Atkvæðagreiðslur um lífskjarasamninginn eru að hefjast Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. apríl 2019 07:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, við undirritun samninganna í síðustu viku. vísir/vilhelm Atkvæðagreiðslur um lífskjarasamninginn sem undirritaður var í síðustu viku eru nú að hefjast. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR hefst í dag og stendur til hádegis næstkomandi mánudags. Hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hefst atkvæðagreiðsla klukkan 13 á morgun og stendur til klukkan 16 þriðjudaginn 23. apríl. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að vel hafi verið mætt á kynningarfund félagsins sem haldinn var á þriðjudagskvöld. „Það var almennt gerður mjög góður rómur að þessari kynningu að því er ég gat best séð. Það voru auðvitað líflegar umræður og við reyndum eftir megni að svara og skýra hluti,“ segir Viðar. Í gærkvöldi fór fram kynning á ensku og í kvöld verður samningurinn kynntur á pólsku. Viðar segir að félagið vilji tryggja að fólk þekki inntak nýs kjarasamnings svo að það geti tekið upplýsta afstöðu. „Fólk er forvitið um þessar nýju heimildir til kaffitímasölu og vinnutímastyttingar. Eins er fólk að spá í hluti eins og þessar nýju hugmyndir í húsnæðismálum. Okkur hefur gengið ágætlega að útskýra margt af þessu sem er nýlunda eins og þessar hagvaxtartengdu launahækkanir.“ Á næstu dögum verða samningarnir kynntir fyrir aðildarfyrirtækjum SA en haldnir verða kynningarfundir í Reykjavík og á Akureyri. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist gera ráð fyrir að atkvæðagreiðsla hefjist um eða eftir helgi. Niðurstöðurnar verða birtar miðvikudaginn 24. apríl en um allsherjar atkvæðagreiðslu er að ræða þar sem atkvæðafjöldi er veginn eftir stærð fyrirtækja. „Það verða greidd atkvæði sameiginlega um samningana enda marka þeir launastefnu fyrir allan almenna vinnumarkaðinn,“ segir Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Atkvæðagreiðslur um lífskjarasamninginn sem undirritaður var í síðustu viku eru nú að hefjast. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR hefst í dag og stendur til hádegis næstkomandi mánudags. Hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hefst atkvæðagreiðsla klukkan 13 á morgun og stendur til klukkan 16 þriðjudaginn 23. apríl. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að vel hafi verið mætt á kynningarfund félagsins sem haldinn var á þriðjudagskvöld. „Það var almennt gerður mjög góður rómur að þessari kynningu að því er ég gat best séð. Það voru auðvitað líflegar umræður og við reyndum eftir megni að svara og skýra hluti,“ segir Viðar. Í gærkvöldi fór fram kynning á ensku og í kvöld verður samningurinn kynntur á pólsku. Viðar segir að félagið vilji tryggja að fólk þekki inntak nýs kjarasamnings svo að það geti tekið upplýsta afstöðu. „Fólk er forvitið um þessar nýju heimildir til kaffitímasölu og vinnutímastyttingar. Eins er fólk að spá í hluti eins og þessar nýju hugmyndir í húsnæðismálum. Okkur hefur gengið ágætlega að útskýra margt af þessu sem er nýlunda eins og þessar hagvaxtartengdu launahækkanir.“ Á næstu dögum verða samningarnir kynntir fyrir aðildarfyrirtækjum SA en haldnir verða kynningarfundir í Reykjavík og á Akureyri. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist gera ráð fyrir að atkvæðagreiðsla hefjist um eða eftir helgi. Niðurstöðurnar verða birtar miðvikudaginn 24. apríl en um allsherjar atkvæðagreiðslu er að ræða þar sem atkvæðafjöldi er veginn eftir stærð fyrirtækja. „Það verða greidd atkvæði sameiginlega um samningana enda marka þeir launastefnu fyrir allan almenna vinnumarkaðinn,“ segir Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira