Innlent

Stefnir í mikla bar­áttu um em­bætti ritara hjá Sjálf­stæðis­flokknum

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, hefur ekki tilkynnt um framboð til ritara flokksins en er að hugsa málið.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, hefur ekki tilkynnt um framboð til ritara flokksins en er að hugsa málið. vísir/vilhelm
Jón Gunnarsson þingmaður og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ, hafa þegar kynnt um framboð sitt til ritara Sjálfstæðisflokksins.

Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna, kannar nú landið meðal flokksmanna og íhugar alvarlega að bjóða sig fram. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, íhugar einnig að bjóða sig fram, samkvæmt öruggum heimildum blaðsins.

Staða ritara í forystusveit Sjálfstæðisflokksins er laus eftir að Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir tók við embætti dómsmálaráðherra en samkvæmt reglum flokksins getur ritari ekki setið sem ráðherra.

Verður því kosið um nýjan ritara á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefur verið boðaður þann 14. september næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×