Esjuskjólið hélt í Reykjavík en „ægilegur Hvalfjarðarstrengurinn“ náði út á Seltjarnarnes Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2019 18:53 Veðrinu var misskipt á höfuðborgarsvæðinu í gær. Mjög hvasst var til að mynda í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi en hægari vindur miðsvæðis í Reykjavík. vísir/vilhelm Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, segir ýmislegt athyglisvert við óveðrið sem gengið hefur yfir landið síðan í gær. Um sé að ræða mesta norðanveður sem sést hafi að minnsta kosti síðustu 10 til 20 árin og athyglisvert hversu víðtækt það hafi verið. Mismikil áhrif veðursins á höfuðborgarsvæðinu vekja einnig athygli veðurfræðingsins en hann ræddi óveðrið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það vakti athygli hversu hvasst var í Vestmannaeyjum, Blönduósi og Ólafsfirði svo ég nefni þéttbýlisstaði þar sem hvessti mjög en líka vakti það athygli að Esjuskjólið hélt í Reykjavík. Það eru kannski flestir þar sem fundu ekki fyrir neinu. Svo er þetta svo sérstakt, ef við erum að tala um höfuðborgarsvæðið að það var mjög hvasst úti á Seltjarnarnesi og sums staðar í norðurhlutanum en svo var miðhlutinn, þar hreyfði varla vind. Veðurstofumælirinn sýndi mest 12 metra á sekúndu. En svo var allt sjóðvitlaust suður í Vallahverfinu og í Straumsvík,“ sagði Einar og bætti við að veðurfræðingar hafi ekki verið vissir um að Esjuskjólið myndi halda líkt og það gerði. „Þá hefði orðið mun hvassara en vestur á Seltjarnarnesi var það kannski frekar ægilegur Hvalfjarðarstrengurinn sem náði þar inn og lá þar yfir.“ Hann sagði það einnig vekja athygli hversu víðtækt rafmagnstruflanir hafi orðið vegna veðursins. „Þær voru eiginlega um allt land og af ýmsum orsökum. Það kom vindaála við sögu, ísing og selta. Síðan líka það, á þessari tækniöld, er þetta veður áminning um það sem við getum kallað frekari varnir eða varnarleiðir í fjarskiptum. Það hefur stundum mátt litlu muna að fjarskiptasamband hafi dottið út og það hefur dottið út sums staðar eftir því sem ég hef lesið.“ Aðspurður hvort fleiri lægðir í svipuðum dúr væru á leiðinni sagði Einar ekkert slíkt sjást í spánum. „En illviðri og óveður hafa tilhneigingu til að koma dálítið í syrpum og við tölum stundum um fjölskyldur lægða eða lægðasyrpur og þá koma stundum nokkrar svipaðar eða áþekkar sama veturinn. Það fer svona eftir því hvernig vindarnir blása hérna hátt yfir okkur á norðurhveli jarðar. Þannig að bara það að hafa fengið svona veður eykur líkurnar á að það komi aftur en það er samt sem áður ekkert víst og það er ekkert sem bendir til þess í spánum að slíkt verði. Engin lægð sem er svipuð sem kemur á eftir þessari.“ Hlusta má á viðtalið við Einar Sveinbjörnsson í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Seltjarnarnes Veður Tengdar fréttir Svona eru veðurhorfur framundan á landinu Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hámarki náð hvað verður varðar ef frá er talið Suðausturland þar sem von er á miklum vindi á næstu klukkustundum. 11. desember 2019 16:22 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Þakið rifnaði í heilu lagi af bílskúrnum Eyjamenn muna margir hverjir vart eftir verra óveðri en því sem gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og nótt. 11. desember 2019 13:40 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, segir ýmislegt athyglisvert við óveðrið sem gengið hefur yfir landið síðan í gær. Um sé að ræða mesta norðanveður sem sést hafi að minnsta kosti síðustu 10 til 20 árin og athyglisvert hversu víðtækt það hafi verið. Mismikil áhrif veðursins á höfuðborgarsvæðinu vekja einnig athygli veðurfræðingsins en hann ræddi óveðrið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það vakti athygli hversu hvasst var í Vestmannaeyjum, Blönduósi og Ólafsfirði svo ég nefni þéttbýlisstaði þar sem hvessti mjög en líka vakti það athygli að Esjuskjólið hélt í Reykjavík. Það eru kannski flestir þar sem fundu ekki fyrir neinu. Svo er þetta svo sérstakt, ef við erum að tala um höfuðborgarsvæðið að það var mjög hvasst úti á Seltjarnarnesi og sums staðar í norðurhlutanum en svo var miðhlutinn, þar hreyfði varla vind. Veðurstofumælirinn sýndi mest 12 metra á sekúndu. En svo var allt sjóðvitlaust suður í Vallahverfinu og í Straumsvík,“ sagði Einar og bætti við að veðurfræðingar hafi ekki verið vissir um að Esjuskjólið myndi halda líkt og það gerði. „Þá hefði orðið mun hvassara en vestur á Seltjarnarnesi var það kannski frekar ægilegur Hvalfjarðarstrengurinn sem náði þar inn og lá þar yfir.“ Hann sagði það einnig vekja athygli hversu víðtækt rafmagnstruflanir hafi orðið vegna veðursins. „Þær voru eiginlega um allt land og af ýmsum orsökum. Það kom vindaála við sögu, ísing og selta. Síðan líka það, á þessari tækniöld, er þetta veður áminning um það sem við getum kallað frekari varnir eða varnarleiðir í fjarskiptum. Það hefur stundum mátt litlu muna að fjarskiptasamband hafi dottið út og það hefur dottið út sums staðar eftir því sem ég hef lesið.“ Aðspurður hvort fleiri lægðir í svipuðum dúr væru á leiðinni sagði Einar ekkert slíkt sjást í spánum. „En illviðri og óveður hafa tilhneigingu til að koma dálítið í syrpum og við tölum stundum um fjölskyldur lægða eða lægðasyrpur og þá koma stundum nokkrar svipaðar eða áþekkar sama veturinn. Það fer svona eftir því hvernig vindarnir blása hérna hátt yfir okkur á norðurhveli jarðar. Þannig að bara það að hafa fengið svona veður eykur líkurnar á að það komi aftur en það er samt sem áður ekkert víst og það er ekkert sem bendir til þess í spánum að slíkt verði. Engin lægð sem er svipuð sem kemur á eftir þessari.“ Hlusta má á viðtalið við Einar Sveinbjörnsson í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Seltjarnarnes Veður Tengdar fréttir Svona eru veðurhorfur framundan á landinu Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hámarki náð hvað verður varðar ef frá er talið Suðausturland þar sem von er á miklum vindi á næstu klukkustundum. 11. desember 2019 16:22 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Þakið rifnaði í heilu lagi af bílskúrnum Eyjamenn muna margir hverjir vart eftir verra óveðri en því sem gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og nótt. 11. desember 2019 13:40 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Svona eru veðurhorfur framundan á landinu Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hámarki náð hvað verður varðar ef frá er talið Suðausturland þar sem von er á miklum vindi á næstu klukkustundum. 11. desember 2019 16:22
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00
Þakið rifnaði í heilu lagi af bílskúrnum Eyjamenn muna margir hverjir vart eftir verra óveðri en því sem gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og nótt. 11. desember 2019 13:40