Tvær þáttaraðir af Love Island á ári frá og með 2020 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2019 09:23 Sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að fjölga þáttaröðum af raunveruleika- og stefnumótaþættinum Love Island. Vísir/getty ITV hefur nú staðfest að frá og með árinu 2020 verði tvær þáttaraðir á ári af stefnumótaþættinum Love Island sem hefur notið talsverðra vinsælda hjá ungu kynslóðinni. Þátturinn er vinsælasta sjónvarpsefnið hjá ungu fólki á aldrinum 16-34 ára í Bretlandi og síðasta þáttaröð Love Island sló áhorfsmet. „Eftir metár er gaman að geta tilkynnt um aðra þáttaröð til viðbótar árið 2020,“ sagði Paul Mortimer yfirmaður nýmiðla hjá ITV. „Love Island hefur enn á ný sannað að þátturinn er hin fullkomin formúla sem laðar að unga áhorfendur,“ segir Mortimer. Á næsta ári fara tökur á Love Island fram í glæsihýsi í Suður-Afríku.Tveir svipt sig lífi eftir Love Island Þrátt fyrir að raunveruleikaþátturinn hafi notið vinsælda hefur hann einnig verið harðlega gagnrýndur og áhorfendur látið í ljós áhyggjur sínar af sálarlífi þátttakenda og illri meðferð á þeim. Sophie Gradon svipti sig lífi ári eftir að hún tók þátt í Love Island og síðastliðinn mars svipti annar fyrrverandi þátttakandi sig lífi, knattspyrnumaðurinn Mike Thalassitis.Bjóða upp á sálfræðimeðferð að tökum loknum Carolyn McCall, framkvæmdastjóri ITV, var spurð hvort ekki væri ástæða til að hætta með þættina í ljósi þessa. Sjónvarpsstöðinni þætti greinilega ástæða til að bjóða þátttakendum Love Island sálfræðimeðferð að tökum loknum. „Við bjóðum upp á það vegna þess að okkur finnst það mikilvægt. Þú yfirgefur glæsihýsið eftir átta vikur – eftir að hafa lifað allt öðruvísi lífi og ert núna að taka þátt í alvöru heiminum,“ segir McCall sem þvertekur fyrir illa meðferð á þátttakendum. „Það getur reynst mörgum afar erfitt að aðlaga sig að hinum raunverulega heimi og það er þess vegna sem við bjóðum upp á sálfræðimeðferð.“Sannfærð um samfélagslegt gildi þáttanna McCall segist sjálf horfa á þáttinn á hverju kvöldi og er sannfærð um samfélagslegt gildi Love Island.„Málið með Love Island er að þetta er stefnumótaþáttur. Það veitir manni gleði að horfa á hann en hann sýnir líka hversdagslegar hæstu hæðir og lægstu lægðir hvers sambands,“ sagði McCall. „Þau [þátttakendurnir] eru líka vingjarnleg, veita hvert öðru stuðning og ræða sín á milli um málefni sem margt fólk kann að meta því þetta eru málefni sem varða hversdagsleikann í nútímaástarsamböndum.“ View this post on InstagramThanks for the fun challenge, lads! #LoveIsland A post shared by Love Island (@loveisland) on Jul 11, 2019 at 1:49pm PDT Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21 Love Island-stjarna og kærasti hennar létust með nokkurra vikna millibili Armstrong lést á þriðjudag en Gradon lést þann 20. júní síðastliðinn. 11. júlí 2018 11:29 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
ITV hefur nú staðfest að frá og með árinu 2020 verði tvær þáttaraðir á ári af stefnumótaþættinum Love Island sem hefur notið talsverðra vinsælda hjá ungu kynslóðinni. Þátturinn er vinsælasta sjónvarpsefnið hjá ungu fólki á aldrinum 16-34 ára í Bretlandi og síðasta þáttaröð Love Island sló áhorfsmet. „Eftir metár er gaman að geta tilkynnt um aðra þáttaröð til viðbótar árið 2020,“ sagði Paul Mortimer yfirmaður nýmiðla hjá ITV. „Love Island hefur enn á ný sannað að þátturinn er hin fullkomin formúla sem laðar að unga áhorfendur,“ segir Mortimer. Á næsta ári fara tökur á Love Island fram í glæsihýsi í Suður-Afríku.Tveir svipt sig lífi eftir Love Island Þrátt fyrir að raunveruleikaþátturinn hafi notið vinsælda hefur hann einnig verið harðlega gagnrýndur og áhorfendur látið í ljós áhyggjur sínar af sálarlífi þátttakenda og illri meðferð á þeim. Sophie Gradon svipti sig lífi ári eftir að hún tók þátt í Love Island og síðastliðinn mars svipti annar fyrrverandi þátttakandi sig lífi, knattspyrnumaðurinn Mike Thalassitis.Bjóða upp á sálfræðimeðferð að tökum loknum Carolyn McCall, framkvæmdastjóri ITV, var spurð hvort ekki væri ástæða til að hætta með þættina í ljósi þessa. Sjónvarpsstöðinni þætti greinilega ástæða til að bjóða þátttakendum Love Island sálfræðimeðferð að tökum loknum. „Við bjóðum upp á það vegna þess að okkur finnst það mikilvægt. Þú yfirgefur glæsihýsið eftir átta vikur – eftir að hafa lifað allt öðruvísi lífi og ert núna að taka þátt í alvöru heiminum,“ segir McCall sem þvertekur fyrir illa meðferð á þátttakendum. „Það getur reynst mörgum afar erfitt að aðlaga sig að hinum raunverulega heimi og það er þess vegna sem við bjóðum upp á sálfræðimeðferð.“Sannfærð um samfélagslegt gildi þáttanna McCall segist sjálf horfa á þáttinn á hverju kvöldi og er sannfærð um samfélagslegt gildi Love Island.„Málið með Love Island er að þetta er stefnumótaþáttur. Það veitir manni gleði að horfa á hann en hann sýnir líka hversdagslegar hæstu hæðir og lægstu lægðir hvers sambands,“ sagði McCall. „Þau [þátttakendurnir] eru líka vingjarnleg, veita hvert öðru stuðning og ræða sín á milli um málefni sem margt fólk kann að meta því þetta eru málefni sem varða hversdagsleikann í nútímaástarsamböndum.“ View this post on InstagramThanks for the fun challenge, lads! #LoveIsland A post shared by Love Island (@loveisland) on Jul 11, 2019 at 1:49pm PDT
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21 Love Island-stjarna og kærasti hennar létust með nokkurra vikna millibili Armstrong lést á þriðjudag en Gradon lést þann 20. júní síðastliðinn. 11. júlí 2018 11:29 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21
Love Island-stjarna og kærasti hennar létust með nokkurra vikna millibili Armstrong lést á þriðjudag en Gradon lést þann 20. júní síðastliðinn. 11. júlí 2018 11:29