Fjölda mála dagaði uppi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. júní 2019 06:00 Þingmenn fóru í sumarfrí í gær eftir afgreiðslu á fjármálaáætlun og fjármálastefnu. vísir/vilhelm Fjármálaáætlun 2020- 2024 og breytingar á fjármálastefnu 2018-2022 voru afgreiddar frá Alþingi í gær á síðasta degi þingsins fyrir sumarhlé. Fjármálaáætlun var samþykkt með atkvæðum stjórnarþingmanna en Píratar, Samfylkingin og Viðreisn voru á móti. Miðflokkur og Flokkur fólksins sátu hins vegar hjá. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði niðurstöðuna góða miðað við breyttar horfur í efnahagskerfinu. „Mjög snörp skil urðu í hagkerfinu hjá okkur við gjaldþrot WOW og aðrar slæmar fréttir af aflabrögðum á vormánuðum. Þetta leiddi til þess að tiltölulega nýlegar hagspár voru teknar til gagngerrar endurskoðunar.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði hins vegar vanta upp á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. „Það vantar kostnaðar- og ábatagreiningu. Það er ekkert gagnsæi í því hvað í rauninni stefna stjórnvalda þýðir hvað varðar þær fjárheimildir sem við erum að samþykkja hér.“ Eins og oft áður náðist ekki að ljúka meðferð allra þeirra mála sem ríkisstjórnin lagði fram á þessum þingvetri en forsætisnefnd Alþingis á líka eftir óafgreidd mál. Ekki hefur enn verið tekin endanleg afstaða til kvörtunar Ásmundar Friðrikssonar undan Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur en siðanefnd þingsins komst í maí að þeirri niðurstöðu í ráðgefandi áliti að Þórhildur Sunna hefði gerst brotleg við siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund. Samkvæmt svari forseta þingsins við fyrirspurn Fréttablaðsins verður málið á dagskrá forsætisnefndar fljótlega. Meðal frumvarpa sem enn eru óafgreidd við þinglok er frumvarp til laga um þjóðarsjóð. Það er eina frumvarp stjórnarinnar sem tilbúið var til 2. umræðu auk tveggja frumvarpa sem tengjast þriðja orkupakkanum. Þjóðarsjóðsmálið var afgreitt úr nefnd 17. maí síðastliðinn. Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið um málið og skilaði nefndin fjórum nefndarálitum í málinu; einu frá meirihluta og þremur frá fulltrúum í stjórnarandstöðu. Meðal stjórnarfrumvarpa sem enn voru til meðferðar í nefndum við þinglok var frumvarp menntamálaráðherra til heildarlaga um sviðslistir og frumvarp dómsmálaráðherra um þrengingu ákvæðis almennra hegningarlaga um hatursorðræðu. Nokkur stjórnarfrumvörp biðu þess einnig að komast á dagskrá þingsins og til þinglegrar meðferðar. Meðal þeirra var frumvarp dómsmálaráðherra til nýrra laga um bætur vegna meiðyrða og fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra. Frumvörp falla niður í þinglok og þurfa að fara að nýju í gegnum þinglega meðferð á nýju þingi sé það enn vilji stjórnarinnar. Það sama gildir um fyrirspurnir þingmanna til ráðherra sem ekki hefur verið svarað í þinglok. Þeir þurfa að leggja þær fyrirspurnir fram að nýju vilji þeir á annað borð enn fá svör við þeim. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær var 162 fyrirspurnum þingmanna til ráðherra ósvarað. Ekki er þó loku fyrir það skotið að svör við einhverjum fyrirspurnum hafi borist þinginu síðsumars þegar ljúka á umræðu um þriðja orkupakkann Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59 Segir breyttan veruleika kalla á breytingar á leikreglunum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir breyttan veruleika stjórnmála kalla á breyttar leikreglur. Taka þurfi mið af því að flokkar sem standi utan ríkisstjórnar hafi ekki samið um myndun stjórnarandstöðu. 20. júní 2019 06:00 Steingrímur harðorður áður en þingi var formlega frestað Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. 20. júní 2019 20:30 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Fjármálaáætlun 2020- 2024 og breytingar á fjármálastefnu 2018-2022 voru afgreiddar frá Alþingi í gær á síðasta degi þingsins fyrir sumarhlé. Fjármálaáætlun var samþykkt með atkvæðum stjórnarþingmanna en Píratar, Samfylkingin og Viðreisn voru á móti. Miðflokkur og Flokkur fólksins sátu hins vegar hjá. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði niðurstöðuna góða miðað við breyttar horfur í efnahagskerfinu. „Mjög snörp skil urðu í hagkerfinu hjá okkur við gjaldþrot WOW og aðrar slæmar fréttir af aflabrögðum á vormánuðum. Þetta leiddi til þess að tiltölulega nýlegar hagspár voru teknar til gagngerrar endurskoðunar.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði hins vegar vanta upp á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. „Það vantar kostnaðar- og ábatagreiningu. Það er ekkert gagnsæi í því hvað í rauninni stefna stjórnvalda þýðir hvað varðar þær fjárheimildir sem við erum að samþykkja hér.“ Eins og oft áður náðist ekki að ljúka meðferð allra þeirra mála sem ríkisstjórnin lagði fram á þessum þingvetri en forsætisnefnd Alþingis á líka eftir óafgreidd mál. Ekki hefur enn verið tekin endanleg afstaða til kvörtunar Ásmundar Friðrikssonar undan Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur en siðanefnd þingsins komst í maí að þeirri niðurstöðu í ráðgefandi áliti að Þórhildur Sunna hefði gerst brotleg við siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund. Samkvæmt svari forseta þingsins við fyrirspurn Fréttablaðsins verður málið á dagskrá forsætisnefndar fljótlega. Meðal frumvarpa sem enn eru óafgreidd við þinglok er frumvarp til laga um þjóðarsjóð. Það er eina frumvarp stjórnarinnar sem tilbúið var til 2. umræðu auk tveggja frumvarpa sem tengjast þriðja orkupakkanum. Þjóðarsjóðsmálið var afgreitt úr nefnd 17. maí síðastliðinn. Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið um málið og skilaði nefndin fjórum nefndarálitum í málinu; einu frá meirihluta og þremur frá fulltrúum í stjórnarandstöðu. Meðal stjórnarfrumvarpa sem enn voru til meðferðar í nefndum við þinglok var frumvarp menntamálaráðherra til heildarlaga um sviðslistir og frumvarp dómsmálaráðherra um þrengingu ákvæðis almennra hegningarlaga um hatursorðræðu. Nokkur stjórnarfrumvörp biðu þess einnig að komast á dagskrá þingsins og til þinglegrar meðferðar. Meðal þeirra var frumvarp dómsmálaráðherra til nýrra laga um bætur vegna meiðyrða og fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra. Frumvörp falla niður í þinglok og þurfa að fara að nýju í gegnum þinglega meðferð á nýju þingi sé það enn vilji stjórnarinnar. Það sama gildir um fyrirspurnir þingmanna til ráðherra sem ekki hefur verið svarað í þinglok. Þeir þurfa að leggja þær fyrirspurnir fram að nýju vilji þeir á annað borð enn fá svör við þeim. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær var 162 fyrirspurnum þingmanna til ráðherra ósvarað. Ekki er þó loku fyrir það skotið að svör við einhverjum fyrirspurnum hafi borist þinginu síðsumars þegar ljúka á umræðu um þriðja orkupakkann
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59 Segir breyttan veruleika kalla á breytingar á leikreglunum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir breyttan veruleika stjórnmála kalla á breyttar leikreglur. Taka þurfi mið af því að flokkar sem standi utan ríkisstjórnar hafi ekki samið um myndun stjórnarandstöðu. 20. júní 2019 06:00 Steingrímur harðorður áður en þingi var formlega frestað Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. 20. júní 2019 20:30 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59
Segir breyttan veruleika kalla á breytingar á leikreglunum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir breyttan veruleika stjórnmála kalla á breyttar leikreglur. Taka þurfi mið af því að flokkar sem standi utan ríkisstjórnar hafi ekki samið um myndun stjórnarandstöðu. 20. júní 2019 06:00
Steingrímur harðorður áður en þingi var formlega frestað Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. 20. júní 2019 20:30