Sagði mótleikaranum að hætta að væla yfir því að hafa þurft að vinna á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. apríl 2019 15:06 Kit Harrington og Emilia Clarke leika lykilhlutverk í þáttunum Vísir/HBO Emilia Clarke, sem leikur Daenerys Targaryen í Game of Throns þáttunum sívinsælu sagði Kit Harrington, mótleikara hennar sem leikur Jon Snow, að hætta að væla yfir því að hafa þurft að taka upp atriði fyrir þættina í kuldanum á Íslandi. Aðrir leikarar hafi ekki haft það mikið betra en hann. Harrington mætti í þáttinn hjá Stephen Colbert í síðasta mánuði þar sem hann kvartaði yfir því að hafa þurft að vera í rigningu og kulda við tökur þáttanna á meðan aðrir leikarar hafi meðal annars fengið að vera í Króatíu við tökur, í töluvert mildara loftslagi. Sem kunnugt er hafa fjölmörg atriði þáttanna verið tekin upp hér á landi og hefur Harrington verið fastagestur hér á landi, enda gerist margt af því sem hann er að bauka í þáttunum í kuldanum í norðrinu í Game of Thrones-heiminum.Sjá einnig: Game of Thrones upprifjun - Hvar eru þau og hvað eru þau að gera? Emilia Clarke var spurð um þetta af Colbert er hún mætti til hans í vikunni. Hún afskrifaði ummæli Harringon sem óttalegt væl. Hún hefði ekkert haft það betra en hann. „Það er kalt á Íslandi en tökudagarnir eru stuttir vegna þess að það eru bara bjart í fjóra tíma,“ sagði Clarke. „Ég er hins vegar í námu á Möltu í svona hundrað stiga hita. Það leið yfir mig yfir í hverri þáttaröð vegna þess að ég er með hárkollu ofan á mínu eigin hári,“ sagði Clarke. Vinnudagarnir hjá henni hefðu til að mynda verið töluvert lengri en hjá Harrington. „En hann er alltaf að kvarta yfir því að hann hafi dregið stutta stráið en hann var byrjaður að drekka klukkan tvö á daginn. Við vorum í námu til klukkan ellefu á kvöldin biðjandi sólina um að setjast,“ sagði Clarke að lokum Það styttist í að lokaþáttaröð þáttanna hefjist en búist er við að persónur Harrington og Clarke muni leika lykilhlutverk í síðustu þáttaröðinni.Sjá má viðtölin við Clarke og Harrington hér að neðan. Game of Thrones Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Sjá meira
Emilia Clarke, sem leikur Daenerys Targaryen í Game of Throns þáttunum sívinsælu sagði Kit Harrington, mótleikara hennar sem leikur Jon Snow, að hætta að væla yfir því að hafa þurft að taka upp atriði fyrir þættina í kuldanum á Íslandi. Aðrir leikarar hafi ekki haft það mikið betra en hann. Harrington mætti í þáttinn hjá Stephen Colbert í síðasta mánuði þar sem hann kvartaði yfir því að hafa þurft að vera í rigningu og kulda við tökur þáttanna á meðan aðrir leikarar hafi meðal annars fengið að vera í Króatíu við tökur, í töluvert mildara loftslagi. Sem kunnugt er hafa fjölmörg atriði þáttanna verið tekin upp hér á landi og hefur Harrington verið fastagestur hér á landi, enda gerist margt af því sem hann er að bauka í þáttunum í kuldanum í norðrinu í Game of Thrones-heiminum.Sjá einnig: Game of Thrones upprifjun - Hvar eru þau og hvað eru þau að gera? Emilia Clarke var spurð um þetta af Colbert er hún mætti til hans í vikunni. Hún afskrifaði ummæli Harringon sem óttalegt væl. Hún hefði ekkert haft það betra en hann. „Það er kalt á Íslandi en tökudagarnir eru stuttir vegna þess að það eru bara bjart í fjóra tíma,“ sagði Clarke. „Ég er hins vegar í námu á Möltu í svona hundrað stiga hita. Það leið yfir mig yfir í hverri þáttaröð vegna þess að ég er með hárkollu ofan á mínu eigin hári,“ sagði Clarke. Vinnudagarnir hjá henni hefðu til að mynda verið töluvert lengri en hjá Harrington. „En hann er alltaf að kvarta yfir því að hann hafi dregið stutta stráið en hann var byrjaður að drekka klukkan tvö á daginn. Við vorum í námu til klukkan ellefu á kvöldin biðjandi sólina um að setjast,“ sagði Clarke að lokum Það styttist í að lokaþáttaröð þáttanna hefjist en búist er við að persónur Harrington og Clarke muni leika lykilhlutverk í síðustu þáttaröðinni.Sjá má viðtölin við Clarke og Harrington hér að neðan.
Game of Thrones Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Sjá meira