Sakar Sjálfstæðisflokkinn um að reyna að fela hallarekstur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2019 17:37 Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, segist þurfa að undirrita ársreikning bæjarins með fyrirvara vegna þess að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bænum geri með reikningum tilraun til að fela "verulegan hallarekstur bæjarins“. Vísir/egill Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, segist þurfa að undirrita ársreikning bæjarins með fyrirvara vegna þess að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bænum geri með reikningum tilraun til að fela „verulegan hallarekstur bæjarins“. Karl Pétur greindi frá þessu í skoðanagrein sem birtist á Vísi síðdegis í dag. „Í byrjun maí fer fram önnur umræða um ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 sem sýnir 46 milljón króna tap almenns rekstrar bæjarins (A-hluti), en 43 milljón króna hagnað að viðbættum rekstri B-hluta fyrirtækja bæjarins,“ segir Karl Pétur. Hann segir 217 milljón króna greiðslu til niðurfærslu á byggingarkostnaði hjúkrunarheimilis hefði verið færð til hækkunar á rekstrartekjum bæjarins. „Þetta varð til þess að KPMG, endurskoðandi bæjarins, treystir sér ekki til að undirrita reikninginn án fyrirvara.“ Hann segir íbúa Seltjarnarness eiga skilið að vita raunverulega stöðu mála. „Raunveruleg niðurstaða almenns rekstrar bæjarins (A hluta) á árinu 2018 er 264 milljóna króna halli. Alvarlegt er að meirihlutinn kýs að sýna rekstrarniðurstöðu sem að mati KPMG sýnir ekki raunverulega stöðu mála. Uppsafnaður halli af almennum rekstri Seltjarnarnesbæjar nemur 571 milljón króna á fjórum árum, 2015-2018. Á sama tíma var framkvæmdum fyrir um 250 milljónir sem fyrirhugaðar voru á árinu 2018 frestað, svo að tapið er í raun meira,“ segir Karl Pétur. Bærinn hafi safnað skuldum á síðustu árum. Hann segir skuldastöðuna í dag samsvara rúmri milljón í skuld á hvern íbúa. Karl Pétur segir stjórnendur bæjarins skulda íbúum svör.Bæjarstjóri Seltjarnarness segir KPMG hafi ekki viljað skrifa undir ársreikninginn án fyrirvara vegna túlkunaratriðis.Vísir/GVA„Það er bara alrangt,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri. Ekkert hafi verið fært til. „Nei, það er bara rangt hjá Karli Pétri að meirihlutinn sé að reyna að fegra niðurstöðu rekstrarreikningsins, hún er alveg skýr.“Hvers vegna vildi þá KPMG ekki undir ársreikninginn án fyrirvara?„Það er túlkunaratriði á styrkframlagi sem bærinn fékk frá gjafasjóði Sigurgeirs Einarssonar. Það kemur skýrt fram í ársreikningnum að það er fært undir aðrar tekjur. Endurskoðandinn vill færa það sem lækkun á fastafjármunum. Þetta er túlkunaratriði sem við erum ekki sammála um en endurskoðandinn skrifar undir ársreikninginn en það er álit KPMB að ársreikninguriunn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu sveitarfélagsins 31. desember 2018 og afkomu þess og breytingu á handbæru fé á árinu 2018 sem er í samræmi við lög um ársreikninga og sveitarstjórnarlög.“ Ásgerður segir grein Karls Péturs litast af pólitík. „Þetta kallast bara pólitík sko. Fyrirmyndarbærinn stendur sterkur og íbúar eru mjög ánægðir með þjónustuna.“ Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Baslað í fyrirmyndarbænum Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes "Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. 11. apríl 2019 17:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, segist þurfa að undirrita ársreikning bæjarins með fyrirvara vegna þess að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bænum geri með reikningum tilraun til að fela „verulegan hallarekstur bæjarins“. Karl Pétur greindi frá þessu í skoðanagrein sem birtist á Vísi síðdegis í dag. „Í byrjun maí fer fram önnur umræða um ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 sem sýnir 46 milljón króna tap almenns rekstrar bæjarins (A-hluti), en 43 milljón króna hagnað að viðbættum rekstri B-hluta fyrirtækja bæjarins,“ segir Karl Pétur. Hann segir 217 milljón króna greiðslu til niðurfærslu á byggingarkostnaði hjúkrunarheimilis hefði verið færð til hækkunar á rekstrartekjum bæjarins. „Þetta varð til þess að KPMG, endurskoðandi bæjarins, treystir sér ekki til að undirrita reikninginn án fyrirvara.“ Hann segir íbúa Seltjarnarness eiga skilið að vita raunverulega stöðu mála. „Raunveruleg niðurstaða almenns rekstrar bæjarins (A hluta) á árinu 2018 er 264 milljóna króna halli. Alvarlegt er að meirihlutinn kýs að sýna rekstrarniðurstöðu sem að mati KPMG sýnir ekki raunverulega stöðu mála. Uppsafnaður halli af almennum rekstri Seltjarnarnesbæjar nemur 571 milljón króna á fjórum árum, 2015-2018. Á sama tíma var framkvæmdum fyrir um 250 milljónir sem fyrirhugaðar voru á árinu 2018 frestað, svo að tapið er í raun meira,“ segir Karl Pétur. Bærinn hafi safnað skuldum á síðustu árum. Hann segir skuldastöðuna í dag samsvara rúmri milljón í skuld á hvern íbúa. Karl Pétur segir stjórnendur bæjarins skulda íbúum svör.Bæjarstjóri Seltjarnarness segir KPMG hafi ekki viljað skrifa undir ársreikninginn án fyrirvara vegna túlkunaratriðis.Vísir/GVA„Það er bara alrangt,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri. Ekkert hafi verið fært til. „Nei, það er bara rangt hjá Karli Pétri að meirihlutinn sé að reyna að fegra niðurstöðu rekstrarreikningsins, hún er alveg skýr.“Hvers vegna vildi þá KPMG ekki undir ársreikninginn án fyrirvara?„Það er túlkunaratriði á styrkframlagi sem bærinn fékk frá gjafasjóði Sigurgeirs Einarssonar. Það kemur skýrt fram í ársreikningnum að það er fært undir aðrar tekjur. Endurskoðandinn vill færa það sem lækkun á fastafjármunum. Þetta er túlkunaratriði sem við erum ekki sammála um en endurskoðandinn skrifar undir ársreikninginn en það er álit KPMB að ársreikninguriunn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu sveitarfélagsins 31. desember 2018 og afkomu þess og breytingu á handbæru fé á árinu 2018 sem er í samræmi við lög um ársreikninga og sveitarstjórnarlög.“ Ásgerður segir grein Karls Péturs litast af pólitík. „Þetta kallast bara pólitík sko. Fyrirmyndarbærinn stendur sterkur og íbúar eru mjög ánægðir með þjónustuna.“
Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Baslað í fyrirmyndarbænum Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes "Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. 11. apríl 2019 17:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
Baslað í fyrirmyndarbænum Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes "Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. 11. apríl 2019 17:00