Hátt í sex hundruð aðstoðarbeiðnir í veðurofsanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 07:26 Björgunarsveitarkona stendur vaktina í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Heildarfjöldi aðstoðarbeiðna til björgunarsveita í óveðrinu, sem gengið hefur yfir landið í gær og í nótt, er að nálgast sex hundruð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. Aðgerðastjórnir á Vesturlandi, Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að draga saman seglin eftir miðnætti. Í Húnavatnssýslu var hluta af mannskapnum komið í hvíld um klukkan tvö í nótt. Verkefni hafa þó haldið áfram að berast og nú um sexleytið voru björgunarsveitarmenn að eiga við fjárhús, þar sem stór hluti af þakinu var fokinn. Veðrið í Húnavatnssýslu var enn afar slæmt um miðnætti en hafði skánað svo um munar nú í morgun, að sögn Davíðs.Sjá einnig: Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúnduÞá bárust björgunarsveitum reglulega verkefni í Skagafirði í nótt. Þar hafa menn verið að huga að bátum, flytja starfsfólk ýmissa stofna milli staða vegna innviðatjóns og eins þurft að sinna foktjóni, aðallega þakklæðningum sem hafa fokið. Sérfræðingar ferjaðir milli staða Á fimmta tímanum var enn frekari mannskapur kallaður út á Norðurlandi eystra vegna tíðra verkefna. Þar hafa verkefnin að mestu verið samfélags- eða innviðatengd, að sögn Davíðs. Verið sé að eiga við ýmiss konar bilanir sökum veðurofsans og enn sé rafmagnslaust víða á Norðurlandi. Björgunarmenn hafa því mikið verið að koma sérfræðingum á milli staða til að huga að bilunum. Þá komu einnig upp verkefni í Vestmannaeyjum í alla nótt. Flytja þurfti mannskap milli staða og enn voru að berast tilkynningar um fok í morgun. Einnig þurfti ítrekað að huga að bátum í höfninni og ein tilkynning barst um bát sem þar var að sökkva. Davíð hafði ekki upplýsingar um endanlegar málalyktir þar. Enn var rólegt á Austurlandi nú á sjöunda tímanum í morgun en gert er ráð fyrir að veðurofsinn færist þangað í dag. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutanum upp úr hádegi. Inntur eftir heildarfjölda útkalla á landinu í aftakaveðrinu segir Davíð að erfitt sé að henda reiður á því og taka verði slíkum tölum með ákveðnum fyrirvara. Á sjöunda tímanum voru aðstoðarbeiðnir til björgunarsveita í gær og í nótt þó að nálgast sex hundruð. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Heildarfjöldi aðstoðarbeiðna til björgunarsveita í óveðrinu, sem gengið hefur yfir landið í gær og í nótt, er að nálgast sex hundruð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. Aðgerðastjórnir á Vesturlandi, Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að draga saman seglin eftir miðnætti. Í Húnavatnssýslu var hluta af mannskapnum komið í hvíld um klukkan tvö í nótt. Verkefni hafa þó haldið áfram að berast og nú um sexleytið voru björgunarsveitarmenn að eiga við fjárhús, þar sem stór hluti af þakinu var fokinn. Veðrið í Húnavatnssýslu var enn afar slæmt um miðnætti en hafði skánað svo um munar nú í morgun, að sögn Davíðs.Sjá einnig: Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúnduÞá bárust björgunarsveitum reglulega verkefni í Skagafirði í nótt. Þar hafa menn verið að huga að bátum, flytja starfsfólk ýmissa stofna milli staða vegna innviðatjóns og eins þurft að sinna foktjóni, aðallega þakklæðningum sem hafa fokið. Sérfræðingar ferjaðir milli staða Á fimmta tímanum var enn frekari mannskapur kallaður út á Norðurlandi eystra vegna tíðra verkefna. Þar hafa verkefnin að mestu verið samfélags- eða innviðatengd, að sögn Davíðs. Verið sé að eiga við ýmiss konar bilanir sökum veðurofsans og enn sé rafmagnslaust víða á Norðurlandi. Björgunarmenn hafa því mikið verið að koma sérfræðingum á milli staða til að huga að bilunum. Þá komu einnig upp verkefni í Vestmannaeyjum í alla nótt. Flytja þurfti mannskap milli staða og enn voru að berast tilkynningar um fok í morgun. Einnig þurfti ítrekað að huga að bátum í höfninni og ein tilkynning barst um bát sem þar var að sökkva. Davíð hafði ekki upplýsingar um endanlegar málalyktir þar. Enn var rólegt á Austurlandi nú á sjöunda tímanum í morgun en gert er ráð fyrir að veðurofsinn færist þangað í dag. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutanum upp úr hádegi. Inntur eftir heildarfjölda útkalla á landinu í aftakaveðrinu segir Davíð að erfitt sé að henda reiður á því og taka verði slíkum tölum með ákveðnum fyrirvara. Á sjöunda tímanum voru aðstoðarbeiðnir til björgunarsveita í gær og í nótt þó að nálgast sex hundruð.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53
Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00