Ætla að tryggja brunavarnir í Seljaskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 13. maí 2019 11:20 Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina ætla í það verkefni að tryggja eðlilegar flóttaleiðir úr Seljaskóla og sömuleiðis að tryggja brunavarnir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði gert athugasemdir við brunavarnir í Seljaskóla en hluti hans varð eldi að bráð um liðna helgi. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir brunann um liðna helgi heilmikið áfall. Eldsupptök hafa ekki verið staðfest en mörgum bregður að sjálfsögðu við þegar bruni kemur upp í tvígang á skömmum tíma. Fyrri bruninn tengdist rafmagni og telur Helgi eðlilegt að allir angar málsins verði kannaðir þannig að öruggt verði að byggingin sé í lagi og allur frágangur á rafmagni sé tryggður. „Þetta kemur öllum á óvart og erum í þeim sporum að greina og meta. Stóra verkefnið er að þær skemmdir sem eru fyrirliggjandi, að við notum lagið og sláum eins margar flugur og hægt er í einu höggi svo aðstæður starfsmanna og nemenda verði betri,“ segir Helgi. Nemendum var gefið frí í skólanum í einn dag út af brunanum en Helgi segir að verið sé að skoða með yfirvöldum skólans hvar nákvæmlega sé hægt að koma skólastarfi fyrir á komandi dögum. Það muni taka langan tíma að laga þá álmu sem varð fyrir miklum skemmdum í brunanum, hugsanlega fram að áramótum. „Það á eftir að meta hversu skemmdirnar eru miklar, en ljóst þær eru verulegar. Þar þurfa allir að leggjast á eitt að finna lausn og svo bara að standa vörð um þetta góða skólastarf sem er í Seljaskóla, en auðvitað er þetta heilmikið áfall starfsfólk og börnin. Við vitum að það er reykjarlykt mjög víða í öllum skólanum, það tekur tíma að lofta út og hreinsa þar sem reykur náði að berast.“ Hann segir raka hafa fundist í hluta af botnplötu einnar byggingarinnar og mörg viðhaldsverkefni sem bíða en beðið sé eftir fjármagni til að ráðast í úrbætur. Hann vonast til að hægt sé að fara í það verkefni samhliða viðgerðum vegna brunans. Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina ætla í það verkefni að tryggja eðlilegar flóttaleiðir úr Seljaskóla og sömuleiðis að tryggja brunavarnir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði gert athugasemdir við brunavarnir í Seljaskóla en hluti hans varð eldi að bráð um liðna helgi. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir brunann um liðna helgi heilmikið áfall. Eldsupptök hafa ekki verið staðfest en mörgum bregður að sjálfsögðu við þegar bruni kemur upp í tvígang á skömmum tíma. Fyrri bruninn tengdist rafmagni og telur Helgi eðlilegt að allir angar málsins verði kannaðir þannig að öruggt verði að byggingin sé í lagi og allur frágangur á rafmagni sé tryggður. „Þetta kemur öllum á óvart og erum í þeim sporum að greina og meta. Stóra verkefnið er að þær skemmdir sem eru fyrirliggjandi, að við notum lagið og sláum eins margar flugur og hægt er í einu höggi svo aðstæður starfsmanna og nemenda verði betri,“ segir Helgi. Nemendum var gefið frí í skólanum í einn dag út af brunanum en Helgi segir að verið sé að skoða með yfirvöldum skólans hvar nákvæmlega sé hægt að koma skólastarfi fyrir á komandi dögum. Það muni taka langan tíma að laga þá álmu sem varð fyrir miklum skemmdum í brunanum, hugsanlega fram að áramótum. „Það á eftir að meta hversu skemmdirnar eru miklar, en ljóst þær eru verulegar. Þar þurfa allir að leggjast á eitt að finna lausn og svo bara að standa vörð um þetta góða skólastarf sem er í Seljaskóla, en auðvitað er þetta heilmikið áfall starfsfólk og börnin. Við vitum að það er reykjarlykt mjög víða í öllum skólanum, það tekur tíma að lofta út og hreinsa þar sem reykur náði að berast.“ Hann segir raka hafa fundist í hluta af botnplötu einnar byggingarinnar og mörg viðhaldsverkefni sem bíða en beðið sé eftir fjármagni til að ráðast í úrbætur. Hann vonast til að hægt sé að fara í það verkefni samhliða viðgerðum vegna brunans.
Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira