„Samfélagið er meira og minna lamað“ Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 11. desember 2019 20:00 Óveðrið sem gengið hefur yfir landið í gær og í dag hefur haft mjög mikil samfélagsleg áhrif, ekki hvað síst á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Rafmagnstruflanir hafa verið mjög víða í landshlutunum og heilu þorpin jafnvel verið án rafmagns, eða með rafmagnstruflanir, í meira en sólarhring. Erfiðlega hefur gengið að koma rafmagni aftur á vegna veðurofsans og ófærðar. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir samfélagið ekki þola þetta ástand mikið lengur. „Þetta er í raun og veru bara þannig að samfélagið er meira og minna lamað. Verkefni okkar núna er einfaldlega bara það að reyna að koma okkur af stað aftur. Það mun taka töluverðan tíma, allir vegir ófærir og annað eftir því þannig að það er langt í land,“ sagði Stefán í beinni útsendingu frá Sauðárkróki í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Hversu alvarlegt er ástandið orðið og hversu lengi getur það varað svona? „Ekki mikið lengur og við erum alveg komin að þolmörkum þess. Við sjáum það best á því að verkefni dagsins í dag hefur verið það að reyna að tryggja að veiturnar haldi sér gangandi, keyra olíu á varageyminn þar, sömuleiðis símkerfin og fjarskiptakerfin. Verkefnið er bara að halda þessu gangandi því annars er allt komið á hliðina ef þetta fer,“ sagði Stefán. Gríðarleg áhrif á störf viðbragðsaðila Hann segir rafmagnsleysið hafa haft gríðarleg áhrif á störf björgunarsveita og lögreglu. „Þetta torveldar allar aðgerðir þessara viðbragðsaðila að vera ekki með þessa hluti áhrif á okkur þannig að við þolum þetta ekki mikið lengur.“ Ef ástandið verður svona áfram sagði Stefán viðbragðsaðila þurfa að grípa til einhverra annarra aðgerða. „Auðvitað munum við leysa það verkefni eins og önnur. En það mun gera verkefnið erfiðara en að sjálfsögðu munum við klóra okkur fram úr því.“ Hjúkrunardeildin á Hvammstanga án rafmagns Hvammstangi er einn þeirra bæja í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra sem hefur mátt þola rafmagnsleysi vegna veðursins. Þar er meðal annars rafmagnslaust á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) sem er með útibú í bænum.Fjallað er um málið á vef RÚV en þar kemur fram að engin vararafstöð er fyrir deildina, þar sem sextán manns dvelja nú. Því þarf að nota ljós með rafhlöðum til að lýsa deildina upp. Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, forstjóri HVE, segir í samtali við RÚV að engin bráðatilfelli hafi komið upp í dag. Þá hafi gengið ágætlega að sinna fólki þrátt fyrir aðstæðurnar. Hún segir það áhyggjuefni þegar rafmagnið fer svona lengi af. „„Við munum skoðum þessi mál. Ef þetta er veruleikinn að við getum lent í þessu svona lengi þá held ég að allir sem eru með svona rekstur þurfi að skoða þessa hluti. Eins og til að mynda að rafmagn sé sett í jörð. Ég sé ekki annað en að við verðum að koma upp vararafstöð fyrir Hvammstanga-deildina,“ segir Jóhanna Fjóla. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Sjá meira
Óveðrið sem gengið hefur yfir landið í gær og í dag hefur haft mjög mikil samfélagsleg áhrif, ekki hvað síst á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Rafmagnstruflanir hafa verið mjög víða í landshlutunum og heilu þorpin jafnvel verið án rafmagns, eða með rafmagnstruflanir, í meira en sólarhring. Erfiðlega hefur gengið að koma rafmagni aftur á vegna veðurofsans og ófærðar. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir samfélagið ekki þola þetta ástand mikið lengur. „Þetta er í raun og veru bara þannig að samfélagið er meira og minna lamað. Verkefni okkar núna er einfaldlega bara það að reyna að koma okkur af stað aftur. Það mun taka töluverðan tíma, allir vegir ófærir og annað eftir því þannig að það er langt í land,“ sagði Stefán í beinni útsendingu frá Sauðárkróki í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Hversu alvarlegt er ástandið orðið og hversu lengi getur það varað svona? „Ekki mikið lengur og við erum alveg komin að þolmörkum þess. Við sjáum það best á því að verkefni dagsins í dag hefur verið það að reyna að tryggja að veiturnar haldi sér gangandi, keyra olíu á varageyminn þar, sömuleiðis símkerfin og fjarskiptakerfin. Verkefnið er bara að halda þessu gangandi því annars er allt komið á hliðina ef þetta fer,“ sagði Stefán. Gríðarleg áhrif á störf viðbragðsaðila Hann segir rafmagnsleysið hafa haft gríðarleg áhrif á störf björgunarsveita og lögreglu. „Þetta torveldar allar aðgerðir þessara viðbragðsaðila að vera ekki með þessa hluti áhrif á okkur þannig að við þolum þetta ekki mikið lengur.“ Ef ástandið verður svona áfram sagði Stefán viðbragðsaðila þurfa að grípa til einhverra annarra aðgerða. „Auðvitað munum við leysa það verkefni eins og önnur. En það mun gera verkefnið erfiðara en að sjálfsögðu munum við klóra okkur fram úr því.“ Hjúkrunardeildin á Hvammstanga án rafmagns Hvammstangi er einn þeirra bæja í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra sem hefur mátt þola rafmagnsleysi vegna veðursins. Þar er meðal annars rafmagnslaust á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) sem er með útibú í bænum.Fjallað er um málið á vef RÚV en þar kemur fram að engin vararafstöð er fyrir deildina, þar sem sextán manns dvelja nú. Því þarf að nota ljós með rafhlöðum til að lýsa deildina upp. Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, forstjóri HVE, segir í samtali við RÚV að engin bráðatilfelli hafi komið upp í dag. Þá hafi gengið ágætlega að sinna fólki þrátt fyrir aðstæðurnar. Hún segir það áhyggjuefni þegar rafmagnið fer svona lengi af. „„Við munum skoðum þessi mál. Ef þetta er veruleikinn að við getum lent í þessu svona lengi þá held ég að allir sem eru með svona rekstur þurfi að skoða þessa hluti. Eins og til að mynda að rafmagn sé sett í jörð. Ég sé ekki annað en að við verðum að koma upp vararafstöð fyrir Hvammstanga-deildina,“ segir Jóhanna Fjóla.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Sjá meira