120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. október 2019 19:15 Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. Markmið sárafátækarsjóðsins er koma til móts við bráðan fjárhagsvanda með úthlutun neyðarstyrks til þeirra sem búa við sárafátækt. „Við fundum fyrir mikillli þörf. fólk hefur verið að leita til rauða krossins vegna neyðar og við höfum ekki haft neinn vattvang og ekki getu til að sinna þessum hópi,“ segir Hanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri í sárafátækt hjá Rauða krossinum.Hanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinumMikil neyð í samfélaginuFrá því í mars hafa rúmlega 120 manns sótt um styrk og koma flestar umsóknir frá einstæðum mæðrum. „Við höfum séð það að umsóknum fer stöðugt fjölgandi og það er mjög mikil neyð í samfélaginu,“ segir Hanna. Horft er til tekna og eigna til að meta rétt til styrks. Tekjuviðmiðið, svo að hægt sé að fá styrk, er að einstaklingur fái ekki meira en tvö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir skatt.Borðaði popp í viku Helga Hákonardóttir hefur glímt við mikla fátækt í yfir tuttugu ár. Hún er 75 prósent öryrki og móðir tveggja barna, annars fatlaðs. „Ég hef meðal annars verið í þeirri stöðu að eiga ekki fyrir mat og hef til dæmis passað upp á að ég eigi alltaf poppbaunir heima hjá mér, því ef ég átti ekki fyrir mat þá fengu börnin mín það sem til var og ég borðaði popp. Einu sinni var meira að segja heil vika þar sem var bara popp hjá mér,“ segir Helga. Helga er í örlítið betri stöðu í ár vegna þess að nú fær hún tímabundið umönnunarbætur vegna yngri dóttur sinnar. Hún segir hræðilegt að vera einstæð móðir í þessari stöðu. Að öllu óbreyttu muni hún aftur fara á sama stað.Sumir sótt um oftar en einu sinni „Það er húsnæðiskostnaður, leiga, sem er að sliga fólk sérstaklega fólk sem er að fá þetta lítið í framfærslu þá er jafnvel ekkert eftir þegar búið er að borga leigu,“ segir Hanna. Hver umsækjandi a rétt á tveimur úthlutunum úr sárafátæktarsjóðnum á ári. Styrkurinn nemur 40 þúsund krónum fyrir einstaklinga og hækkar um tíu þúsund fyrir hvert barn. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Sjá meira
Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. Markmið sárafátækarsjóðsins er koma til móts við bráðan fjárhagsvanda með úthlutun neyðarstyrks til þeirra sem búa við sárafátækt. „Við fundum fyrir mikillli þörf. fólk hefur verið að leita til rauða krossins vegna neyðar og við höfum ekki haft neinn vattvang og ekki getu til að sinna þessum hópi,“ segir Hanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri í sárafátækt hjá Rauða krossinum.Hanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinumMikil neyð í samfélaginuFrá því í mars hafa rúmlega 120 manns sótt um styrk og koma flestar umsóknir frá einstæðum mæðrum. „Við höfum séð það að umsóknum fer stöðugt fjölgandi og það er mjög mikil neyð í samfélaginu,“ segir Hanna. Horft er til tekna og eigna til að meta rétt til styrks. Tekjuviðmiðið, svo að hægt sé að fá styrk, er að einstaklingur fái ekki meira en tvö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir skatt.Borðaði popp í viku Helga Hákonardóttir hefur glímt við mikla fátækt í yfir tuttugu ár. Hún er 75 prósent öryrki og móðir tveggja barna, annars fatlaðs. „Ég hef meðal annars verið í þeirri stöðu að eiga ekki fyrir mat og hef til dæmis passað upp á að ég eigi alltaf poppbaunir heima hjá mér, því ef ég átti ekki fyrir mat þá fengu börnin mín það sem til var og ég borðaði popp. Einu sinni var meira að segja heil vika þar sem var bara popp hjá mér,“ segir Helga. Helga er í örlítið betri stöðu í ár vegna þess að nú fær hún tímabundið umönnunarbætur vegna yngri dóttur sinnar. Hún segir hræðilegt að vera einstæð móðir í þessari stöðu. Að öllu óbreyttu muni hún aftur fara á sama stað.Sumir sótt um oftar en einu sinni „Það er húsnæðiskostnaður, leiga, sem er að sliga fólk sérstaklega fólk sem er að fá þetta lítið í framfærslu þá er jafnvel ekkert eftir þegar búið er að borga leigu,“ segir Hanna. Hver umsækjandi a rétt á tveimur úthlutunum úr sárafátæktarsjóðnum á ári. Styrkurinn nemur 40 þúsund krónum fyrir einstaklinga og hækkar um tíu þúsund fyrir hvert barn.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Sjá meira