Segir forréttindi að fá að búa í Grímsey Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. mars 2018 20:35 Jóhannes Henningsson útgerðarmaður í Grímsey. Mynd/Stöð 2 Raunveruleg hætta er á að íbúabyggð í Grímsey geti lagst af haldi íbúum áfram að fækka og áfram verði skorið niður í aflaheimildum. Íbúar sem búa í eyjunni allt árið um kring vilja blása til sóknar. Mikil fólksfækkun hefur verið í Grímsey á undanförnum árum þó sérstaklega frá aldamótum en þá voru 98 einstaklingar skráðir með lögheimili í eyjunni. Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofu Íslands voru þeir færri en 70 í loks árs 2016. Þeir eru svo enn færri sem hafa fasta búsetu í eyjunni allt árið um kring. Þrátt fyrir þessa fækkun eru íbúar bjartsýnir á framhaldið hvað varðar búsetu og atvinnuþróun. „Auðvitað eru menn bjartsýnir, það þýðir ekkert annað, menn verða bara að vera það,“ segir Jóhannes Henningsson útgerðarmaður í Grímsey. Hann segir að lífið í þar sé gott. „Ég myndi segja að það séu bara forréttindi að fá að búa hérna.“Miklu meira líf áður fyrr Grímsey er einn átta byggðarkjarna sem flokkast sem „Brothætt byggð“ sem Byggðastofnun hefur haldið þétt utan um vegna þeirra þróunar sem hefur átt sér stað varðandi fólksfækkun og þverrandi atvinnutækifæri. Verkefnið í eyjunni er nefnt Glæðum Grímsey. Grímsey sameinaðist Akureyrarbæ árið 2009 en í áratugi var Bjarni Reykjalín Magnússon, hreppstjóri í eyjunni. „Þetta var miklu meira líf þá heldur en núna. Maður finnur orðið mikið fyrir því, þetta er orðið miklu færra,“ segir Bjarni. Bjarni segir að Grímseyingar hafi verið flestir þegar seinni heimsstyrjöldin byrjaði, þá voru þar kannski í kringum 140 íbúar. „Þetta var ömurlegt þegar það voru kannski þrjár vikur á milli ferða eins og þegar ég var ungur maður.“ Halla Ingólfsdóttir ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. „Ég vil meina að það sé hægt og það sé allavega þess virði að reyna það.“ Grímsey Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Jarðskjálftahrina við Grímsey: Stærstu skjálftarnir eins og keyrt sé á húsið Íbúar í Grímsey taka jarðhræringum í og við eyjuna af æðruleysi og stressa sig ekkert endilega á því þó að talað sé um að stærri skjálfti geti orðið. 22. febrúar 2018 22:00 Óvissustigi aflétt vegna jarðskjálfta í Grímsey Eftir sem áður mun Veðurstofan halda áfram að vakta jarðskjálftavirkni á og við Ísland og upplýsa almannavarnir eftir því sem tilefni er til. 1. mars 2018 15:56 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Raunveruleg hætta er á að íbúabyggð í Grímsey geti lagst af haldi íbúum áfram að fækka og áfram verði skorið niður í aflaheimildum. Íbúar sem búa í eyjunni allt árið um kring vilja blása til sóknar. Mikil fólksfækkun hefur verið í Grímsey á undanförnum árum þó sérstaklega frá aldamótum en þá voru 98 einstaklingar skráðir með lögheimili í eyjunni. Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofu Íslands voru þeir færri en 70 í loks árs 2016. Þeir eru svo enn færri sem hafa fasta búsetu í eyjunni allt árið um kring. Þrátt fyrir þessa fækkun eru íbúar bjartsýnir á framhaldið hvað varðar búsetu og atvinnuþróun. „Auðvitað eru menn bjartsýnir, það þýðir ekkert annað, menn verða bara að vera það,“ segir Jóhannes Henningsson útgerðarmaður í Grímsey. Hann segir að lífið í þar sé gott. „Ég myndi segja að það séu bara forréttindi að fá að búa hérna.“Miklu meira líf áður fyrr Grímsey er einn átta byggðarkjarna sem flokkast sem „Brothætt byggð“ sem Byggðastofnun hefur haldið þétt utan um vegna þeirra þróunar sem hefur átt sér stað varðandi fólksfækkun og þverrandi atvinnutækifæri. Verkefnið í eyjunni er nefnt Glæðum Grímsey. Grímsey sameinaðist Akureyrarbæ árið 2009 en í áratugi var Bjarni Reykjalín Magnússon, hreppstjóri í eyjunni. „Þetta var miklu meira líf þá heldur en núna. Maður finnur orðið mikið fyrir því, þetta er orðið miklu færra,“ segir Bjarni. Bjarni segir að Grímseyingar hafi verið flestir þegar seinni heimsstyrjöldin byrjaði, þá voru þar kannski í kringum 140 íbúar. „Þetta var ömurlegt þegar það voru kannski þrjár vikur á milli ferða eins og þegar ég var ungur maður.“ Halla Ingólfsdóttir ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. „Ég vil meina að það sé hægt og það sé allavega þess virði að reyna það.“
Grímsey Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Jarðskjálftahrina við Grímsey: Stærstu skjálftarnir eins og keyrt sé á húsið Íbúar í Grímsey taka jarðhræringum í og við eyjuna af æðruleysi og stressa sig ekkert endilega á því þó að talað sé um að stærri skjálfti geti orðið. 22. febrúar 2018 22:00 Óvissustigi aflétt vegna jarðskjálfta í Grímsey Eftir sem áður mun Veðurstofan halda áfram að vakta jarðskjálftavirkni á og við Ísland og upplýsa almannavarnir eftir því sem tilefni er til. 1. mars 2018 15:56 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00
Jarðskjálftahrina við Grímsey: Stærstu skjálftarnir eins og keyrt sé á húsið Íbúar í Grímsey taka jarðhræringum í og við eyjuna af æðruleysi og stressa sig ekkert endilega á því þó að talað sé um að stærri skjálfti geti orðið. 22. febrúar 2018 22:00
Óvissustigi aflétt vegna jarðskjálfta í Grímsey Eftir sem áður mun Veðurstofan halda áfram að vakta jarðskjálftavirkni á og við Ísland og upplýsa almannavarnir eftir því sem tilefni er til. 1. mars 2018 15:56