Vildi bætur eftir að vél Wow var snúið við vegna meðvitundarlausra farþega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2019 10:13 Farþeginn kom á áfangastað sex tímum of seint. Vísir/Vilhelm Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega Wow Air sem krafðist þess að fá bætur eftir að flugvél flugfélagsins var snúið við svo koma mætti tveimur öðrum farþegum undir læknishendur. Seinkunin sem varð vegna þess varð til þess að farþeginn missti af tengiflugi sínu í París. Maðurinn var farþegi í flugi Wow Air frá Keflavík til Parísar þann 27. september 2017. Eftir um einnar klukkustundar flug urðu áhafnarmeðlimir þess varir að tveir farþegar vélarinnar voru meðvitundarlausir. Var því tekin ákvörðun um að snúa vélinni aftur til Keflavíkur til þess að koma farþegunum undir læknishendur svo fljótt sem auðið var. Þetta varð til þess að flugvélin lenti í París um sex og hálfum tíma eftir áætluðum komutíma. Þar missti maðurinn af tengifluginu sínu. Krafðist hann því að fá staðlaðar bætur samkvæmt reglugerð ESB, 400 evrur, auk endurgreiðslu kostnaðar.Öryggi farþega trompi rétt annarra farþega til að koma á réttum tíma Wow Air hafnaði hins vegar bótaskyldu á þeim grundvelli að flugfélaginu hafi borið skylda til þess að bregðast við líkt og gert var, þegar ljóst var að tveir farþegar í flugvélinni væru meðvitundarlausir. „Öryggi farþega hefur alltaf forgang gagnvart rétti annarra farþega til þess að lenda á áfangastað sínum á upphaflegum áætluðum komutíma,“ segir í svari Wow Air til Samgöngustofu vegna kröfu mannsins. Í úrskurði Samgöngustofu segir að ljóst sé að ákvörðun flugstjóra um að snúa vélinni aftur til Keflavíkur hafi verið tekin á þeim forsendum að tryggja öryggi viðkomandi farþega og koma þeim undir læknishendur svo fljótt sem auðið var. Stofnunin endurskoði ekki ákvarðanir flugstjóra þegar kemur að öryggi farþega og var því fallist á að óviðráðanlegar aðstæður hafi valdið seinkun á fluginu.Var bótakröfu mannsins því hafnað. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega Wow Air sem krafðist þess að fá bætur eftir að flugvél flugfélagsins var snúið við svo koma mætti tveimur öðrum farþegum undir læknishendur. Seinkunin sem varð vegna þess varð til þess að farþeginn missti af tengiflugi sínu í París. Maðurinn var farþegi í flugi Wow Air frá Keflavík til Parísar þann 27. september 2017. Eftir um einnar klukkustundar flug urðu áhafnarmeðlimir þess varir að tveir farþegar vélarinnar voru meðvitundarlausir. Var því tekin ákvörðun um að snúa vélinni aftur til Keflavíkur til þess að koma farþegunum undir læknishendur svo fljótt sem auðið var. Þetta varð til þess að flugvélin lenti í París um sex og hálfum tíma eftir áætluðum komutíma. Þar missti maðurinn af tengifluginu sínu. Krafðist hann því að fá staðlaðar bætur samkvæmt reglugerð ESB, 400 evrur, auk endurgreiðslu kostnaðar.Öryggi farþega trompi rétt annarra farþega til að koma á réttum tíma Wow Air hafnaði hins vegar bótaskyldu á þeim grundvelli að flugfélaginu hafi borið skylda til þess að bregðast við líkt og gert var, þegar ljóst var að tveir farþegar í flugvélinni væru meðvitundarlausir. „Öryggi farþega hefur alltaf forgang gagnvart rétti annarra farþega til þess að lenda á áfangastað sínum á upphaflegum áætluðum komutíma,“ segir í svari Wow Air til Samgöngustofu vegna kröfu mannsins. Í úrskurði Samgöngustofu segir að ljóst sé að ákvörðun flugstjóra um að snúa vélinni aftur til Keflavíkur hafi verið tekin á þeim forsendum að tryggja öryggi viðkomandi farþega og koma þeim undir læknishendur svo fljótt sem auðið var. Stofnunin endurskoði ekki ákvarðanir flugstjóra þegar kemur að öryggi farþega og var því fallist á að óviðráðanlegar aðstæður hafi valdið seinkun á fluginu.Var bótakröfu mannsins því hafnað.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira