Demókratar tókust á um heilbrigðismál Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. október 2019 18:45 Frambjóðendur í prófkjöri Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar tókust á í kappræðum í nótt. Heilbrigðismálin voru í fyrirrúmi eins og í fyrri kappræðum. Demókratar hafa skipt sér í tvær fylkingar í heilbrigðismálum. Frambjóðendur á borð við Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vilja auka aðkomu ríkisins að sjúkratryggingum og gera öllum kleyft að tryggja sig hjá hinu opinbera. Öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, sem mælast með næst- og þriðja mest fylgi á eftir Biden, vilja hins vegar að sjúkratryggingar verði eingöngu á vegum hins opinbera. Biden skaut á Sanders og Warren fyrir hugmyndir sínar. Sagði að áætlanir þeirra myndu kosta Bandaríkin þrjátíu billjónir dala á tíu ára tímabili. Spurði hann því hvaðan peningarnir ættu að koma. Sanders sagðist aftur á móti þreyttur á því að sjá fólk koma kerfinu til varnar. „Þetta er bilað kerfi og grimmilegt. 87 milljónir eru án tryggingar, 30 þúsund deyja ár hvert og 500 þúsund verða gjaldþrota. Og hvers vegna? Vegna þess þau fengu krabbamein.“ Warren vék sér undan spurningum um hvort hennar stefna fæli í sér skattahækkanir. Sagðist þó lofa því að undirrita engin frumvörp sem myndu auka útgjöld millistéttarfjölskyldna. Sanders var einnig spurður um heilsu sína, eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrr í mánuðinum. „Við verðum í mikilli kosningabaráttu um allt land. Þannig mun ég fullvissa almenning um að ég er heill heilsu.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Frambjóðendur í prófkjöri Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar tókust á í kappræðum í nótt. Heilbrigðismálin voru í fyrirrúmi eins og í fyrri kappræðum. Demókratar hafa skipt sér í tvær fylkingar í heilbrigðismálum. Frambjóðendur á borð við Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vilja auka aðkomu ríkisins að sjúkratryggingum og gera öllum kleyft að tryggja sig hjá hinu opinbera. Öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, sem mælast með næst- og þriðja mest fylgi á eftir Biden, vilja hins vegar að sjúkratryggingar verði eingöngu á vegum hins opinbera. Biden skaut á Sanders og Warren fyrir hugmyndir sínar. Sagði að áætlanir þeirra myndu kosta Bandaríkin þrjátíu billjónir dala á tíu ára tímabili. Spurði hann því hvaðan peningarnir ættu að koma. Sanders sagðist aftur á móti þreyttur á því að sjá fólk koma kerfinu til varnar. „Þetta er bilað kerfi og grimmilegt. 87 milljónir eru án tryggingar, 30 þúsund deyja ár hvert og 500 þúsund verða gjaldþrota. Og hvers vegna? Vegna þess þau fengu krabbamein.“ Warren vék sér undan spurningum um hvort hennar stefna fæli í sér skattahækkanir. Sagðist þó lofa því að undirrita engin frumvörp sem myndu auka útgjöld millistéttarfjölskyldna. Sanders var einnig spurður um heilsu sína, eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrr í mánuðinum. „Við verðum í mikilli kosningabaráttu um allt land. Þannig mun ég fullvissa almenning um að ég er heill heilsu.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira