Brýnt að bæta skólphreinsun að mati Umhverfisstofnunar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. janúar 2019 19:00 Örplast finnst í fjörutíu til fimmtíu og fimm prósentum kræklings og í sjö af hverjum tíu fýlum. Þetta kemur fram í nýlegum rannsóknum á plastmengun í hafi í kringum Ísland sem Umhverfisstofnun lét á síðasta ári of fór fram á Suðvesturhorninu, Vestfjörðum og Norðausturlandi. Þetta er í fyrsta skipti sem örplast er kannað í kræklingi hér á landi en hann er talinn hentug lífvera við mat á örplasti í hafi. Engar rannsóknir eru hins vegar til um áhrif þess að innbyrða slíkan krækling að sögn Katrínar Sóleyjar Bjarnadóttur sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Þrátt fyrir að plast hafi fundist í 70% fýla fannst minna magn í hverjum og einum þeirra nú en í rannsókn frá árinu 2012. Þá mælist umtalsvert minna plast hér en í samanburðalöndum en þó ber þess að geta að þær rannsóknir eru allar mun eldri. Katrín segir að plastið hafi mikil áhrif á líf sjófuglsins. „Fuglinn heldur að plastið sé fæða og verður fyrir næringarskorti, einhverjir deyja. Þá eru margir fuglar sem gefa ungunum sínum plast og þeir lifa það ekki af,“ segir Katrín. í tillögum sem plasthópur umhverfsráðherra skilaði í haust kom fram að á næstu árum eigi að bæta skólphreinsun hér við landi til að draga úr plastmengun. Katrín segir það afar brýnt. „Við teljum mjög mikilvægt að bæta skólhreinsunina af því það fer mjög mikið af örplasti í hafið á þennan máta. Það fer ótrúlega mikið af örplasti frá þvottavélum, dekkjum og ef það er ekki hreinsað þá fer það óhindrað út í sjóinn. Vonandi er nógu mikill vilji til að breyta þessu til hins betra,“ segir hún. Katrín Sóley mælir með vörum sem eru svansvottaðar til að bæta umgengni við náttúruna. Umhverfismál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Örplast finnst í fjörutíu til fimmtíu og fimm prósentum kræklings og í sjö af hverjum tíu fýlum. Þetta kemur fram í nýlegum rannsóknum á plastmengun í hafi í kringum Ísland sem Umhverfisstofnun lét á síðasta ári of fór fram á Suðvesturhorninu, Vestfjörðum og Norðausturlandi. Þetta er í fyrsta skipti sem örplast er kannað í kræklingi hér á landi en hann er talinn hentug lífvera við mat á örplasti í hafi. Engar rannsóknir eru hins vegar til um áhrif þess að innbyrða slíkan krækling að sögn Katrínar Sóleyjar Bjarnadóttur sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Þrátt fyrir að plast hafi fundist í 70% fýla fannst minna magn í hverjum og einum þeirra nú en í rannsókn frá árinu 2012. Þá mælist umtalsvert minna plast hér en í samanburðalöndum en þó ber þess að geta að þær rannsóknir eru allar mun eldri. Katrín segir að plastið hafi mikil áhrif á líf sjófuglsins. „Fuglinn heldur að plastið sé fæða og verður fyrir næringarskorti, einhverjir deyja. Þá eru margir fuglar sem gefa ungunum sínum plast og þeir lifa það ekki af,“ segir Katrín. í tillögum sem plasthópur umhverfsráðherra skilaði í haust kom fram að á næstu árum eigi að bæta skólphreinsun hér við landi til að draga úr plastmengun. Katrín segir það afar brýnt. „Við teljum mjög mikilvægt að bæta skólhreinsunina af því það fer mjög mikið af örplasti í hafið á þennan máta. Það fer ótrúlega mikið af örplasti frá þvottavélum, dekkjum og ef það er ekki hreinsað þá fer það óhindrað út í sjóinn. Vonandi er nógu mikill vilji til að breyta þessu til hins betra,“ segir hún. Katrín Sóley mælir með vörum sem eru svansvottaðar til að bæta umgengni við náttúruna.
Umhverfismál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira