Ekkert hraðaeftirlit í Vaðlaheiðargöngum Sveinn Arnarsson skrifar 3. júní 2019 07:15 Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðraganga, segir ökumenn löghlýðna. Fréttablaðið/Auðunn Engar hraðamyndavélar hafa verið settar upp í Vaðlaheiðargöngum en vonir standa til að þær verði settar upp á þessu ári. Göngin hafa verið opin núna í tæp hálft ár án myndavélaeftirlits lögreglunnar. Framkvæmdastjóri ganganna segir hins vegar notendur ganganna einstaklega löghlýðna á þessum fyrstu mánuðum. Lögreglan á Akureyri segir myndavélaeftirlitið ekki á sinni könnu heldur sé það í raun Vegagerðin sem setji upp eftirlitsmyndavélarnar. Síðan sé það lögreglustjórinn á Vesturlandi sem sjái um úrvinnslu gagna úr eftirlitsmyndavélum sem þessum og sekti ökumenn fyrir of hraðan akstur. Embættið hafi því yfirumsjón með öllum hraðamyndavélum landsins. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir myndavélarnar verða settar upp fljótlega. „Við höfum ekki verið að ýta á eftir því sérstaklega sökum þess að við höfum fengið af því fréttir að þær séu á leiðinni. Við höfum hins vegar farið í eftirlit inn í göngin en svo munu vélarnar hjálpa til þegar þær verða settar upp,“ segir Halla Bergþóra. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir að þótt eftirlitsmyndavélarnar séu ekki komnar upp séu ökumenn afar löghlýðnir í göngunum. „Við sjáum hraða ökutækja hjá okkur en það er ekki hluti af vegaeftirlitinu. Það sem við höfum séð er að langflestir ökumenn aka á milli 60 og 70 kílómetra hraða á klukkustund. Aðeins sárafáar bifreiðar hafa keyrt göngin á yfir 100 kílómetra hraða en þar er aðeins um forgangsakstur að ræða hjá lögreglu og slökkviliði,“ segir Valgeir. „Við erum afar ánægðir með hvernig umferðarmenningin er í göngunum.“ Valgeir segir að allt sé klárt varðandi uppsetningu hraðamyndavélanna í göngunum og nú þurfi aðeins að koma þeim upp og setja í samband. „Allt er í rauninni tilbúið og tengingar fyrir hendi til þess að búnaðurinn geti virkað. Því verður afar fljótlegt að setja upp þennan búnað um leið og hann kemur í göngin,“ bætir Valgeir við. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Umferðaröryggi Vaðlaheiðargöng Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjá meira
Engar hraðamyndavélar hafa verið settar upp í Vaðlaheiðargöngum en vonir standa til að þær verði settar upp á þessu ári. Göngin hafa verið opin núna í tæp hálft ár án myndavélaeftirlits lögreglunnar. Framkvæmdastjóri ganganna segir hins vegar notendur ganganna einstaklega löghlýðna á þessum fyrstu mánuðum. Lögreglan á Akureyri segir myndavélaeftirlitið ekki á sinni könnu heldur sé það í raun Vegagerðin sem setji upp eftirlitsmyndavélarnar. Síðan sé það lögreglustjórinn á Vesturlandi sem sjái um úrvinnslu gagna úr eftirlitsmyndavélum sem þessum og sekti ökumenn fyrir of hraðan akstur. Embættið hafi því yfirumsjón með öllum hraðamyndavélum landsins. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir myndavélarnar verða settar upp fljótlega. „Við höfum ekki verið að ýta á eftir því sérstaklega sökum þess að við höfum fengið af því fréttir að þær séu á leiðinni. Við höfum hins vegar farið í eftirlit inn í göngin en svo munu vélarnar hjálpa til þegar þær verða settar upp,“ segir Halla Bergþóra. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir að þótt eftirlitsmyndavélarnar séu ekki komnar upp séu ökumenn afar löghlýðnir í göngunum. „Við sjáum hraða ökutækja hjá okkur en það er ekki hluti af vegaeftirlitinu. Það sem við höfum séð er að langflestir ökumenn aka á milli 60 og 70 kílómetra hraða á klukkustund. Aðeins sárafáar bifreiðar hafa keyrt göngin á yfir 100 kílómetra hraða en þar er aðeins um forgangsakstur að ræða hjá lögreglu og slökkviliði,“ segir Valgeir. „Við erum afar ánægðir með hvernig umferðarmenningin er í göngunum.“ Valgeir segir að allt sé klárt varðandi uppsetningu hraðamyndavélanna í göngunum og nú þurfi aðeins að koma þeim upp og setja í samband. „Allt er í rauninni tilbúið og tengingar fyrir hendi til þess að búnaðurinn geti virkað. Því verður afar fljótlegt að setja upp þennan búnað um leið og hann kemur í göngin,“ bætir Valgeir við.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Umferðaröryggi Vaðlaheiðargöng Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent