Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. mars 2019 07:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, býst við því að framhaldið muni skýrast um helgina. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjudag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. „Við erum bara að vinna í þessu en það er svo sem ekkert hægt að segja til um hvernig það endar eða hvernig það gengur. Þetta er mál í vinnslu en við gerum okkar allra besta til að reyna að lenda þessu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðu kjaraviðræðna. Samtök atvinnulífsins (SA) og stéttarfélögin sex sem eru í samfloti hittust hjá ríkissáttasemjara í gær. Áfram ríkir trúnaður um innihald viðræðnanna en aðilar munu hittast aftur í dag og einnig er fyrirhugaður fundur á morgun. Þriggja sólarhringa verkfall félagsmanna VR og Eflingar á hótelum og hjá rútufyrirtækjum hefst að óbreyttu á þriðjudag. Það er því ljóst að mikið er undir um helgina. „Þetta tekur ekkert lengri tíma að komast að niðurstöðu um hvort við séum að landa þessu eða ekki. Við þurfum ekkert lengri tíma en helgina í það,“ segir Ragnar Þór. Hann segist jafnvel geta trúað því að mál fari að skýrast eitthvað í dag en upp á sunnudaginn sé að hlaupa. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins (SGS) funduðu einnig með SA í gær. Fundurinn sem var boðaður af ríkissáttasemjara stóð í tæpa klukkustund. „Það kom ekkert nýtt fram á þessum fundi,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS. Hann segist hafa hitt ýmsa félaga sína í stéttarfélögunum sex við kaffivélina hjá ríkissáttasemjara. „Vonandi gengur þeim sem allra, allra best.“ Drög að aðgerðaáætlun SGS verða rædd í trúnaðarráðum aðildarfélaganna um helgina. Flosi segir að í framhaldinu verði tekin afstaða til næstu skrefa. Næstkomandi mánudag rennur út gildistími fjölmargra kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir aðildarfélög sambandsins byrjuð að hitta viðsemjendur en viðræðurnar séu þó rétt að hefjast. Aðspurð segir hún að niðurstöður samninga á almennum vinnumarkaði muni hafa einhver áhrif á viðræður. „Viðsemjendur okkar eru í það minnsta að bíða eftir þeirri niðurstöðu en aðildarfélög BHM eru alveg tilbúin að hefja kjaraviðræður.“ VR kemur til móts við starfsmenn WOW Stjórn VR ætlar lána þeim félagsmönnum sem störfuðu hjá WOW fjárhæð sambærilega þeirri sem þeir fengju úr Ábyrgðasjóði launa vegna marsmánaðar. Ragnar Þór Ingólfsson segir að annars yrði þetta fólk launalaust nú um mánaðamótin. „Þetta er þröng staða sem fólk er sett í með mjög stuttum fyrirvara.“ VR fundaði í gær með þessu fólki og var þar farið yfir málin. Ragnar Þór hrósar starfsfólki VR sérstaklega fyrir að hafa unnið hratt og vel að þessu. „Ég held það fari nú margir aðeins léttari inn í helgina svona eins og hægt er miðað við aðstæður.“ Þá brýnir hann fyrir fjármálafyrirtækjum, leigusölum og innheimtufyrirtækjum að taka tillit til aðstæðna. „Það er mikilvægt að þessir aðilar vinni nú með fólki sem lendir í þessari stöðu en ekki á móti því.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjudag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. „Við erum bara að vinna í þessu en það er svo sem ekkert hægt að segja til um hvernig það endar eða hvernig það gengur. Þetta er mál í vinnslu en við gerum okkar allra besta til að reyna að lenda þessu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðu kjaraviðræðna. Samtök atvinnulífsins (SA) og stéttarfélögin sex sem eru í samfloti hittust hjá ríkissáttasemjara í gær. Áfram ríkir trúnaður um innihald viðræðnanna en aðilar munu hittast aftur í dag og einnig er fyrirhugaður fundur á morgun. Þriggja sólarhringa verkfall félagsmanna VR og Eflingar á hótelum og hjá rútufyrirtækjum hefst að óbreyttu á þriðjudag. Það er því ljóst að mikið er undir um helgina. „Þetta tekur ekkert lengri tíma að komast að niðurstöðu um hvort við séum að landa þessu eða ekki. Við þurfum ekkert lengri tíma en helgina í það,“ segir Ragnar Þór. Hann segist jafnvel geta trúað því að mál fari að skýrast eitthvað í dag en upp á sunnudaginn sé að hlaupa. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins (SGS) funduðu einnig með SA í gær. Fundurinn sem var boðaður af ríkissáttasemjara stóð í tæpa klukkustund. „Það kom ekkert nýtt fram á þessum fundi,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS. Hann segist hafa hitt ýmsa félaga sína í stéttarfélögunum sex við kaffivélina hjá ríkissáttasemjara. „Vonandi gengur þeim sem allra, allra best.“ Drög að aðgerðaáætlun SGS verða rædd í trúnaðarráðum aðildarfélaganna um helgina. Flosi segir að í framhaldinu verði tekin afstaða til næstu skrefa. Næstkomandi mánudag rennur út gildistími fjölmargra kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir aðildarfélög sambandsins byrjuð að hitta viðsemjendur en viðræðurnar séu þó rétt að hefjast. Aðspurð segir hún að niðurstöður samninga á almennum vinnumarkaði muni hafa einhver áhrif á viðræður. „Viðsemjendur okkar eru í það minnsta að bíða eftir þeirri niðurstöðu en aðildarfélög BHM eru alveg tilbúin að hefja kjaraviðræður.“ VR kemur til móts við starfsmenn WOW Stjórn VR ætlar lána þeim félagsmönnum sem störfuðu hjá WOW fjárhæð sambærilega þeirri sem þeir fengju úr Ábyrgðasjóði launa vegna marsmánaðar. Ragnar Þór Ingólfsson segir að annars yrði þetta fólk launalaust nú um mánaðamótin. „Þetta er þröng staða sem fólk er sett í með mjög stuttum fyrirvara.“ VR fundaði í gær með þessu fólki og var þar farið yfir málin. Ragnar Þór hrósar starfsfólki VR sérstaklega fyrir að hafa unnið hratt og vel að þessu. „Ég held það fari nú margir aðeins léttari inn í helgina svona eins og hægt er miðað við aðstæður.“ Þá brýnir hann fyrir fjármálafyrirtækjum, leigusölum og innheimtufyrirtækjum að taka tillit til aðstæðna. „Það er mikilvægt að þessir aðilar vinni nú með fólki sem lendir í þessari stöðu en ekki á móti því.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent