Antoine Griezmann lék sinn síðasta leik fyrir Atlético Madrid þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Levante í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar í dag.
Fyrr í vikunni greindi Griezmann frá því að hann væri á förum frá Atlético Madrid eftir fimm ára dvöl hjá félaginu.
Griezmann var í byrjunarliði Atlético sem lenti undir á 6. mínútu þegar Erick Cabaco skoraði fyrir Levante. Á 36. mínútu jók Marti Roger forskot heimamanna í 2-0 sem voru hálfleikstölur.
Atlético varð fyrir áfalli þegar Angel Correa fékk að líta rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleiks fyrir að sparka í Chema, leikmann Levante.
Rauða spjaldið virtist þó efla Atlético-menn og Rodri minnkaði muninn á 68. mínútu. Ellefu mínútum síðar skoraði hinn 18 ára Sergio Camello jöfnunarmark Atlético í sínum fyrsta leik fyrir aðallið félagsins. Lokatölur 2-2.
Atlético endaði í 2. sæti deildarinnar en Levante í því fjórtánda.
Átján ára nýliði bjargaði Atlético Madrid í síðasta leik Griezmanns

Tengdar fréttir

Guardiola: City hefur ekki efni á Griezmann
Manchester City mun ekki gera kauptilboð í Antoine Griezmann því hann er of dýr sagði léttur Pep Guardiola.

Griezmann fer frá Atletico í sumar
Antoine Griezmann mun ekki klæðast treyju Atletico Madrid á næsta tímabili en hann ætlar að yfirgefa félagið í sumar.

City sagt ætla taka slaginn við Barcelona um Griezmann
Antonine Griezmann er á leið frá Atlético og er líklega á leið til Barcelona.