Sumarlestur barna sagður mikilvægur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júlí 2019 12:30 Þorsteinn segir öllu máli skipta að grunnskólabörn lesi yfir sumartímann þó þau séu í sumarfríi frá skólunum sínum. Vísir/Magnús Hlynur Þrátt fyrir að grunnskólabörn landsins séu í sumarfríi þá er mjög nauðsynlegt að þau séu dugleg að lesa í fríinu, minnst þrisvar í viku, tíu til fimmtán mínútur í senn. Þetta segir Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Sveitarfélagsins Árborgar sem hrósar sumarlestri í bókasöfnum sveitarfélagsins. Nú er aðeins rétt rúmlega mánuður í að grunnskólar landsins hefjist. Mikil áhersla er lögð á lestur og lesskilning í skólunum og því mikilvægt að börnin gleymi ekki að lesa þó þau séu í sumarfríi. „Það sýnir sig ef að börn lesa ekkert yfir sumarið þá fer þeim aftur og það viljum við alls ekki sjá því lestur er algjör undirstaða alls náms,“ segir Þorsteinn. En hvað eiga börnin að lesa mikið? „Þau þurfa að lesa þrisvar í viku helst og svona tíu til fimmtán mínútur í senn. Það fer eftir aldri barnanna, sum þurfa að lesa upphátt, foreldrarnir þurfa að vera með sumum og svo geta eldri krakkarnir lesið sjálf. Það er mikilvægt að krakkar á öllum aldri lesi, ekki bara yngri börnin.“Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg.Magnús HlynurÞorsteinn er ánægður með bókasöfnin í Árborg sem eru með sumarlestur í gangi þar sem aðsóknin hefur slegið í gegn. „Já, það er gaman að segja frá því að þar hefur þátttaka verið afar góð og mikil ánægja með þetta verkefni. Auðvitað fagna ég þessu sem yfirmaður skólamála að bókasöfnin skulu setja svona mikinn kraft í þetta,“ segir Þorsteinn. Árborg Börn og uppeldi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Þrátt fyrir að grunnskólabörn landsins séu í sumarfríi þá er mjög nauðsynlegt að þau séu dugleg að lesa í fríinu, minnst þrisvar í viku, tíu til fimmtán mínútur í senn. Þetta segir Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Sveitarfélagsins Árborgar sem hrósar sumarlestri í bókasöfnum sveitarfélagsins. Nú er aðeins rétt rúmlega mánuður í að grunnskólar landsins hefjist. Mikil áhersla er lögð á lestur og lesskilning í skólunum og því mikilvægt að börnin gleymi ekki að lesa þó þau séu í sumarfríi. „Það sýnir sig ef að börn lesa ekkert yfir sumarið þá fer þeim aftur og það viljum við alls ekki sjá því lestur er algjör undirstaða alls náms,“ segir Þorsteinn. En hvað eiga börnin að lesa mikið? „Þau þurfa að lesa þrisvar í viku helst og svona tíu til fimmtán mínútur í senn. Það fer eftir aldri barnanna, sum þurfa að lesa upphátt, foreldrarnir þurfa að vera með sumum og svo geta eldri krakkarnir lesið sjálf. Það er mikilvægt að krakkar á öllum aldri lesi, ekki bara yngri börnin.“Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg.Magnús HlynurÞorsteinn er ánægður með bókasöfnin í Árborg sem eru með sumarlestur í gangi þar sem aðsóknin hefur slegið í gegn. „Já, það er gaman að segja frá því að þar hefur þátttaka verið afar góð og mikil ánægja með þetta verkefni. Auðvitað fagna ég þessu sem yfirmaður skólamála að bókasöfnin skulu setja svona mikinn kraft í þetta,“ segir Þorsteinn.
Árborg Börn og uppeldi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira