Ætla að ræða við hverja og eina fjölskyldu í Grímsey vegna stöðunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2019 13:17 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri segir málið vera mikið áhyggjuefni. Sala á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. eru afar slæmar fréttir fyrir byggðina í Grímsey því með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segir að bæjaryfirvöld muni á næstu dögum ræða við íbúa Grímseyjar og taka ákvarðanir í framhaldi af því. „Við munum fyrst ræða við hverja og eina fjölskyldu og væntanlega blása til íbúafundar. Þá sjáum við betur hver vilji íbúanna er og hvað við gerum í framhaldinu,“ segir Halla Björk. Hingað til hefur þessi nyrsta mannabyggð Íslands byggt afkomu sína á sjávarútvegi. Aðspurð hvort endurskoða þurfi atvinnumál eyjunnar segir Halla Björk. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð akkúrat núna en það hefur þarna aðeins verið að þróast þarna ferðaþjónusta og það er spurning hvaða tækifæri við sjáum í því í framhaldinu og eins með sjávarútveginn, hvað verður núna næstu mánuði.“ Er eitthvað sem bæjaryfirvöld geta gert til að bregðast við stöðunni? „Það er ýmislegt sem við getum gert. Við höfum verið að vinna í þessu verkefni brotthættar byggðir með byggðastofnun og þar hafa komið fram ýmsar hugmyndir sem hefur verið unnið að á síðustu árum. Í framhaldinu getum við brugðist við með ýmsum hætti en fyrst og fremst þurfum við náttúrulega að heyra hver vilji íbúanna er.“ „Þetta er vissulega áhyggjuefni. Við sem bæjarstjórn, höfum áhyggjur af stöðunni en eins og ég hef sagt áður að öllum breytingum fylgja einhver tækifæri og við verðum bara að horfa á þau og bregðast síðan við.“ Akureyri Grímsey Sjávarútvegur Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Klósettkrísa í Grímsey Íbúar í Grímsey vilja úrbætur á salernismálum. 29. maí 2018 13:09 Segir forréttindi að fá að búa í Grímsey Ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. 10. mars 2018 20:35 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Verði að opna á samtöl við Norðurlönd um lækna Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Sjá meira
Sala á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. eru afar slæmar fréttir fyrir byggðina í Grímsey því með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segir að bæjaryfirvöld muni á næstu dögum ræða við íbúa Grímseyjar og taka ákvarðanir í framhaldi af því. „Við munum fyrst ræða við hverja og eina fjölskyldu og væntanlega blása til íbúafundar. Þá sjáum við betur hver vilji íbúanna er og hvað við gerum í framhaldinu,“ segir Halla Björk. Hingað til hefur þessi nyrsta mannabyggð Íslands byggt afkomu sína á sjávarútvegi. Aðspurð hvort endurskoða þurfi atvinnumál eyjunnar segir Halla Björk. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð akkúrat núna en það hefur þarna aðeins verið að þróast þarna ferðaþjónusta og það er spurning hvaða tækifæri við sjáum í því í framhaldinu og eins með sjávarútveginn, hvað verður núna næstu mánuði.“ Er eitthvað sem bæjaryfirvöld geta gert til að bregðast við stöðunni? „Það er ýmislegt sem við getum gert. Við höfum verið að vinna í þessu verkefni brotthættar byggðir með byggðastofnun og þar hafa komið fram ýmsar hugmyndir sem hefur verið unnið að á síðustu árum. Í framhaldinu getum við brugðist við með ýmsum hætti en fyrst og fremst þurfum við náttúrulega að heyra hver vilji íbúanna er.“ „Þetta er vissulega áhyggjuefni. Við sem bæjarstjórn, höfum áhyggjur af stöðunni en eins og ég hef sagt áður að öllum breytingum fylgja einhver tækifæri og við verðum bara að horfa á þau og bregðast síðan við.“
Akureyri Grímsey Sjávarútvegur Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Klósettkrísa í Grímsey Íbúar í Grímsey vilja úrbætur á salernismálum. 29. maí 2018 13:09 Segir forréttindi að fá að búa í Grímsey Ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. 10. mars 2018 20:35 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Verði að opna á samtöl við Norðurlönd um lækna Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Sjá meira
Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00
Segir forréttindi að fá að búa í Grímsey Ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. 10. mars 2018 20:35