Mjög bjartsýnn á að meiri loðna finnist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2019 10:27 Sannleikurinn er sá að það þýðir ekkert að vera svartsýnn og sjá allt dökkt framundan segir Geir skipstjóri. Vísir/Hari Geir Zoëga skipstjóri á grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq segist mjög bjartsýnn á að meiri loðna finnist. Bjartsýni hans sé rökstudd á því að fréttir hafi borist frá skipum fyrir norðan um loðnu. Polar Amaroq kom til Neskaupstaðar í gær í þeim tilgangi að sækja loðnunót að því er greint er frá á vef Síldarvinnslunni. Polar Amaroq hefur að undanförnu sinnt loðnuleit við landið í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Rætt er við Geir á heimasíðu Síldarvinnslunnar þar sem hann var spurður út í það hvers vegna veiðarfærið væri sótt. „Við höfum verið að sinna loðnuleit fyrir sunnan land síðustu daga. Þar er loðna á ferðinni og ég trúi því að ef finnst meiri loðna fyrir norðan og út af Vestfjörðum þá verði gefinn út einhver kvóti. Við erum einmitt núna að halda norður fyrir land í frekari leit. Ef eitthvað finnst fyrir norðan og vestan og kvóti verður gefinn út þá mega menn engan tíma missa,“ segir Geir. Þess vegna hafi þeir tekið nótina um borð. „Við ætlum að vera tilbúnir að hefja veiðar strax og við ætlum að verða fyrstir til að kasta. Ég er mjög bjartsýnn á að finnist meiri loðna. Það hafa borist einhverjar fréttir frá skipum fyrir norðan þannig að bjartsýni mín er rökstudd. Sannleikurinn er sá að það þýðir ekkert að vera svartsýnn og sjá allt dökkt framundan. Það hafa engir verið jafn iðnir við loðnuleit að undanförnu og við á Polar Amaroq og ég trúi því að það eigi eftir að finnast meiri loðna og sú trú er nokkuð sterk. Það var unaðslegt að taka nótina um borð. Ég fyllist alltaf ákveðinni vellíðunartilfinningu þegar nótaveiðar eru að hefjast og það þýðir ekkert annað en að trúa því að það sé að fara að gerast,“ segir Geir. Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Geir Zoëga skipstjóri á grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq segist mjög bjartsýnn á að meiri loðna finnist. Bjartsýni hans sé rökstudd á því að fréttir hafi borist frá skipum fyrir norðan um loðnu. Polar Amaroq kom til Neskaupstaðar í gær í þeim tilgangi að sækja loðnunót að því er greint er frá á vef Síldarvinnslunni. Polar Amaroq hefur að undanförnu sinnt loðnuleit við landið í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Rætt er við Geir á heimasíðu Síldarvinnslunnar þar sem hann var spurður út í það hvers vegna veiðarfærið væri sótt. „Við höfum verið að sinna loðnuleit fyrir sunnan land síðustu daga. Þar er loðna á ferðinni og ég trúi því að ef finnst meiri loðna fyrir norðan og út af Vestfjörðum þá verði gefinn út einhver kvóti. Við erum einmitt núna að halda norður fyrir land í frekari leit. Ef eitthvað finnst fyrir norðan og vestan og kvóti verður gefinn út þá mega menn engan tíma missa,“ segir Geir. Þess vegna hafi þeir tekið nótina um borð. „Við ætlum að vera tilbúnir að hefja veiðar strax og við ætlum að verða fyrstir til að kasta. Ég er mjög bjartsýnn á að finnist meiri loðna. Það hafa borist einhverjar fréttir frá skipum fyrir norðan þannig að bjartsýni mín er rökstudd. Sannleikurinn er sá að það þýðir ekkert að vera svartsýnn og sjá allt dökkt framundan. Það hafa engir verið jafn iðnir við loðnuleit að undanförnu og við á Polar Amaroq og ég trúi því að það eigi eftir að finnast meiri loðna og sú trú er nokkuð sterk. Það var unaðslegt að taka nótina um borð. Ég fyllist alltaf ákveðinni vellíðunartilfinningu þegar nótaveiðar eru að hefjast og það þýðir ekkert annað en að trúa því að það sé að fara að gerast,“ segir Geir.
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira