„Við töldum augljóst að þessi túlkun gæti ekki staðist“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2019 20:51 Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um og hafði verið boðað til. Hið fyrsta átti að koma til framkvæmda á mánudag. Um eru að ræða svokölluð örverkföll. Vísir/vilhelm „Dómurinn komst að einróma niðurstöðu 5-0 á þremur klukkustundum að öll þessi verkföll væru ólögmæt og stæðust ekki vinnulöggjöfina.“ Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu um úrskurð Félagsdóms í máli SA gegn Eflingu – stéttarfélagi. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um og hafði verið boðað til væru ólögmæt. Hið fyrsta átti að koma til framkvæmda á mánudag. Um eru að ræða svokölluð örverkföll. „Við töldum augljóst að þessi túlkun gæti ekki staðist enda gengi þetta gegn þeirri meginreglu að vinnustöðvanir og verkföll byggi á því að fólk mæti ekki til vinnu og þiggi þar af leiðandi ekki laun fyrir en túlkun Eflingar var sú að fólk mætti til vinnu, myndi þiggja full laun fyrir en samt vera í verkfalli á sama tíma. Það er nú grunnurinn að þessari málshöfðun,“ segir Halldór. Aðspurður um hvernig kjaraviðræður gangi svarar Halldór því til að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi þrátt fyrir að margt hafi þróast í rétta átt. Ljóst er að Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin hafi skamman tíma til að ná saman áður en til hrinu verkfalla kemur. „Það er mikið í húfi að það takist að afstýra því. Verkföll eru allra tjón og valda gríðarlegu fjárhagslegu tjóni í samfélaginu og skerða getu atvinnurekenda að standa undir launahækkunum til framtíðar og það er mikilvægt að forða því. “ Halldór segir verkföll séu mikið hættuspil á þessum tímapunkti. „Það er alveg klárt að hagkerfið er að skipta mjög hratt um takt og hægja verulega á. Frá síðustu kjarasamningum hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað um 30% og lægstu laun í samfélaginu hafa hækkað um 40%. Það eyðist sannarlega það sem af er tekið og mér finnst mikið hættuspil að boða verkfallsaðgerðir inn í viðkvæmar kjaraviðræður ofan í kólnandi hagkerfi og á sama tíma og flugfélögin eru í kröppum dansi, eins og allir þekkja, og verulega hægir á í ferðaþjónustunni og hagkerfinu öllu,“ segir Halldór. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Félagsdómur segir örverkföll Eflingar ólögleg Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. 15. mars 2019 18:53 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Dómurinn komst að einróma niðurstöðu 5-0 á þremur klukkustundum að öll þessi verkföll væru ólögmæt og stæðust ekki vinnulöggjöfina.“ Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu um úrskurð Félagsdóms í máli SA gegn Eflingu – stéttarfélagi. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um og hafði verið boðað til væru ólögmæt. Hið fyrsta átti að koma til framkvæmda á mánudag. Um eru að ræða svokölluð örverkföll. „Við töldum augljóst að þessi túlkun gæti ekki staðist enda gengi þetta gegn þeirri meginreglu að vinnustöðvanir og verkföll byggi á því að fólk mæti ekki til vinnu og þiggi þar af leiðandi ekki laun fyrir en túlkun Eflingar var sú að fólk mætti til vinnu, myndi þiggja full laun fyrir en samt vera í verkfalli á sama tíma. Það er nú grunnurinn að þessari málshöfðun,“ segir Halldór. Aðspurður um hvernig kjaraviðræður gangi svarar Halldór því til að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi þrátt fyrir að margt hafi þróast í rétta átt. Ljóst er að Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin hafi skamman tíma til að ná saman áður en til hrinu verkfalla kemur. „Það er mikið í húfi að það takist að afstýra því. Verkföll eru allra tjón og valda gríðarlegu fjárhagslegu tjóni í samfélaginu og skerða getu atvinnurekenda að standa undir launahækkunum til framtíðar og það er mikilvægt að forða því. “ Halldór segir verkföll séu mikið hættuspil á þessum tímapunkti. „Það er alveg klárt að hagkerfið er að skipta mjög hratt um takt og hægja verulega á. Frá síðustu kjarasamningum hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað um 30% og lægstu laun í samfélaginu hafa hækkað um 40%. Það eyðist sannarlega það sem af er tekið og mér finnst mikið hættuspil að boða verkfallsaðgerðir inn í viðkvæmar kjaraviðræður ofan í kólnandi hagkerfi og á sama tíma og flugfélögin eru í kröppum dansi, eins og allir þekkja, og verulega hægir á í ferðaþjónustunni og hagkerfinu öllu,“ segir Halldór.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Félagsdómur segir örverkföll Eflingar ólögleg Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. 15. mars 2019 18:53 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Félagsdómur segir örverkföll Eflingar ólögleg Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. 15. mars 2019 18:53