Sigraðist á áfenginu með fuglaljósmyndun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. nóvember 2019 06:15 Mandarínuöndin sem kveikti ljósmyndaáhugann. Mynd/Aðalsteinn Pétur Aðalsteinn Pétur Bjarkason er rúmlega fertugur Austfirðingur, fæddur í Breiðdalnum en býr nú á Djúpavogi. Hann hefur starfað við ýmislegt, til dæmis byggingarvinnu víða á Norðurlandi. Aðalsteinn segir að áfengisneysla hafi verið mikið vandamál í mörg ár og einnig hafi hann leiðst út í fíkniefnanotkun. „Árið 2017 fór allt til fjandans, ég skildi og vinnan var að sliga mig. Á þessum tíma var áfengið kvöldmaturinn. Ég drakk mikið hvern einasta dag, “ segir hann. „Ég fann að ég réð ekki við þetta. Klukkan þrjú var ég kominn með skjálfta.“ Í stað þess að fara í meðferð ákvað Aðalsteinn að fara í sveitina til móður sinnar. Það var 4. febrúar og Aðalsteinn dvaldi þar í mánuð. Hefur hann ekki snert áfengi síðan. Eftir þá dvöl fór hann til Húsavíkur að vinna og keypti sér góða myndavél. „Þar sá ég þessar mandarínendur, sem voru nýkomnar til Húsavíkur. Ég náði að fanga þær með myndavélinni úr tveggja metra fjarlægð og eftir það hefur dellan verið óstöðvandi,“ segir hann. En endurnar voru merktar og höfðu sloppið úr safni í Bretlandi.Aðalsteinn Pétur Bjarkason.Aðalsteinn hefur síðan elt uppi fugla, bæði algenga og fágæta flækinga, og tekur einnig landslagsmyndir og fleira. Hann segir þetta hjálpa til við að halda sér á beinu brautinni. „Þegar félagarnir hringja og spyrja hvort ég vilji koma á barinn, þá fer ég frekar eitthvað út fyrir bæinn og tek myndir.“ Segist hann hafa unað af því að fylgjast með hegðun fuglanna, smáatriðum sem fæstir taka eftir. Aðspurður um fallegasta fuglinn segir Aðalsteinn ekkert toppa rjúpuna í vetrarbúningi. Af farfuglunum heillar krían hann mest. Sú var þó tíðin að hann óttaðist fugla, sem má rekja til þess þegar aligæsir réðust á hann sem barn á sveitaheimilinu. „Í dag get ég staðið í miðju kríuvarpi og myndað,“ segir hann. Á ferðum sínum segist Aðalsteinn taka eftir fjölgun flækingsfugla. „Á mánudag myndaði ég grákráku á Hornafirði og um daginn voru silkitoppur á Fáskrúðsfirði sem ég elti í þrjá tíma og tók 800 myndir.“ Aðalsteinn hefur enn ekki sett upp sýningu en hann segir að það sé á framtíðarplaninu. Hann ætli til dæmis að setja upp sýningu fyrir fólkið sem býr á dvalarheimilinu á staðnum. Auk þess að hafa barist við fíkn berst Aðalsteinn enn þá við þunglyndi og hefur meðal annars leitað aðstoðar sálfræðings. Hann segir að útiveran og ljósmyndaáhuginn hafi einnig hjálpað sér í þeirri baráttu. Hann segist einnig hafa fengið góðan stuðning við að sjá dóttur sína og vinkonu hennar, sem eru 19 ára, vinna stórt verkefni um fíkn í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem fjallað hefur verið um á sjónvarpsstöðinni N4. „Þetta byggir mig upp,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Dýr Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Aðalsteinn Pétur Bjarkason er rúmlega fertugur Austfirðingur, fæddur í Breiðdalnum en býr nú á Djúpavogi. Hann hefur starfað við ýmislegt, til dæmis byggingarvinnu víða á Norðurlandi. Aðalsteinn segir að áfengisneysla hafi verið mikið vandamál í mörg ár og einnig hafi hann leiðst út í fíkniefnanotkun. „Árið 2017 fór allt til fjandans, ég skildi og vinnan var að sliga mig. Á þessum tíma var áfengið kvöldmaturinn. Ég drakk mikið hvern einasta dag, “ segir hann. „Ég fann að ég réð ekki við þetta. Klukkan þrjú var ég kominn með skjálfta.“ Í stað þess að fara í meðferð ákvað Aðalsteinn að fara í sveitina til móður sinnar. Það var 4. febrúar og Aðalsteinn dvaldi þar í mánuð. Hefur hann ekki snert áfengi síðan. Eftir þá dvöl fór hann til Húsavíkur að vinna og keypti sér góða myndavél. „Þar sá ég þessar mandarínendur, sem voru nýkomnar til Húsavíkur. Ég náði að fanga þær með myndavélinni úr tveggja metra fjarlægð og eftir það hefur dellan verið óstöðvandi,“ segir hann. En endurnar voru merktar og höfðu sloppið úr safni í Bretlandi.Aðalsteinn Pétur Bjarkason.Aðalsteinn hefur síðan elt uppi fugla, bæði algenga og fágæta flækinga, og tekur einnig landslagsmyndir og fleira. Hann segir þetta hjálpa til við að halda sér á beinu brautinni. „Þegar félagarnir hringja og spyrja hvort ég vilji koma á barinn, þá fer ég frekar eitthvað út fyrir bæinn og tek myndir.“ Segist hann hafa unað af því að fylgjast með hegðun fuglanna, smáatriðum sem fæstir taka eftir. Aðspurður um fallegasta fuglinn segir Aðalsteinn ekkert toppa rjúpuna í vetrarbúningi. Af farfuglunum heillar krían hann mest. Sú var þó tíðin að hann óttaðist fugla, sem má rekja til þess þegar aligæsir réðust á hann sem barn á sveitaheimilinu. „Í dag get ég staðið í miðju kríuvarpi og myndað,“ segir hann. Á ferðum sínum segist Aðalsteinn taka eftir fjölgun flækingsfugla. „Á mánudag myndaði ég grákráku á Hornafirði og um daginn voru silkitoppur á Fáskrúðsfirði sem ég elti í þrjá tíma og tók 800 myndir.“ Aðalsteinn hefur enn ekki sett upp sýningu en hann segir að það sé á framtíðarplaninu. Hann ætli til dæmis að setja upp sýningu fyrir fólkið sem býr á dvalarheimilinu á staðnum. Auk þess að hafa barist við fíkn berst Aðalsteinn enn þá við þunglyndi og hefur meðal annars leitað aðstoðar sálfræðings. Hann segir að útiveran og ljósmyndaáhuginn hafi einnig hjálpað sér í þeirri baráttu. Hann segist einnig hafa fengið góðan stuðning við að sjá dóttur sína og vinkonu hennar, sem eru 19 ára, vinna stórt verkefni um fíkn í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem fjallað hefur verið um á sjónvarpsstöðinni N4. „Þetta byggir mig upp,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Dýr Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira