Prins Póló pollrólegur þó að jörð hans hafi margfaldast í verði Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2019 12:30 Þau hjónin hafi búið á Karlsstöðum síðan 2014 með börnum sínum þremur. „Það er svo sem voðalega lítið að fara breytast og við erum bara að undirbúa sumarið og halda áfram með þennan rekstur,“ segir Svavars Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló en hann og eiginkona hans Berglind Häsler hafa sett Karlsstaði í Berufirði á sölu. Þau hjónin hafa undanfarin fimm ár verið með allskyns rekstur á bænum. Fasteignaauglýsingin hefur vakið verulega athygli en verðið á jörðinni hefur margfaldast. Nú eru settar á hana 220 milljónir króna en, Karlsstaðir höfðu áður gengið kaupum og sölum og var hún keypt á 24 milljónir árið 2005. Hún hefur sem sagt hækkað um tæpar 200 milljónir á aðeins 14 árum. DV greindi meðal annarra frá því en sú staðreynd truflar hinn pollrólega Svavar Pétur ekki hið minnsta. „Við erum að sinna ýmsum verkefnum bæði í tónlist og ferðamannabransanum og erum ekkert að flýta okkur neitt. Þetta er bara komið á sölu eins og mörg önnur fyrirtæki í landinu. Bara ef einhver hefur áhuga á að taka þátt í þessu með okkur eða hvernig sem það er. Okkur liggur ekkert á að selja og þurfum ekkert að losna við þennan rekstur.“ Svavar segir að vel gangi og þau hjónin séu á fullu að undirbúa næstu mánuði. „Það er bara vel bókað hjá okkur og við erum strax byrjuð að bóka hljómsveitir fyrir tónleikaseríuna í sumar og bara allt á fullu,“ segir Svavar en undanfarin sumur hafa verið tónleikar einu sinni í viku í sal á Karlsstöðum og hafa þeir oft vakið mikla athygli.Hér má sjá Svavar rétt eftir að þó hjónin fjárfestu í eigninni. Mikið vatn runnið til sjávar síðan þá.Svavar segir að þau hjónin hafi komið að Karlsstöðum sem hálfgerðu eyðibýli árið 2014. „Við byggðum þetta upp sem ferðaþjónustu og erum búin að eyða í þetta ansi miklu vöðvaafli og tíma. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en við ákváðum að skoða það hvort einhver hafi áhuga á eigninni.“ Jörðin Karlsstaðir liggur milli fjalls og fjöru á útströnd Berufjarðar í Djúpavogshreppi. Hún er 530 hektarar að stærð og þar af 25 hektarar af ræktuðu túni og matjurtagarði. Gistirými eru fyrir 42 í tveimur byggingum, uppgerðu húsi og nýlega endurbyggðu húsi, veislusalur með veitingaleyfi fyrir hundrað manns. Auk þess er nýleg aðstaða fyrir matvælaframleiðslu eins og segir í fasteignalýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis. Húsin sjálf eru um þúsund fermetrar og voru þau byggð upphaflega árið 1976. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni sem er nú komin á sölu.Karlsstaðir stendur á einstaklega fallegu landi.Húsin eru nokkur og hefur verið gert töluvert fyrir þau.Hér má sjá nýja viðbyggingu sem kölluð er Havarí og er það fallegur veislu og tónleikasalur.Hér má sjá inn í veislusalinn sjálfan.Gistirými eru fyrir 42 manns.Þau hjónin hafa tekið stóran hluta af eigninni í gegn.Hér má sjá eitt af húsunum sem fylgir Karlsstöðum. Djúpivogur Hús og heimili Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Sjá meira
„Það er svo sem voðalega lítið að fara breytast og við erum bara að undirbúa sumarið og halda áfram með þennan rekstur,“ segir Svavars Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló en hann og eiginkona hans Berglind Häsler hafa sett Karlsstaði í Berufirði á sölu. Þau hjónin hafa undanfarin fimm ár verið með allskyns rekstur á bænum. Fasteignaauglýsingin hefur vakið verulega athygli en verðið á jörðinni hefur margfaldast. Nú eru settar á hana 220 milljónir króna en, Karlsstaðir höfðu áður gengið kaupum og sölum og var hún keypt á 24 milljónir árið 2005. Hún hefur sem sagt hækkað um tæpar 200 milljónir á aðeins 14 árum. DV greindi meðal annarra frá því en sú staðreynd truflar hinn pollrólega Svavar Pétur ekki hið minnsta. „Við erum að sinna ýmsum verkefnum bæði í tónlist og ferðamannabransanum og erum ekkert að flýta okkur neitt. Þetta er bara komið á sölu eins og mörg önnur fyrirtæki í landinu. Bara ef einhver hefur áhuga á að taka þátt í þessu með okkur eða hvernig sem það er. Okkur liggur ekkert á að selja og þurfum ekkert að losna við þennan rekstur.“ Svavar segir að vel gangi og þau hjónin séu á fullu að undirbúa næstu mánuði. „Það er bara vel bókað hjá okkur og við erum strax byrjuð að bóka hljómsveitir fyrir tónleikaseríuna í sumar og bara allt á fullu,“ segir Svavar en undanfarin sumur hafa verið tónleikar einu sinni í viku í sal á Karlsstöðum og hafa þeir oft vakið mikla athygli.Hér má sjá Svavar rétt eftir að þó hjónin fjárfestu í eigninni. Mikið vatn runnið til sjávar síðan þá.Svavar segir að þau hjónin hafi komið að Karlsstöðum sem hálfgerðu eyðibýli árið 2014. „Við byggðum þetta upp sem ferðaþjónustu og erum búin að eyða í þetta ansi miklu vöðvaafli og tíma. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en við ákváðum að skoða það hvort einhver hafi áhuga á eigninni.“ Jörðin Karlsstaðir liggur milli fjalls og fjöru á útströnd Berufjarðar í Djúpavogshreppi. Hún er 530 hektarar að stærð og þar af 25 hektarar af ræktuðu túni og matjurtagarði. Gistirými eru fyrir 42 í tveimur byggingum, uppgerðu húsi og nýlega endurbyggðu húsi, veislusalur með veitingaleyfi fyrir hundrað manns. Auk þess er nýleg aðstaða fyrir matvælaframleiðslu eins og segir í fasteignalýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis. Húsin sjálf eru um þúsund fermetrar og voru þau byggð upphaflega árið 1976. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni sem er nú komin á sölu.Karlsstaðir stendur á einstaklega fallegu landi.Húsin eru nokkur og hefur verið gert töluvert fyrir þau.Hér má sjá nýja viðbyggingu sem kölluð er Havarí og er það fallegur veislu og tónleikasalur.Hér má sjá inn í veislusalinn sjálfan.Gistirými eru fyrir 42 manns.Þau hjónin hafa tekið stóran hluta af eigninni í gegn.Hér má sjá eitt af húsunum sem fylgir Karlsstöðum.
Djúpivogur Hús og heimili Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Sjá meira