunum í kuldanum í norðrinu í Game of Thrones-heiminum.Sjá einnig: Game of Thrones upprifjun - Hvar eru þau og hvað eru þau að gera? Emilia Clarke var spurð um þetta af Colbert er hún mætti til hans í vikunni. Hún afskrifaði ummæli Harringon sem óttalegt væl. Hún hefði ekkert haft það betra en hann. „Það er kalt á Íslandi en tökudagarnir eru stuttir vegna þess að það eru bara bjart í fjóra tíma,“ sagði Clarke. „Ég er hins vegar í námu á Möltu í svona hundrað stiga hita. Það leið yfir mig yfir í hverri þáttaröð vegna þess að ég er með hárkollu ofan á mínu eigin hári,“ sagði Clarke. Vinnudagarnir hjá henni hefðu til að mynda verið töluvert lengri en hjá Harrington. „En hann er alltaf að kvarta yfir því að hann hafi dregið stutta stráið en hann var byrjaður að drekka klukkan tvö á daginn. Við vorum í námu til klukkan ellefu á kvöldin biðjandi sólina um að setjast,“ sagði Clarke að lokum Það styttist í að lokaþáttaröð þáttanna hefjist en búist er við að persónur Harrington og Clarke muni leika lykilhlutverk í síðustu þáttaröðinni.Sjá má viðtölin við Clarke og Harrington hér að neðan. Game of Thrones Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Emilia Clarke, sem leikur Daenerys Targaryen í Game of Throns þáttunum sívinsælu sagði Kit Harrington, mótleikara hennar sem leikur Jon Snow, að hætta að væla yfir því að hafa þurft að taka upp atriði fyrir þættina í kuldanum á Íslandi. Aðrir leikarar hafi ekki haft það mikið betra en hann. Harrington mætti í þáttinn hjá Stephen Colbert í síðasta mánuði þar sem hann kvartaði yfir því að hafa þurft að vera í rigningu og kulda við tökur þáttanna á meðan aðrir leikarar hafi meðal annars fengið að vera í Króatíu við tökur, í töluvert mildara loftslagi. Sem kunnugt er hafa fjölmörg atriði þáttanna verið tekin upp hér á landi og hefur Harrington verið fastagestur hér á landi, enda gerist margt af því sem hann er að bauka í þáttunum í kuldanum í norðrinu í Game of Thrones-heiminum.Sjá einnig: Game of Thrones upprifjun - Hvar eru þau og hvað eru þau að gera? Emilia Clarke var spurð um þetta af Colbert er hún mætti til hans í vikunni. Hún afskrifaði ummæli Harringon sem óttalegt væl. Hún hefði ekkert haft það betra en hann. „Það er kalt á Íslandi en tökudagarnir eru stuttir vegna þess að það eru bara bjart í fjóra tíma,“ sagði Clarke. „Ég er hins vegar í námu á Möltu í svona hundrað stiga hita. Það leið yfir mig yfir í hverri þáttaröð vegna þess að ég er með hárkollu ofan á mínu eigin hári,“ sagði Clarke. Vinnudagarnir hjá henni hefðu til að mynda verið töluvert lengri en hjá Harrington. „En hann er alltaf að kvarta yfir því að hann hafi dregið stutta stráið en hann var byrjaður að drekka klukkan tvö á daginn. Við vorum í námu til klukkan ellefu á kvöldin biðjandi sólina um að setjast,“ sagði Clarke að lokum Það styttist í að lokaþáttaröð þáttanna hefjist en búist er við að persónur Harrington og Clarke muni leika lykilhlutverk í síðustu þáttaröðinni.Sjá má viðtölin við Clarke og Harrington hér að neðan.
Game of Thrones Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira