Aron Einar: Stál í stál í leikjum þessara liða Óskar Ófeigur Jónsson í Tirana skrifar 10. september 2019 12:30 Aron Einar Gunnarsson. vísir/bára Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, býst við miklum baráttuleik í kvöld þegar strákarnir mæta Albönum í undankeppni EM 2020. Leikir liðanna síðustu ár hafa verið það og svo var einnig í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum sem Ísland vann 1-0. Íslenska liðið er í baráttu um tvö efstu sætin í riðlinum en þau gefa bæði sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar. „Það er stutt á milli í þessu og við vitum hvað þetta er tæpt. Það eru þrjú lið sem eru með tólf stig og það er ekki mikið pláss fyrir það að misstíga sig. Við þurfum að halda áfram okkar leik. Við erum með ágætis mómentum og þurfum að halda því áfram,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Albanska liðið tapaði 4-1 á móti Frökkum í París um helgina en það eru betri úrslit en hjá íslenska landsliðinu sem tapaði 4-0 á sama stað fyrr á þessu ári. Það var síðasta og eina tap íslenska liðsins í riðlinum. „Sjálfstraustið hjá Albönum er lágt eftir leikinn á móti Frökkum en við vitum það að þeir koma dýrvitlausir í þennan leik á morgun og vilja ná fram hefndum. Þetta verður bara spurning hvernig við mætum þeim og við þurfum að byrja af krafti,“ sagði Aron Einar. Hann er að fara að spila sinn fjórða landsleik á móti Albaníu í kvöld. „Það hefur verið stál í stál í leikjum þessara liða. Maður man eftir þessum leikjum því það er mikill kraftur í mönnum og mikið um návígi og æsing. Það verður slíkt hið sama á morgun (í kvöld). Við verðum að vera klárir í stimpingar og tæklingar og kraft frá þeim,“ sagði Aron Einar en býr íslenska liðið að því að hafa unnið þægilegan sigur á Moldóvu um helgina. „Hann var ekki auðveldur en hann var vel skipulagður og vel spilaður af okkar hálfu. Mér fannst við slaka aðeins á í lokin og vorum kannski byrjaðir að einbeita okkur að þessum leik sem er gott og blessað. Kannski spöruðum við einhverja smá orku. Það var fínt að ná þremur stigum á heimavelli,“ sagði Aron Einar. „Við fórum vel yfir leikinn í gær og byrjuðum að funda um Albaníu í dag (í gær). Við höfum farið vel yfir þá og erum klárir í baráttu á morgun (í kvöld),“ sagði Aron Einar.Klippa: Aron Einar: Stál í stál EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, býst við miklum baráttuleik í kvöld þegar strákarnir mæta Albönum í undankeppni EM 2020. Leikir liðanna síðustu ár hafa verið það og svo var einnig í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum sem Ísland vann 1-0. Íslenska liðið er í baráttu um tvö efstu sætin í riðlinum en þau gefa bæði sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar. „Það er stutt á milli í þessu og við vitum hvað þetta er tæpt. Það eru þrjú lið sem eru með tólf stig og það er ekki mikið pláss fyrir það að misstíga sig. Við þurfum að halda áfram okkar leik. Við erum með ágætis mómentum og þurfum að halda því áfram,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Albanska liðið tapaði 4-1 á móti Frökkum í París um helgina en það eru betri úrslit en hjá íslenska landsliðinu sem tapaði 4-0 á sama stað fyrr á þessu ári. Það var síðasta og eina tap íslenska liðsins í riðlinum. „Sjálfstraustið hjá Albönum er lágt eftir leikinn á móti Frökkum en við vitum það að þeir koma dýrvitlausir í þennan leik á morgun og vilja ná fram hefndum. Þetta verður bara spurning hvernig við mætum þeim og við þurfum að byrja af krafti,“ sagði Aron Einar. Hann er að fara að spila sinn fjórða landsleik á móti Albaníu í kvöld. „Það hefur verið stál í stál í leikjum þessara liða. Maður man eftir þessum leikjum því það er mikill kraftur í mönnum og mikið um návígi og æsing. Það verður slíkt hið sama á morgun (í kvöld). Við verðum að vera klárir í stimpingar og tæklingar og kraft frá þeim,“ sagði Aron Einar en býr íslenska liðið að því að hafa unnið þægilegan sigur á Moldóvu um helgina. „Hann var ekki auðveldur en hann var vel skipulagður og vel spilaður af okkar hálfu. Mér fannst við slaka aðeins á í lokin og vorum kannski byrjaðir að einbeita okkur að þessum leik sem er gott og blessað. Kannski spöruðum við einhverja smá orku. Það var fínt að ná þremur stigum á heimavelli,“ sagði Aron Einar. „Við fórum vel yfir leikinn í gær og byrjuðum að funda um Albaníu í dag (í gær). Við höfum farið vel yfir þá og erum klárir í baráttu á morgun (í kvöld),“ sagði Aron Einar.Klippa: Aron Einar: Stál í stál
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira