Anda léttar við bröttustu götu heims Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2019 08:45 Íbúar við götuna eru að vonum brattir eftir að hafa loks fengið viðurkenningu frá heimsmetabókinni. GWR Íbúar við götu eina í bænum Harlech í Wales telja sig loks hafa fengið uppreist æru í baráttu sinni fyrir viðurkenningu Heimsmetabókar Guinness. Þeir hafa talið bókina halla réttu máli um árabil enda hafa íbúarnir verið sannfærðir um að gatan þeirra, Ffordd Pen Llech, sé sú brattasta í heimi. Fram til þessa hafði Baldwin-gata í bænum Dunedin á Nýja-Sjálandi verið talin sú brattasta. Fulltrúar Guinness mættu loks til Wales á dögunum og mældu götuna bröttu sem reyndist vera með halla upp á 37,45 prósent þar sem hún var bröttust. Nýsjálenska gatan er hálfgerð flatneskja í samanburði, enda aðeins með halla upp á 35 prósent. Hallatitilinn færist því hinum megin á hnöttinn. Íbúar við Ffordd Pen Llech-götu eru að vonum brattir eftir viðurkenninguna, enda þykir þeim lengi hafa hallað á þá. „Ég finn fyrir fullkomnum létti - og gleði. Ég finn einnig til með Nýsjálendingum, en það sem er brattara er brattara,“ segir Gwyn Headley í samtali við breska ríkisútvarpið en hann er einn þeirra sem hefur barist hatrammlega fyrir viðurkenningunni.Horft niður hina bröttu Ffordd Pen Llech-götuGWRHann er eðli máls samkvæmt ánægður enda hefur verið á brattann að sækja í baráttunni. Íbúar götunnar þurftu að leggja út fyrir margvíslegum kostnaði við mælingar, auk þess sem fulltrúar heimsmetabókarinnar settu fram 10 skilyrði sem gatan þurfti að uppfylla til að teljast gjaldgeng. Til að mynda þurftu Walesverjarnir að leggja fram teikningar sem gátu sýnt fram á að gatan hafi verið lögð fyrir árið 1842. Talsmaður nýsjálensku götunnar segist efast um að hann muni nokkurn tímann jafna sig á því að hún hafi verið svipt titlinum. Ekki bæti úr skák að aðeins nokkrir dagar eru síðan enska krikketlandsliðið sigraði það nýsjálenska í úrslitaleik heimsmeistaramótsins - „þannig að ég er ennþá mjög reiður. Þetta er búin að vera glötuð vika, í alvöru talað,“ segir Nýsjálendingurinn Hamish McNeilly sem gerir ráð fyrir að nú muni halla undan fæti í ferðmennsku við Baldwin-götu, nú þegar hún er ekki nema næst brattasta gata heims. Hann hafi þó heyrt að íbúar við götu í San Fransisco ætli sér að hrifsa titilinn af Ffordd Pen Llech við fyrsta tækifæri. Því ættu Walesverjar ekki að fara fram úr sér í fagnaðarlátunum sem blásið verður til um helgina vegna titilsins. Þar fyrir utan sé ótæpileg áfengisdrykkja óráðleg fyrir íbúa við Ffordd Pen Llech, það kunni ekki góðri lukku að stýra að verða rúllandi fullur við jafn bratta götu. Hér að neðan má sjá myndband sem breska ríkisútvarpið tók saman um viðurkenninguna. Bretland Wales Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Íbúar við götu eina í bænum Harlech í Wales telja sig loks hafa fengið uppreist æru í baráttu sinni fyrir viðurkenningu Heimsmetabókar Guinness. Þeir hafa talið bókina halla réttu máli um árabil enda hafa íbúarnir verið sannfærðir um að gatan þeirra, Ffordd Pen Llech, sé sú brattasta í heimi. Fram til þessa hafði Baldwin-gata í bænum Dunedin á Nýja-Sjálandi verið talin sú brattasta. Fulltrúar Guinness mættu loks til Wales á dögunum og mældu götuna bröttu sem reyndist vera með halla upp á 37,45 prósent þar sem hún var bröttust. Nýsjálenska gatan er hálfgerð flatneskja í samanburði, enda aðeins með halla upp á 35 prósent. Hallatitilinn færist því hinum megin á hnöttinn. Íbúar við Ffordd Pen Llech-götu eru að vonum brattir eftir viðurkenninguna, enda þykir þeim lengi hafa hallað á þá. „Ég finn fyrir fullkomnum létti - og gleði. Ég finn einnig til með Nýsjálendingum, en það sem er brattara er brattara,“ segir Gwyn Headley í samtali við breska ríkisútvarpið en hann er einn þeirra sem hefur barist hatrammlega fyrir viðurkenningunni.Horft niður hina bröttu Ffordd Pen Llech-götuGWRHann er eðli máls samkvæmt ánægður enda hefur verið á brattann að sækja í baráttunni. Íbúar götunnar þurftu að leggja út fyrir margvíslegum kostnaði við mælingar, auk þess sem fulltrúar heimsmetabókarinnar settu fram 10 skilyrði sem gatan þurfti að uppfylla til að teljast gjaldgeng. Til að mynda þurftu Walesverjarnir að leggja fram teikningar sem gátu sýnt fram á að gatan hafi verið lögð fyrir árið 1842. Talsmaður nýsjálensku götunnar segist efast um að hann muni nokkurn tímann jafna sig á því að hún hafi verið svipt titlinum. Ekki bæti úr skák að aðeins nokkrir dagar eru síðan enska krikketlandsliðið sigraði það nýsjálenska í úrslitaleik heimsmeistaramótsins - „þannig að ég er ennþá mjög reiður. Þetta er búin að vera glötuð vika, í alvöru talað,“ segir Nýsjálendingurinn Hamish McNeilly sem gerir ráð fyrir að nú muni halla undan fæti í ferðmennsku við Baldwin-götu, nú þegar hún er ekki nema næst brattasta gata heims. Hann hafi þó heyrt að íbúar við götu í San Fransisco ætli sér að hrifsa titilinn af Ffordd Pen Llech við fyrsta tækifæri. Því ættu Walesverjar ekki að fara fram úr sér í fagnaðarlátunum sem blásið verður til um helgina vegna titilsins. Þar fyrir utan sé ótæpileg áfengisdrykkja óráðleg fyrir íbúa við Ffordd Pen Llech, það kunni ekki góðri lukku að stýra að verða rúllandi fullur við jafn bratta götu. Hér að neðan má sjá myndband sem breska ríkisútvarpið tók saman um viðurkenninguna.
Bretland Wales Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira