Kvöldfréttir Stöðvar 2 10. september 2019 18:09 Lögreglan á Norðurlandi Vestra telur bílamiðstöð ríkislögreglustjóra hafa ofrukkað sig vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili var embættið rukkað um rúmar áttatíu milljónir þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum þrjátíu milljónum. Við fjöllum áfram ítarlega um mál ríkislögreglustjóra í kvöldfréttum okkar. Forseti Íslands sagði ágreining einkenna öflugt þing og samfélag í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Þær stundir komi að þjóðin hafi ekkert að óttast nema þá óttaslegnu og skoraði forsetinn á þingheim að sýna hugrekki í störfum sínum. En það væri ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hefðu hæst. Í dag var undirritað samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík og vændislaus hótel og gististaði. Í dag er alþjóðlegur forvarnardagur gegn sjálfsvígum. Kyrrðarstundir verða í nokkrum kirkjum landsins í minningu þeirra sem hafa svipt sig lífi. Við verðum í beinni útsendingu í Dómkirkjunni. Hluti sakborninga í máli sem varðar stórfellda fíkniefnaframleiðslu, neitaði að taka afstöðu til sakarefna við þingfestingu málsins í héraðsdómi í morgun. Verjandi sagði að ekki væri hægt taka afstöðu því rannsókn á einum anga málsins væri ekki lokið. Nánar um þetta í kvöldfréttum. Ram Nath Kovind, forseti Indlands, heimsótti forseta Íslands á Bessastöðum í morgun og hélt ávarp í Háskóla Íslands um loftslagsbreytingar og umhverfismál. Forsetahjónin mæta í kvöldverð á Bessastöðum í kvöld en heimsókn þeirra lýkur á morgun. Allt um heimsókn Indlandsforseta í máli og myndum í kvöldfréttum okkar. Við fjöllum um ósátta rekstraraðila á Hverfisgötu og Óðinsgötu, tökum stöðuna á Brexit og nýjustu vendingum í starfsmannamálum Trump-stjórnarinnar. Við segjum ykkur frá kvikugúl í Kötlu sem gæti sprungið með gríðarlegu sprengigosi líkt og gerðist í Öskju árið 1875. Þetta og meira til í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á slaginu hálf sjö. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi Vestra telur bílamiðstöð ríkislögreglustjóra hafa ofrukkað sig vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili var embættið rukkað um rúmar áttatíu milljónir þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum þrjátíu milljónum. Við fjöllum áfram ítarlega um mál ríkislögreglustjóra í kvöldfréttum okkar. Forseti Íslands sagði ágreining einkenna öflugt þing og samfélag í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Þær stundir komi að þjóðin hafi ekkert að óttast nema þá óttaslegnu og skoraði forsetinn á þingheim að sýna hugrekki í störfum sínum. En það væri ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hefðu hæst. Í dag var undirritað samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík og vændislaus hótel og gististaði. Í dag er alþjóðlegur forvarnardagur gegn sjálfsvígum. Kyrrðarstundir verða í nokkrum kirkjum landsins í minningu þeirra sem hafa svipt sig lífi. Við verðum í beinni útsendingu í Dómkirkjunni. Hluti sakborninga í máli sem varðar stórfellda fíkniefnaframleiðslu, neitaði að taka afstöðu til sakarefna við þingfestingu málsins í héraðsdómi í morgun. Verjandi sagði að ekki væri hægt taka afstöðu því rannsókn á einum anga málsins væri ekki lokið. Nánar um þetta í kvöldfréttum. Ram Nath Kovind, forseti Indlands, heimsótti forseta Íslands á Bessastöðum í morgun og hélt ávarp í Háskóla Íslands um loftslagsbreytingar og umhverfismál. Forsetahjónin mæta í kvöldverð á Bessastöðum í kvöld en heimsókn þeirra lýkur á morgun. Allt um heimsókn Indlandsforseta í máli og myndum í kvöldfréttum okkar. Við fjöllum um ósátta rekstraraðila á Hverfisgötu og Óðinsgötu, tökum stöðuna á Brexit og nýjustu vendingum í starfsmannamálum Trump-stjórnarinnar. Við segjum ykkur frá kvikugúl í Kötlu sem gæti sprungið með gríðarlegu sprengigosi líkt og gerðist í Öskju árið 1875. Þetta og meira til í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á slaginu hálf sjö.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira