Meinaður aðgangur á Austur fyrir að vera samkynhneigður: „Ég hugsaði hann hlýtur að vera að djóka“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. júlí 2019 19:30 Ungum samkynhneigðum manni var meinaður aðgangur að skemmtistaðnum Austur um nýliðna helgi vegna kynhneigðar sinnar. Maðurinn segir að honum hafi blöskrað. Hann sé ánægður með viðbrögð staðarins en dyraverðinum sem meinaði honum aðgang var sagt upp. Síðastliðið laugardagskvöld ætlaði Númi Sveinsson, verkfræðinemi, á skemmtistaðinn Austur til að skemmta sér með vinum sínum. Vinir hans voru komnir á undan honum og var hann því einn á leið inn þegar dyravörður staðarins biður hann um skilríki. „Ég er eitthvað að reyna laga eyrnalokkinn minn á meðan ég er að finna skilríkið mitt og þá segir dyravörðurinn við mig „gay’s are not allowed inside eða samkynhneigðir eru ekki leyfðir hér,“ segir Númi. Dyravörðurinn hafi svo spurt hvort hann væri ekki samkynhneigður. „Ég hleyp þarna beint aftur inn í skápinn og segir nei, sem ég sé náttúrulega eftir núna,“ segir Númi en honum leið mjög skringilega eftir atvikið. Hann bað svo vini sína að koma út og þau fóru annað.„Þetta kom ótrúlega mikið á óvart. Ég hugsaði hann hlýtur að vera að djóka,“ segir Númi. Númi kveðst ánægður með viðbrögð forsvarsmanna Austurs í málinu en dyraverðinum var sagt upp störfum og Númi beðinn afsökunar „Þetta var sjokk fyrir okkur. Við stöndum ekki fyrir þetta. Þetta voru mistök einnar manneskju ekki klúbbsins,“ segir Raul Ferreira, framkvæmdastjóri Austurs og bætir við að svona líðist ekki á Austur. „Ég get ekki beðið um neitt meira en að maðurinn sem gerði þetta sé rekinn. Tíminn sem svona hatur á sér stað er bara liðinn,“ segir Númi og bætir við að hann hafi aldrei upplifað fordóma af þessu tagi. „Það eru meira duldir fordómar til dæmis augnglott og þannig,“ segir Númi sem óttast það eftir atvikið að aðrir sem tilheyri jaðarsettari hópnum verði fyrir svo grimmum fordómum. „Ég er í mikilli forréttindastöðu þannig séð, ég tala reiprennandi íslensku og er hvítur karlmaður. Það eru hópar sem eru í mun jaðarsettari stöðu en ég sem eiga erfiðara,“ segir Númi. Hinsegin Næturlíf Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Ungum samkynhneigðum manni var meinaður aðgangur að skemmtistaðnum Austur um nýliðna helgi vegna kynhneigðar sinnar. Maðurinn segir að honum hafi blöskrað. Hann sé ánægður með viðbrögð staðarins en dyraverðinum sem meinaði honum aðgang var sagt upp. Síðastliðið laugardagskvöld ætlaði Númi Sveinsson, verkfræðinemi, á skemmtistaðinn Austur til að skemmta sér með vinum sínum. Vinir hans voru komnir á undan honum og var hann því einn á leið inn þegar dyravörður staðarins biður hann um skilríki. „Ég er eitthvað að reyna laga eyrnalokkinn minn á meðan ég er að finna skilríkið mitt og þá segir dyravörðurinn við mig „gay’s are not allowed inside eða samkynhneigðir eru ekki leyfðir hér,“ segir Númi. Dyravörðurinn hafi svo spurt hvort hann væri ekki samkynhneigður. „Ég hleyp þarna beint aftur inn í skápinn og segir nei, sem ég sé náttúrulega eftir núna,“ segir Númi en honum leið mjög skringilega eftir atvikið. Hann bað svo vini sína að koma út og þau fóru annað.„Þetta kom ótrúlega mikið á óvart. Ég hugsaði hann hlýtur að vera að djóka,“ segir Númi. Númi kveðst ánægður með viðbrögð forsvarsmanna Austurs í málinu en dyraverðinum var sagt upp störfum og Númi beðinn afsökunar „Þetta var sjokk fyrir okkur. Við stöndum ekki fyrir þetta. Þetta voru mistök einnar manneskju ekki klúbbsins,“ segir Raul Ferreira, framkvæmdastjóri Austurs og bætir við að svona líðist ekki á Austur. „Ég get ekki beðið um neitt meira en að maðurinn sem gerði þetta sé rekinn. Tíminn sem svona hatur á sér stað er bara liðinn,“ segir Númi og bætir við að hann hafi aldrei upplifað fordóma af þessu tagi. „Það eru meira duldir fordómar til dæmis augnglott og þannig,“ segir Númi sem óttast það eftir atvikið að aðrir sem tilheyri jaðarsettari hópnum verði fyrir svo grimmum fordómum. „Ég er í mikilli forréttindastöðu þannig séð, ég tala reiprennandi íslensku og er hvítur karlmaður. Það eru hópar sem eru í mun jaðarsettari stöðu en ég sem eiga erfiðara,“ segir Númi.
Hinsegin Næturlíf Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira