Hvor hættir á undan, Buffon eða Gunnleifur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 15:45 Gunnleifur Gunnleifsson og Gianluigi Buffon. Samsett/Bára og Getty Gianluigi Buffon og Gunnleifur Gunnleifsson er markverðir í fremstu röð á sínu sviði og eiga báðir magnaðan feril að baki á milli stanganna. Þeir eiga það líka sameiginlegt að spila inn á fimmtugsaldurinn og neita hreinlega að láta háan aldur ýta sér út úr boltanum. Það er ekki það eina sem þessir öflugu markmenn eiga sameiginlegt. Nú er kannski orðin stóra spurningin hvor þeirra hætti á undan: Gianluigi Buffon eða Gunnleifur Gunnleifsson? Knattspyrnuáhugamenn fagna hverju tímabilinu sem þeir fá að sjá meira af þessum mögnuðu markvörðum en það verður vissulega athyglisvert að sjá hvor þeirra endist lengur. Gianluigi Buffon er fæddur í janúar 1978 og er því þremur árum yngri en Gunnleifur sem er fæddur í júlí 1975. Gianluigi Buffon lék stærstan hluta feril sinn með Juventus en spilaði síðasta tímabil með franska félaginu Paris Saint Germain. Buffon varð franskur meistari og hefur þar með unnið meistaratitil átta tímabili í röð, sjö ítalska titla með Juve og síðan einn franskan með PSG. Buffon fær ekki annan samning hjá PSG en umboðsmaður hans segir að markvörðurinn ætli ekki að setja skóna upp á hillu. Hann er ekkert hættur. Gunnleifur Gunnleifsson setti nýtt met í síðasta leik sínum með Breiðabliki þegar hann lék sinn 424 leik á Íslandsmótinu. Gunnleifur er að leika sitt 25. tímabil á Íslandi en hann lék fyrst með HK í b-deildinni árið 1995. Gunnleifur er áfram í hópi bestu markvarða Pepsi Max deildarinnar og er nú sá markvörður sem hefur fengið á sig fæst mörk í fyrstu sjö umferðunum. Gianluigi Buffon og Gunnleifur Gunnleifsson eiga það líka sameiginlegt að hafa sýnt tryggð við sín félög í erfiðleikum. Buffon fór niður í B-deildina með Juventus en hann hjálpaði liðinu að komast aftur upp vorið 2007 og verða síðan yfirburðarlið á Ítalíu. Gunnleifur spilaði með uppeldisfélaginu sínu HK í neðri deildunum frá 2002 til 2006. Hann hjálpaði HK að komast upp úr C-deildinni og upp í efstu deild í fyrsta sinn. Gunnleifur spilaði með HK frá 27 til 34 ára aldurs sem ættu að jafnaði að vera bestu ár fótboltamanns. Hann fór síðan yfir í FH og varð Íslandsmeistari með Hafnarfjarðarliðinu áður en hann skipti yfir í Breiðablik þar sem hann hefur spilað undanfarin sjö tímabil. Gunnleifur gefur ekkert eftir og lið hans er á toppi Pepsi Max deildarinnar eftir sjö umferðir. Hann gæti því endað tímabilið á að lyfta Íslandsbikarnum. Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Gianluigi Buffon og Gunnleifur Gunnleifsson er markverðir í fremstu röð á sínu sviði og eiga báðir magnaðan feril að baki á milli stanganna. Þeir eiga það líka sameiginlegt að spila inn á fimmtugsaldurinn og neita hreinlega að láta háan aldur ýta sér út úr boltanum. Það er ekki það eina sem þessir öflugu markmenn eiga sameiginlegt. Nú er kannski orðin stóra spurningin hvor þeirra hætti á undan: Gianluigi Buffon eða Gunnleifur Gunnleifsson? Knattspyrnuáhugamenn fagna hverju tímabilinu sem þeir fá að sjá meira af þessum mögnuðu markvörðum en það verður vissulega athyglisvert að sjá hvor þeirra endist lengur. Gianluigi Buffon er fæddur í janúar 1978 og er því þremur árum yngri en Gunnleifur sem er fæddur í júlí 1975. Gianluigi Buffon lék stærstan hluta feril sinn með Juventus en spilaði síðasta tímabil með franska félaginu Paris Saint Germain. Buffon varð franskur meistari og hefur þar með unnið meistaratitil átta tímabili í röð, sjö ítalska titla með Juve og síðan einn franskan með PSG. Buffon fær ekki annan samning hjá PSG en umboðsmaður hans segir að markvörðurinn ætli ekki að setja skóna upp á hillu. Hann er ekkert hættur. Gunnleifur Gunnleifsson setti nýtt met í síðasta leik sínum með Breiðabliki þegar hann lék sinn 424 leik á Íslandsmótinu. Gunnleifur er að leika sitt 25. tímabil á Íslandi en hann lék fyrst með HK í b-deildinni árið 1995. Gunnleifur er áfram í hópi bestu markvarða Pepsi Max deildarinnar og er nú sá markvörður sem hefur fengið á sig fæst mörk í fyrstu sjö umferðunum. Gianluigi Buffon og Gunnleifur Gunnleifsson eiga það líka sameiginlegt að hafa sýnt tryggð við sín félög í erfiðleikum. Buffon fór niður í B-deildina með Juventus en hann hjálpaði liðinu að komast aftur upp vorið 2007 og verða síðan yfirburðarlið á Ítalíu. Gunnleifur spilaði með uppeldisfélaginu sínu HK í neðri deildunum frá 2002 til 2006. Hann hjálpaði HK að komast upp úr C-deildinni og upp í efstu deild í fyrsta sinn. Gunnleifur spilaði með HK frá 27 til 34 ára aldurs sem ættu að jafnaði að vera bestu ár fótboltamanns. Hann fór síðan yfir í FH og varð Íslandsmeistari með Hafnarfjarðarliðinu áður en hann skipti yfir í Breiðablik þar sem hann hefur spilað undanfarin sjö tímabil. Gunnleifur gefur ekkert eftir og lið hans er á toppi Pepsi Max deildarinnar eftir sjö umferðir. Hann gæti því endað tímabilið á að lyfta Íslandsbikarnum.
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira