Innlent

Segja niðurskurðaraðgerðir fyrirvaralausar og harkalegar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að uppsagnirnar tengdust skipulagsbreytingum.
Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að uppsagnirnar tengdust skipulagsbreytingum. Fréttablaðið/Pjetur

Starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar sendu frá sér yfirlýsingu nú síðdegis þess efnis að niðurskurðaraðgerðir gærdagsins hafi verið fyrirvaralausar, harkalegar og án fullnægjandi skýringa. Ljóst sé að verðmæt sérfræðiþekking hverfi frá stofnuninni. Starfsmennirnir segja mikla eftirsjá að því starfsfólki sem sagt var upp. 

Í gær var fjórtán starfsmönnum sagt upp en þremur af þeim boðið nýtt starf sem sérfræðingar sem þeir höfnuðu.

Í samtali við fréttastofu í gær sagði Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, að uppsagnirnar tengdust skipulagsbreytingum sem ætlað hafi verið að gera reksturinn skilvirkari og hagkvæmari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×