Telur verkfræðinga tilbúna að taka á sig hlutfallslega lægri launahækkun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 15:51 Kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Kjarasamningar á opinbera markaðnum eru lausir og verkfræðingar eru á meðal þeirra sem eiga eftir að semja. Birkir Hrafn Jóakimsson er formaður kjaradeildar VFÍ. Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. Hann tekur þó fram að stjórn kjaradeildarinnar hafi ekki fundað eftir að kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum voru undirritaðir í gær og að enn eigi eftir að ræða við bakland félagsins. Þetta sé hins vegar hans skoðun og tilfinning fyrir málinu. Samningar hjá verkfræðingum sem starfa í opinbera geiranum, það er hjá ríki, borg og sveitarfélögum, losnuðu um síðustu mánaðamót. Samningar aðildarfélaga BHM á opinbera markaðnum losnuðu þá einnig en Verkfræðingafélag Íslands stendur utan BHM. Birkir segir að viðræður séu ekki hafnar við samningsaðila félagsins á opinbera markaðnum. „Við höfum aldrei byrjað fyrr en stóru samningarnir hafa verið afstaðnir. En við erum í startholunum, það er búið að skipa í allar samninganefndir og slíkt,“ segir Birkir en enn er verið að vinna í kröfugerðinni. Birkir segir að nú sé í raun einn kjarasamningur laus hjá verkfræðingum en hver og ein stofnun geri síðan stofnanasamning. Þeir séu þó ekki endilega að renna út þó að kjarasamningar losni enda séu þeir gjarnan ótímabundnir.Tímabært að gera samning þar sem hlutur þeirra lægst launuðu sé réttur Samkvæmt samningunum sem undirritaðir voru í gær hækka laun samkvæmt krónutölu en ekki prósentustigum eins og verið hefur venjan í kjarasamningum hérlendis. Krónutöluhækkanirnar þýða að þeir sem lægstu launin hafa hækka hlutfallslega meira í launum en þeir sem hafa hærri tekjur. Verkfræðingar eru ekki á meðal tekjulægstu hópa samfélagsins. Aðspurður hvort að félagsmenn muni því sætta sig mögulega við það fá hlutfallslega lægri hækkun launa í nýjum kjarasamningum sé mið tekið af samningunum sem undirritaðir voru í gær segir Birkir: „Við höfum ekki fundað eftir að þessir samningar voru undirritaðir þannig að þetta er meira mín persónulega skoðun. En í fljótu bragði þá finnst mér tímabært að gera svona samning, það er að það sé aðeins verið að rétta hlut þeirra lægst launuðu. Ef það er hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun þá held ég að sé fólk tilbúið í það.“ Birkir bendir jafnframt á að nýndirritaðir samningar virðast snúast um meira en launahækkanir. „Þetta virðist mikið til réttindasamningur, til að mynda hvað varðar vinnutímastyttingu, þannig að þetta virðist vera miklu víðtækari samningur en bara um launahækkanirnar,“ segir Birkir. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15 Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. 4. apríl 2019 08:45 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. Hann tekur þó fram að stjórn kjaradeildarinnar hafi ekki fundað eftir að kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum voru undirritaðir í gær og að enn eigi eftir að ræða við bakland félagsins. Þetta sé hins vegar hans skoðun og tilfinning fyrir málinu. Samningar hjá verkfræðingum sem starfa í opinbera geiranum, það er hjá ríki, borg og sveitarfélögum, losnuðu um síðustu mánaðamót. Samningar aðildarfélaga BHM á opinbera markaðnum losnuðu þá einnig en Verkfræðingafélag Íslands stendur utan BHM. Birkir segir að viðræður séu ekki hafnar við samningsaðila félagsins á opinbera markaðnum. „Við höfum aldrei byrjað fyrr en stóru samningarnir hafa verið afstaðnir. En við erum í startholunum, það er búið að skipa í allar samninganefndir og slíkt,“ segir Birkir en enn er verið að vinna í kröfugerðinni. Birkir segir að nú sé í raun einn kjarasamningur laus hjá verkfræðingum en hver og ein stofnun geri síðan stofnanasamning. Þeir séu þó ekki endilega að renna út þó að kjarasamningar losni enda séu þeir gjarnan ótímabundnir.Tímabært að gera samning þar sem hlutur þeirra lægst launuðu sé réttur Samkvæmt samningunum sem undirritaðir voru í gær hækka laun samkvæmt krónutölu en ekki prósentustigum eins og verið hefur venjan í kjarasamningum hérlendis. Krónutöluhækkanirnar þýða að þeir sem lægstu launin hafa hækka hlutfallslega meira í launum en þeir sem hafa hærri tekjur. Verkfræðingar eru ekki á meðal tekjulægstu hópa samfélagsins. Aðspurður hvort að félagsmenn muni því sætta sig mögulega við það fá hlutfallslega lægri hækkun launa í nýjum kjarasamningum sé mið tekið af samningunum sem undirritaðir voru í gær segir Birkir: „Við höfum ekki fundað eftir að þessir samningar voru undirritaðir þannig að þetta er meira mín persónulega skoðun. En í fljótu bragði þá finnst mér tímabært að gera svona samning, það er að það sé aðeins verið að rétta hlut þeirra lægst launuðu. Ef það er hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun þá held ég að sé fólk tilbúið í það.“ Birkir bendir jafnframt á að nýndirritaðir samningar virðast snúast um meira en launahækkanir. „Þetta virðist mikið til réttindasamningur, til að mynda hvað varðar vinnutímastyttingu, þannig að þetta virðist vera miklu víðtækari samningur en bara um launahækkanirnar,“ segir Birkir.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15 Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. 4. apríl 2019 08:45 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57
Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15
Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. 4. apríl 2019 08:45