Umferð dróst mest saman á Suðurlandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2019 17:39 Umferðin jókst einungis á einu landssvæði eða á Vesturlandi. Vísir/Vilhelm Umferðin á Hringveginum dróst saman um 1,7 prósent í nýliðnum septembermánuði. Þetta kemur fram í frétt á vef Vegagerðarinnar. Það hefur verið lítið um samdrátt í umferðinni liðin misseri en mestur samdráttur er á Suðurlandi og mælist hann 8,5 prósent. Eigi að síður má reikna með að í heild aukist umferðin í ár um tvo til þrjú prósent á Hringveginum. „Umferðin í nýliðnum september dróst saman um 1,7% miðað við sama mánuð á síðasta ári yfir 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum. Þetta er í annað sinn sem samdráttur mælist á milli mánaða á þessu ári en áður hafði umferðin dregist saman í mars mánuði sem á sér þó skýringar sem snúa að tímasetningu páska. Við þetta bætist hins vegar líka minnsta mögulega aukning í ágúst sl. eða aukning sem einungis nam 0,1%. Í ljósi þessa má velta því fyrir sér hvort að hagkerfið sé tekið að kólna, rétt eins og mælingar Seðlabanka og Hagstofu gefa til kynna.“Mynd/VegagerðinSegir þar að umferðartölurnar styðji þá niðurstöðu því eins og umferðardeild Vegagerðarinnar hafi bent á virðist vera mikið samhengi á milli hagvaxtar og umferðartalna. Umferðin jókst einungis á einu landssvæði eða á Vesturlandi um 1,7 prósent. Umferðin dróst hins vegar mest saman um Suðurland eða um 8,5 prósent. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar hefur umferðin aukist um tæp þrjú prósent frá áramótum og er það minnsta aukning miðað við árstíma frá árinu 2012. „Það sem af er ári hefur umferðin aukist í öllum vikudögum en þó hlutfallslega mest á sunnudögum eða um 6%. Minnst hefur umferðin aukist á mánu- og laugardögum eða um 1,8%. Að jafnaði er mest ekið á föstudögum en minnst á þriðjudögum.“ Samgöngur Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Umferðin á Hringveginum dróst saman um 1,7 prósent í nýliðnum septembermánuði. Þetta kemur fram í frétt á vef Vegagerðarinnar. Það hefur verið lítið um samdrátt í umferðinni liðin misseri en mestur samdráttur er á Suðurlandi og mælist hann 8,5 prósent. Eigi að síður má reikna með að í heild aukist umferðin í ár um tvo til þrjú prósent á Hringveginum. „Umferðin í nýliðnum september dróst saman um 1,7% miðað við sama mánuð á síðasta ári yfir 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum. Þetta er í annað sinn sem samdráttur mælist á milli mánaða á þessu ári en áður hafði umferðin dregist saman í mars mánuði sem á sér þó skýringar sem snúa að tímasetningu páska. Við þetta bætist hins vegar líka minnsta mögulega aukning í ágúst sl. eða aukning sem einungis nam 0,1%. Í ljósi þessa má velta því fyrir sér hvort að hagkerfið sé tekið að kólna, rétt eins og mælingar Seðlabanka og Hagstofu gefa til kynna.“Mynd/VegagerðinSegir þar að umferðartölurnar styðji þá niðurstöðu því eins og umferðardeild Vegagerðarinnar hafi bent á virðist vera mikið samhengi á milli hagvaxtar og umferðartalna. Umferðin jókst einungis á einu landssvæði eða á Vesturlandi um 1,7 prósent. Umferðin dróst hins vegar mest saman um Suðurland eða um 8,5 prósent. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar hefur umferðin aukist um tæp þrjú prósent frá áramótum og er það minnsta aukning miðað við árstíma frá árinu 2012. „Það sem af er ári hefur umferðin aukist í öllum vikudögum en þó hlutfallslega mest á sunnudögum eða um 6%. Minnst hefur umferðin aukist á mánu- og laugardögum eða um 1,8%. Að jafnaði er mest ekið á föstudögum en minnst á þriðjudögum.“
Samgöngur Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira