Bótakröfur á ríkið vegna makrílkvóta Sveinn Arnarsson skrifar 19. júní 2019 06:00 Glaðbeittir veiðimenn landa góðum afla af makríl. Fréttablaðið/GVA Ríkislögmaður hefur fengið stefnur frá útgerðarfélögum vegna úthlutunar makrílkvóta árin 2015 til og með 2018. Milljarðatugir gætu verið í húfi fyrir íslenska ríkið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru stefnurnar bæði frá stórum og meðalstórum útgerðum. Hjá ríkislögmanni fékkst staðfest að stefnur hefðu komið inn á borð embættisins en ekki væri búið að þingfesta þær. Ekki fékkst uppgefið hversu margar stefnurnar væru né hversu háar kröfurnar eru. Þann 6. desember síðastliðinn komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ríkið væri bótaskylt vegna kvótasetningar á makríl. Huginn ehf. og Ísfélag Vestmannaeyja töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna úthlutunar hins opinbera. Axel Helgason, formaður stjórnar Landssambands smábátaeigenda, segir að sex fyrirtæki hið minnsta ætli að sækja bætur. Hann segir kvótann á makríl vera á milli 65 og 100 milljarða króna virði og því um háar fjárhæðir að ræða. Fyrirtækin sem ætli sér að sækja bætur til ríkisins gætu að hans mati fengið í sínar hendur um það bil 35 milljarða króna. „Þegar við höfum skoðað þessar tölur þá gætum við verið að tala um allt að 18 milljarða króna fyrir árin 2011 til 2014. Svo gætum við séð svipaðar tölur fyrir 2015 til 2018. Þetta eru vissulega háar fjárhæðir,“ segir Axel. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir breytingar á lögum um makrílveiðar, sem nú liggja fyrir í þinginu, vera til þess fallnar að bregðast við dómum Hæstaréttar. „Lögum samkvæmt er það hlutverk ríkislögmanns að fara með vörn þessara mála,“ segir Kristján Þór. „Hlutverk stjórnvalda hefur verið að bregðast við skaðabótaskyldu íslenska ríkisins eftir dóma Hæstaréttar í desember síðastliðnum, meðal annars með breytingum á veiðistjórn makrílveiða. Frumvarp þess efnis bíður nú afgreiðslu á Alþingi.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Ríkislögmaður hefur fengið stefnur frá útgerðarfélögum vegna úthlutunar makrílkvóta árin 2015 til og með 2018. Milljarðatugir gætu verið í húfi fyrir íslenska ríkið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru stefnurnar bæði frá stórum og meðalstórum útgerðum. Hjá ríkislögmanni fékkst staðfest að stefnur hefðu komið inn á borð embættisins en ekki væri búið að þingfesta þær. Ekki fékkst uppgefið hversu margar stefnurnar væru né hversu háar kröfurnar eru. Þann 6. desember síðastliðinn komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ríkið væri bótaskylt vegna kvótasetningar á makríl. Huginn ehf. og Ísfélag Vestmannaeyja töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna úthlutunar hins opinbera. Axel Helgason, formaður stjórnar Landssambands smábátaeigenda, segir að sex fyrirtæki hið minnsta ætli að sækja bætur. Hann segir kvótann á makríl vera á milli 65 og 100 milljarða króna virði og því um háar fjárhæðir að ræða. Fyrirtækin sem ætli sér að sækja bætur til ríkisins gætu að hans mati fengið í sínar hendur um það bil 35 milljarða króna. „Þegar við höfum skoðað þessar tölur þá gætum við verið að tala um allt að 18 milljarða króna fyrir árin 2011 til 2014. Svo gætum við séð svipaðar tölur fyrir 2015 til 2018. Þetta eru vissulega háar fjárhæðir,“ segir Axel. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir breytingar á lögum um makrílveiðar, sem nú liggja fyrir í þinginu, vera til þess fallnar að bregðast við dómum Hæstaréttar. „Lögum samkvæmt er það hlutverk ríkislögmanns að fara með vörn þessara mála,“ segir Kristján Þór. „Hlutverk stjórnvalda hefur verið að bregðast við skaðabótaskyldu íslenska ríkisins eftir dóma Hæstaréttar í desember síðastliðnum, meðal annars með breytingum á veiðistjórn makrílveiða. Frumvarp þess efnis bíður nú afgreiðslu á Alþingi.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira