Fótbolti

Espanyol bíður Stjörnunnar í næstu umferð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Baldur Sigurðsson og félagar fá erfitt verkefni komist þeir áfram úr fyrstu umferðinni
Baldur Sigurðsson og félagar fá erfitt verkefni komist þeir áfram úr fyrstu umferðinni vísir/bára
Stjarnan mætir spænska liðinu Espanyol í annari umferð forkeppni Evrópudeildarinnar ef liðið nær að leggja Levadia Tallinn að velli. KR og Breiðablik fara til austur Evrópu.

Dregið var í aðra umferðina í höfuðstöðvum UEFA í dag en leikirnir fara fram 25. júlí og 1. ágúst.

Espanyol varð í sjöunda sæti La Liga á síðasta tímabili en þetta er í fyrsta skipti síðan tímabilið 2006-2007 sem Espanyol tekur þátt í Evrópukeppni. Þá fór liðið alla leið í úrslit Evrópudeildarinnar, sem þá hét þó Evrópubikarinn.

Fyrri leikur einvígis Espanyol og sigurvegara einvígis Stjörnunnar og Levadia Tallinn verður á Spáni.

Leggji KR Molde að velli mæta KR-ingar annað hvort Cukaricki frá Serbíu eða Banants frá Armeníu í annari umferð. Fyrri leikurinn verður á Meistaravöllum og sá síðari ytra.

Breiðablik dróst gegn Zeta frá Svartfjallalandi eða Fehervar frá Ungverjalandi, en Blikar þurfa fyrst að sigra Vaduz frá Lichtenstein. Fyrri leikur þessa einvígis yrði ytra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×