Ógnin er farin að raungerast Björn Þorfinnsson skrifar 10. september 2019 08:15 Ógnin um netglæpi hefur lengi verið yfirvofandi en núna er hún farin að raungerast. Nordicphotos/Getty Árásin sem HS Orka varð fyrir á dögunum og Fréttablaðið greindi frá á mánudagsforsíðu sinni er ekkert einsdæmi í íslensku viðskiptalífi. Raunveruleikinn er sá að um viðvarandi ógn er að ræða fyrir íslensk fyrirtæki og starfsmenn þeirra. Forsvarsmenn HS Orku hafa ekki viljað staðfesta hver upphæðin var sem þjófarnir komust undan með en heimildir Fréttablaðsins herma að upphæðin hafi numið á fjórða hundrað milljóna króna. „Þetta er gríðarlega viðkvæmt mál fyrir fyrirtæki og ekki síður starfsfólk. Fyrirtækin óttast að orðspor þeirra beri hnekki ef í ljós kemur að þau hafi fallið í slíka gildru. Þá getur maður rétt ímyndað sér hvernig það er fyrir starfsmenn sem láta glepjast af slíkum svikum að mæta til vinnu og horfast í augu við vinnuveitendur sína,“ segir Guðný Hjaltadóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda (FA). Í vor héldu samtökin morgunverðarfund með yfirskriftinni: „Hvernig geta fyrirtæki varist netglæpum?“ Í ljósi tíðindanna af HS Orku er ljóst að tilefni slíks fundar var ærið. „Okkar tilfinning er að tíðni slíkra svikatilrauna færist sífellt í vöxt og margir aðilar sem hafa fallið í gryfjuna. Þetta eru ekki bara fyrirtæki heldur einnig stofnanir, samtök og íþróttafélög,“ segir Guðný.Hún segist hafa heyrt af nokkrum mismunandi birtingarmyndum slíkra glæpa. „Ég veit um dæmi hjá íslensku fyrirtæki þar sem tölvuþrjótar komust inn í fyrri samskiptasögu við birgi. Síðan kom beiðni um að greiða umsamda upphæð inn á nýjan reikning og það var gert í góðri trú. Síðar kom þjófnaðurinn í ljós og það skapaði einnig alls konar vandamál í samskiptum við birginn sem fyrirtækið taldi sig hafa gert upp við,“ segir Guðný. Önnur tegund eru síðan greiðslufyrirmæli sem berast í tölvupósti frá þekktum aðila og fagmannlega unninn reikningur með, sem virðist algjörlega ósvikinn, En þegar betur er að gáð er búið að breyta einum staf í netfangi viðkomandi og því ekki allt sem sýnist. Guðný segir að lausnin fyrir fyrirtæki sé að yfirfæra verkferla sína vandlega við útgreiðslu fjármuna. „Mörg af þessum dæmum sem við hjá FA höfum heyrt af hefði verið hægt að koma í veg fyrir með skýrum verkferlum. Til dæmis að taka upp símann og hringja í viðskiptaaðilann til þess að staðfesta breytingar á reikningi,“ segir Guðný.Kristján H. Hákonarson, öryggisstjóri AdvaniaUndir þessi varnaðarorð tekur Kristján Hákonarson, öryggisstjóri hjá Advania. „Þessi ógn hefur lengi verið yfirvofandi en núna eru árásir að raungerast. Við Íslendingar erum oft á tíðum bláeygðir þegar kemur að slíkum glæpum. En við finnum vel að það er mikil vakning hjá fyrirtækjum að hafa tæknimálin í lagi,“ segir Kristján. Hann segir að árásir sem þessar séu ótrúlega vel skipulagðar. „Það virðist vera setið um stjórnendur fyrirtækja og reynt að lokka þá inn á síður þar sem þeir þurfa að skrá sig inn með notendanafni og lykilorði, til dæmis vinsælar póstþjónustur á netinu. Vefsíðan virðist í lagi en er í raun skálkaskjól þrjótanna. Ef starfsmaðurinn gengur í gildruna eru þeir komnir inn í tölvupóstinn þar sem þeir fylgjast með samskiptum og bíða færis. Þetta er erfitt viðureignar en lausnin felst meðal annars í því að tryggja reglulegar uppfærslur og virkar vírusvarnir. En fyrst og fremst með svokallaðri tvöfaldri auðkenningu á þjónustum á netinu og gæta þess að verkferlar séu í lagi,“ segir Kristján. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Netöryggi Tækni Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Árásin sem HS Orka varð fyrir á dögunum og Fréttablaðið greindi frá á mánudagsforsíðu sinni er ekkert einsdæmi í íslensku viðskiptalífi. Raunveruleikinn er sá að um viðvarandi ógn er að ræða fyrir íslensk fyrirtæki og starfsmenn þeirra. Forsvarsmenn HS Orku hafa ekki viljað staðfesta hver upphæðin var sem þjófarnir komust undan með en heimildir Fréttablaðsins herma að upphæðin hafi numið á fjórða hundrað milljóna króna. „Þetta er gríðarlega viðkvæmt mál fyrir fyrirtæki og ekki síður starfsfólk. Fyrirtækin óttast að orðspor þeirra beri hnekki ef í ljós kemur að þau hafi fallið í slíka gildru. Þá getur maður rétt ímyndað sér hvernig það er fyrir starfsmenn sem láta glepjast af slíkum svikum að mæta til vinnu og horfast í augu við vinnuveitendur sína,“ segir Guðný Hjaltadóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda (FA). Í vor héldu samtökin morgunverðarfund með yfirskriftinni: „Hvernig geta fyrirtæki varist netglæpum?“ Í ljósi tíðindanna af HS Orku er ljóst að tilefni slíks fundar var ærið. „Okkar tilfinning er að tíðni slíkra svikatilrauna færist sífellt í vöxt og margir aðilar sem hafa fallið í gryfjuna. Þetta eru ekki bara fyrirtæki heldur einnig stofnanir, samtök og íþróttafélög,“ segir Guðný.Hún segist hafa heyrt af nokkrum mismunandi birtingarmyndum slíkra glæpa. „Ég veit um dæmi hjá íslensku fyrirtæki þar sem tölvuþrjótar komust inn í fyrri samskiptasögu við birgi. Síðan kom beiðni um að greiða umsamda upphæð inn á nýjan reikning og það var gert í góðri trú. Síðar kom þjófnaðurinn í ljós og það skapaði einnig alls konar vandamál í samskiptum við birginn sem fyrirtækið taldi sig hafa gert upp við,“ segir Guðný. Önnur tegund eru síðan greiðslufyrirmæli sem berast í tölvupósti frá þekktum aðila og fagmannlega unninn reikningur með, sem virðist algjörlega ósvikinn, En þegar betur er að gáð er búið að breyta einum staf í netfangi viðkomandi og því ekki allt sem sýnist. Guðný segir að lausnin fyrir fyrirtæki sé að yfirfæra verkferla sína vandlega við útgreiðslu fjármuna. „Mörg af þessum dæmum sem við hjá FA höfum heyrt af hefði verið hægt að koma í veg fyrir með skýrum verkferlum. Til dæmis að taka upp símann og hringja í viðskiptaaðilann til þess að staðfesta breytingar á reikningi,“ segir Guðný.Kristján H. Hákonarson, öryggisstjóri AdvaniaUndir þessi varnaðarorð tekur Kristján Hákonarson, öryggisstjóri hjá Advania. „Þessi ógn hefur lengi verið yfirvofandi en núna eru árásir að raungerast. Við Íslendingar erum oft á tíðum bláeygðir þegar kemur að slíkum glæpum. En við finnum vel að það er mikil vakning hjá fyrirtækjum að hafa tæknimálin í lagi,“ segir Kristján. Hann segir að árásir sem þessar séu ótrúlega vel skipulagðar. „Það virðist vera setið um stjórnendur fyrirtækja og reynt að lokka þá inn á síður þar sem þeir þurfa að skrá sig inn með notendanafni og lykilorði, til dæmis vinsælar póstþjónustur á netinu. Vefsíðan virðist í lagi en er í raun skálkaskjól þrjótanna. Ef starfsmaðurinn gengur í gildruna eru þeir komnir inn í tölvupóstinn þar sem þeir fylgjast með samskiptum og bíða færis. Þetta er erfitt viðureignar en lausnin felst meðal annars í því að tryggja reglulegar uppfærslur og virkar vírusvarnir. En fyrst og fremst með svokallaðri tvöfaldri auðkenningu á þjónustum á netinu og gæta þess að verkferlar séu í lagi,“ segir Kristján.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Netöryggi Tækni Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira