Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. október 2019 19:00 Ástralskir embættismenn staðfestu í gærkvöldi að Trump hafi leitað til Scotts Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og beðið hann um að aðstoða við rannsókn á rannsókns Roberts Mueller á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum og meintu samráði þeirra við framboð Trumps. Trump hefur lengi verið ósáttur við rannsókn Muellers og kallað hana nornaveiðar. Að endingu komst Mueller að þeirri niðurstöðu að samráð hafi ekki verið sannað en hins vegar væri ekki hægt að fullyrða að forsetinn væri saklaus, meðal annars af því að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Josh Frydenberg, fjármálaráðherra Ástralíu, tjáði sig um samskipt leiðtoganna í dag. „Sjáið til, ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu um málið og við sögðumst ávalt reiðubúin til samstarfs, að varpa ljósi á þessar rannsóknir.“ Málið þykir svipa til símtals Trumps og Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta en í eftirriti af símtali þeirra, sem hefur verið birt opinberlega, má sjá Trump biðja Selenskíj um að rannsaka Joe Biden, líklegan forsetaframbjóðanda Demókrata. Það mál varð til þess að fulltrúadeild þingsins rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot og verður forsetinn mögulega ákærður til embættismissis. William Barr dómsmálaráðherra fer með rannsóknina á Rússarannsókninni. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að Barr hafi fundað með leyniþjónustufulltrúum annarra ríkja upp á síðkastið. Til að mynda Bretum og Ítölum. Ástralía Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Ástralskir embættismenn staðfestu í gærkvöldi að Trump hafi leitað til Scotts Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og beðið hann um að aðstoða við rannsókn á rannsókns Roberts Mueller á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum og meintu samráði þeirra við framboð Trumps. Trump hefur lengi verið ósáttur við rannsókn Muellers og kallað hana nornaveiðar. Að endingu komst Mueller að þeirri niðurstöðu að samráð hafi ekki verið sannað en hins vegar væri ekki hægt að fullyrða að forsetinn væri saklaus, meðal annars af því að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Josh Frydenberg, fjármálaráðherra Ástralíu, tjáði sig um samskipt leiðtoganna í dag. „Sjáið til, ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu um málið og við sögðumst ávalt reiðubúin til samstarfs, að varpa ljósi á þessar rannsóknir.“ Málið þykir svipa til símtals Trumps og Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta en í eftirriti af símtali þeirra, sem hefur verið birt opinberlega, má sjá Trump biðja Selenskíj um að rannsaka Joe Biden, líklegan forsetaframbjóðanda Demókrata. Það mál varð til þess að fulltrúadeild þingsins rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot og verður forsetinn mögulega ákærður til embættismissis. William Barr dómsmálaráðherra fer með rannsóknina á Rússarannsókninni. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að Barr hafi fundað með leyniþjónustufulltrúum annarra ríkja upp á síðkastið. Til að mynda Bretum og Ítölum.
Ástralía Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira