Mikilvægt að draga lærdóma af neyðarláni til Kaupþings Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. maí 2019 06:30 Már Guðmundsson segir mikilvægt að draga lærdóma af neyðarláninu en ekkert bendi til þess að ráðstöfunin hafi verið óeðlileg. Fréttablaðið/Anton Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur að tvo meginlærdóma þurfi að draga af neyðarláni bankans til Kaupþings í október 2008. Skýrsla um lánveitinguna sem verið hefur í vinnslu í bankanum síðastliðin fjögur ár var kynnt í gær. „Í fyrsta lagi þarf að skýra stjórnsýsluna betur varðandi lánveitingar af þessu tagi. Það er að mínu viti gert í frumvarpi til laga um Seðlabankann sem nú liggur fyrir Alþingi.“ Þannig yrði ákvörðunin skráð í fundargerð þar sem einnig kæmi fram af hverju hún var tekin. „Það er mjög mikilvægt til að geta lagt mat á svona aðgerðir.“ Hinn meginlærdómurinn sem Már nefnir er um mikilvægi þess að seðlabankar hafi á hverjum tíma betri innsýn í það hvaða veð séu tiltæk og hægt að nota komi til svona lánveitinga. „Þannig þurfi ekki að vera meta það á einhverjum hlaupum og þá með mistakaáhættu á meðan fárviðrið geisar. Ég held að í því samhengi sé það líka lærdómur að veð í hlutafé, og ég tala nú ekki um í hlutafé erlends banka, er ekki heppilegt veð.“ Varðandi ákvörðunina um lánveitinguna segir Már ljóst að hún hafi ekki verið rétt í þeim skilningi að þær tvær forsendur sem hún virðist hafa verið byggð á hafi reynst rangar. Annars vegar að með lánveitingunni yrði tryggt að í landinu yrði starfandi einn alhliða banki og hins vegar að áhættan væri ekki svo mikil vegna þess að um mjög góð veð væri að ræða. „Ákvörðunin er samt skiljanleg í ljósi aðstæðna og í raun og veru er alveg greinilegt að þeir sem tóku þessa ákvörðun áttu ekki von á því að það yrðu svona miklir erfiðleikar í dönsku efnahagslífi.“ Þeir erfiðleikar hafi haft mikil áhrif á verðmæti FIH-bankans sem Seðlabankinn tók sem veð fyrir láninu. Í skýrslunni er reynt að varpa ljósi á það hvernig Kaupþing ráðstafaði láninu en engin skilyrði voru sett fyrir því af hálfu Seðlabankans. „Þarna eru greiðslur sem eru alveg greinilega þannig að ef þær hefðu ekki verið inntar af hendi hefði bankinn fallið þá og þegar. Það er ljóst að þær greiðslur nema að minnsta kosti 442 milljónum evra,“ segir Már. Á móti komi að auk 500 milljóna evra lánsins frá Seðlabankanum hafi aðrar inngreiðslur til Kaupþings numið 698 milljónum evra. Ekki sé hins vegar hægt að kafa ofan í þær greiðslur. „Við höfum enga möguleika til þess. Það er ekkert sem sést þarna sem hægt er að segja að hafi verið óeðlilegt. Það blasir ekki við.“ Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Íslenskir bankar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur að tvo meginlærdóma þurfi að draga af neyðarláni bankans til Kaupþings í október 2008. Skýrsla um lánveitinguna sem verið hefur í vinnslu í bankanum síðastliðin fjögur ár var kynnt í gær. „Í fyrsta lagi þarf að skýra stjórnsýsluna betur varðandi lánveitingar af þessu tagi. Það er að mínu viti gert í frumvarpi til laga um Seðlabankann sem nú liggur fyrir Alþingi.“ Þannig yrði ákvörðunin skráð í fundargerð þar sem einnig kæmi fram af hverju hún var tekin. „Það er mjög mikilvægt til að geta lagt mat á svona aðgerðir.“ Hinn meginlærdómurinn sem Már nefnir er um mikilvægi þess að seðlabankar hafi á hverjum tíma betri innsýn í það hvaða veð séu tiltæk og hægt að nota komi til svona lánveitinga. „Þannig þurfi ekki að vera meta það á einhverjum hlaupum og þá með mistakaáhættu á meðan fárviðrið geisar. Ég held að í því samhengi sé það líka lærdómur að veð í hlutafé, og ég tala nú ekki um í hlutafé erlends banka, er ekki heppilegt veð.“ Varðandi ákvörðunina um lánveitinguna segir Már ljóst að hún hafi ekki verið rétt í þeim skilningi að þær tvær forsendur sem hún virðist hafa verið byggð á hafi reynst rangar. Annars vegar að með lánveitingunni yrði tryggt að í landinu yrði starfandi einn alhliða banki og hins vegar að áhættan væri ekki svo mikil vegna þess að um mjög góð veð væri að ræða. „Ákvörðunin er samt skiljanleg í ljósi aðstæðna og í raun og veru er alveg greinilegt að þeir sem tóku þessa ákvörðun áttu ekki von á því að það yrðu svona miklir erfiðleikar í dönsku efnahagslífi.“ Þeir erfiðleikar hafi haft mikil áhrif á verðmæti FIH-bankans sem Seðlabankinn tók sem veð fyrir láninu. Í skýrslunni er reynt að varpa ljósi á það hvernig Kaupþing ráðstafaði láninu en engin skilyrði voru sett fyrir því af hálfu Seðlabankans. „Þarna eru greiðslur sem eru alveg greinilega þannig að ef þær hefðu ekki verið inntar af hendi hefði bankinn fallið þá og þegar. Það er ljóst að þær greiðslur nema að minnsta kosti 442 milljónum evra,“ segir Már. Á móti komi að auk 500 milljóna evra lánsins frá Seðlabankanum hafi aðrar inngreiðslur til Kaupþings numið 698 milljónum evra. Ekki sé hins vegar hægt að kafa ofan í þær greiðslur. „Við höfum enga möguleika til þess. Það er ekkert sem sést þarna sem hægt er að segja að hafi verið óeðlilegt. Það blasir ekki við.“
Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Íslenskir bankar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent