Útsmognir þjófar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2019 21:11 Netþjófar geta oft á tíðum verið útsmognir og tekist að láta allt þýfið hverfa á aðeins nokkrum klukkustund. Þetta segir netöryggissérfræðingur banka og að snör viðbrögð skipti öllu máli. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá einum stærsta netþjófnaði sem komið hefur inn á borð lögreglunnar á Íslandi. Níu hundruð milljónum króna var stolið frá móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins í fyrra. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu í samtali við fréttstofu að tekist hafi að ná nær öllum peningunum til baka. Það hefði verið gert með aðstoð lögreglu og banka. Málum sem þessum hefur fjölgað ört undanfarin misseri og óskir til bankanna um að reyna að frysta greiðslur berast æ oftar. Hákon Lennart Aakerlund, netöryggissérfræðingur hjá Landsbankanum, segir snör viðbrögð skipta öllu máli. Mikilvægt sé, að ef grunur vaknar um netsvik eða netþjófnað, að þá sé strax haft samband við viðskiptabanka eða lögreglu. Ef að gefnar eru upplýsingar um inn á hvaða reikning hafi verið lagt geti starfsmenn bankanna reynt að rekja hvert greiðslan fór. „Ef að við erum nógu fljótir þá náum við að stoppa þetta hjá okkur. Ef að peningurinn nær að fara út þá er bara endurheimtuferli sem við þurfum að fara í gegnum og er tiltölulega tímafrekt að gera,“ segir Hákon. Hákon segir upphæðina líka hafa mikið að segja um það hvort eitthvað af peningunum náist til baka. „Ef þetta eru litlar upphæðir þá getur gengið tiltölulega fjótt fyrir óprútnu aðilana að taka út þennan pening og færa hann annað. Ef þetta eru stórar upphæðir þá á þetta eftir að liggja kannski í einhvern tíma á erlendum reikningum og stærri líkur á að endurheimta þetta,“ segir Hákon. Hann segir netþjófa sífellt verða færari í því sem þeir eru að gera og vera mjög útsmogna. Þeir reyni að skilja hvernig fórnarlömbin hugsi og líkja eftir þeirra hegðun í tölvupóstsamskiptum. Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Þykir líklegt að Íslendingar eigi þátt í tölvuinnbrotum Hundruðum milljóna króna hefur verið stolið frá íslenskum fyrirtækjum undanfarin misseri. 3. október 2019 19:21 Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00 Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Netþjófar geta oft á tíðum verið útsmognir og tekist að láta allt þýfið hverfa á aðeins nokkrum klukkustund. Þetta segir netöryggissérfræðingur banka og að snör viðbrögð skipti öllu máli. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá einum stærsta netþjófnaði sem komið hefur inn á borð lögreglunnar á Íslandi. Níu hundruð milljónum króna var stolið frá móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins í fyrra. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu í samtali við fréttstofu að tekist hafi að ná nær öllum peningunum til baka. Það hefði verið gert með aðstoð lögreglu og banka. Málum sem þessum hefur fjölgað ört undanfarin misseri og óskir til bankanna um að reyna að frysta greiðslur berast æ oftar. Hákon Lennart Aakerlund, netöryggissérfræðingur hjá Landsbankanum, segir snör viðbrögð skipta öllu máli. Mikilvægt sé, að ef grunur vaknar um netsvik eða netþjófnað, að þá sé strax haft samband við viðskiptabanka eða lögreglu. Ef að gefnar eru upplýsingar um inn á hvaða reikning hafi verið lagt geti starfsmenn bankanna reynt að rekja hvert greiðslan fór. „Ef að við erum nógu fljótir þá náum við að stoppa þetta hjá okkur. Ef að peningurinn nær að fara út þá er bara endurheimtuferli sem við þurfum að fara í gegnum og er tiltölulega tímafrekt að gera,“ segir Hákon. Hákon segir upphæðina líka hafa mikið að segja um það hvort eitthvað af peningunum náist til baka. „Ef þetta eru litlar upphæðir þá getur gengið tiltölulega fjótt fyrir óprútnu aðilana að taka út þennan pening og færa hann annað. Ef þetta eru stórar upphæðir þá á þetta eftir að liggja kannski í einhvern tíma á erlendum reikningum og stærri líkur á að endurheimta þetta,“ segir Hákon. Hann segir netþjófa sífellt verða færari í því sem þeir eru að gera og vera mjög útsmogna. Þeir reyni að skilja hvernig fórnarlömbin hugsi og líkja eftir þeirra hegðun í tölvupóstsamskiptum.
Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Þykir líklegt að Íslendingar eigi þátt í tölvuinnbrotum Hundruðum milljóna króna hefur verið stolið frá íslenskum fyrirtækjum undanfarin misseri. 3. október 2019 19:21 Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00 Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Þykir líklegt að Íslendingar eigi þátt í tölvuinnbrotum Hundruðum milljóna króna hefur verið stolið frá íslenskum fyrirtækjum undanfarin misseri. 3. október 2019 19:21
Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00
Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15