Þriggja og hálfs árs fangelsisdómur fyrir nauðgun staðfestur Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 19:48 Var það mat dómsins að framburður brotaþola hafi verið í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Vísir/vilhelm Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir ungum karlmanni fyrir nauðgun. Þá var manninum gert að greiða brotaþola 1,5 milljón króna í miskabætur. Maðurinn var dæmdur í fangelsi í héraði í mars í fyrra og var málinu skotið til Landsréttar í kjölfarið. Krafðist maðurinn sýknu af kröfum ákæruvaldsins og til vara að honum yrði ekki gerð refsing. Ákæruvaldið krafðist þess að refsing mannsins yrði þyngd. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa aðfararnótt 6. febrúar árið 2016 beitt brotaþola ólögmætri nauðung og haft við hana samræði ög önnur kynferðismök gegn vilja hennar. Maðurinn neitaði sök og sagði kynmökin hafa verið með samþykki brotaþola. Þá liggja fyrir símaskilaboð milli síma mannsins og brotaþola en hann sendi konunni skilaboð klukkan 6:14 um morguninn og spurði hvort ekki væri allt í lagi. Brotaþoli svaraði því að svo væri ekki. Þá bað maðurinn brotaþola fyrirgefningar í skilaboðum og sendi henni jafnframt að það hefði ekki verið ætlun hans að svo fór sem fór. „Þa bara að skilja hvað nei þyðir“, svaraði brotaþoli klukkan 08:09. Var það mat dómsins að framburður brotaþola hafi verið í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Þá sé hann metinn trúverðugur. Viðbrögð og hegðun brotaþola eftir að kynmökin áttu sér stað, sem og símaskilaboðin sem maðurinn og brotaþoli sendu hvort öðru eftir á, styðji einnig við það að hún hafi ekki veitt samþykki sitt umrætt kvöld. Það hafi ákærða hlotið að vera ljóst auk þess sem skýringar ákærða fyrir héraðsdómi eru ekki metnar trúverðugar. Mun ákærði því sæta fangelsi í þrjú og hálft ár auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola 1,5 milljón krónur í miskabætur. Þá greiði hann um tvær milljónir í málskostnað. Dómsmál Tengdar fréttir Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Hafði tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. 20. mars 2018 10:16 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir ungum karlmanni fyrir nauðgun. Þá var manninum gert að greiða brotaþola 1,5 milljón króna í miskabætur. Maðurinn var dæmdur í fangelsi í héraði í mars í fyrra og var málinu skotið til Landsréttar í kjölfarið. Krafðist maðurinn sýknu af kröfum ákæruvaldsins og til vara að honum yrði ekki gerð refsing. Ákæruvaldið krafðist þess að refsing mannsins yrði þyngd. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa aðfararnótt 6. febrúar árið 2016 beitt brotaþola ólögmætri nauðung og haft við hana samræði ög önnur kynferðismök gegn vilja hennar. Maðurinn neitaði sök og sagði kynmökin hafa verið með samþykki brotaþola. Þá liggja fyrir símaskilaboð milli síma mannsins og brotaþola en hann sendi konunni skilaboð klukkan 6:14 um morguninn og spurði hvort ekki væri allt í lagi. Brotaþoli svaraði því að svo væri ekki. Þá bað maðurinn brotaþola fyrirgefningar í skilaboðum og sendi henni jafnframt að það hefði ekki verið ætlun hans að svo fór sem fór. „Þa bara að skilja hvað nei þyðir“, svaraði brotaþoli klukkan 08:09. Var það mat dómsins að framburður brotaþola hafi verið í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Þá sé hann metinn trúverðugur. Viðbrögð og hegðun brotaþola eftir að kynmökin áttu sér stað, sem og símaskilaboðin sem maðurinn og brotaþoli sendu hvort öðru eftir á, styðji einnig við það að hún hafi ekki veitt samþykki sitt umrætt kvöld. Það hafi ákærða hlotið að vera ljóst auk þess sem skýringar ákærða fyrir héraðsdómi eru ekki metnar trúverðugar. Mun ákærði því sæta fangelsi í þrjú og hálft ár auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola 1,5 milljón krónur í miskabætur. Þá greiði hann um tvær milljónir í málskostnað.
Dómsmál Tengdar fréttir Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Hafði tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. 20. mars 2018 10:16 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Hafði tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. 20. mars 2018 10:16