Nokkrir leitað á bráðamóttöku vegna rafrettna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. júní 2019 19:30 Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. Fyrr á árinu leitaði nítján ára karlmaður á bráðamóttökuna vegna brjóstverkja. Tveimur tímum áður hafði hann notað rafrettu sem olli kröftugu hóstakasti. Hann fann fyrir verkjum þegar hann kyngdi og hreyfði sig auk þess sem rödd hans varð rámari. Maðurinn reyndist vera með svokallað loftmiðmæti og á sneiðmynd má sjá greinilega loftrönd í kringum hjartað. „Svæðið á bak við bringubeinið; Þar sem ósæðin, vélindað og fleiri hlutir eru, er lofttæmt má segja, eða á að vera það," segir Úlfur Thoroddsen, læknir. Í þessum tilfellum brýst hins vegar loft inn í miðmætið og lokast þar inni. Ef bakteríur eru í loftinu getur ástandið reynst lífshættulegt. Til eru mörg sjúkratilfelli af loftmiðmæti eftir kannabis- og krakkreykingar. Í öllum tilvikum hefur verið reynt að halda vímuefninu sem lengst í lunganu.Sneiðmynd af 19 ára karlmanni sem leitaði á bráðamóttöku eftir rafrettunotkun. Efri örin bendir á loftmiðmæti og sú neðri á loftrönd í kringum hjartað.„Fólk dregur djúpt andann, heldur reyknum inni og þegar það er kannski að hósta hleypir það hóstanum ekkki út og þess vegna brýtur loftið sér aðra leið," segir Úlfur. Úlfur telur þetta varasamt og bendir á að öll efnin í rafrettuvökvanum hafi ekki verið rannsökuð. Auk þessa tilfellis leituðu um fimm manns á bráðamóttökuna í vetur með svokallað loftbrjóst eftir notkun rafrettna en þá fellur lungað saman. „Þá þarf inngrip til að hleypa loftinu út af því lungað þarf að ná að þenjast aftur út," segir Úlfur. Í öllum þessum tilfellum voru það ungir, grannir karlmenn sem leituðu sér aðstoðar. Það veki upp spurningar. „Það er búið að sanna með tölfræði tengslin varðandi sígarettur. Ungir, hávaxnir karlmenn eru líklegir til að fá loftbrjóst. Þannig maður leyfir sér að spyrja hvort það megi segja það sama með rafretturnar," segir Úlfur. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Rafrettur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. Fyrr á árinu leitaði nítján ára karlmaður á bráðamóttökuna vegna brjóstverkja. Tveimur tímum áður hafði hann notað rafrettu sem olli kröftugu hóstakasti. Hann fann fyrir verkjum þegar hann kyngdi og hreyfði sig auk þess sem rödd hans varð rámari. Maðurinn reyndist vera með svokallað loftmiðmæti og á sneiðmynd má sjá greinilega loftrönd í kringum hjartað. „Svæðið á bak við bringubeinið; Þar sem ósæðin, vélindað og fleiri hlutir eru, er lofttæmt má segja, eða á að vera það," segir Úlfur Thoroddsen, læknir. Í þessum tilfellum brýst hins vegar loft inn í miðmætið og lokast þar inni. Ef bakteríur eru í loftinu getur ástandið reynst lífshættulegt. Til eru mörg sjúkratilfelli af loftmiðmæti eftir kannabis- og krakkreykingar. Í öllum tilvikum hefur verið reynt að halda vímuefninu sem lengst í lunganu.Sneiðmynd af 19 ára karlmanni sem leitaði á bráðamóttöku eftir rafrettunotkun. Efri örin bendir á loftmiðmæti og sú neðri á loftrönd í kringum hjartað.„Fólk dregur djúpt andann, heldur reyknum inni og þegar það er kannski að hósta hleypir það hóstanum ekkki út og þess vegna brýtur loftið sér aðra leið," segir Úlfur. Úlfur telur þetta varasamt og bendir á að öll efnin í rafrettuvökvanum hafi ekki verið rannsökuð. Auk þessa tilfellis leituðu um fimm manns á bráðamóttökuna í vetur með svokallað loftbrjóst eftir notkun rafrettna en þá fellur lungað saman. „Þá þarf inngrip til að hleypa loftinu út af því lungað þarf að ná að þenjast aftur út," segir Úlfur. Í öllum þessum tilfellum voru það ungir, grannir karlmenn sem leituðu sér aðstoðar. Það veki upp spurningar. „Það er búið að sanna með tölfræði tengslin varðandi sígarettur. Ungir, hávaxnir karlmenn eru líklegir til að fá loftbrjóst. Þannig maður leyfir sér að spyrja hvort það megi segja það sama með rafretturnar," segir Úlfur.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Rafrettur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira